Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.05.1930, Blaðsíða 7
PÁLKINN 7 Kvonbænir. Saga eftir Valþjóf gamla. Það er venjulega engin ástœða W, að skopast að þó menn verði östfangnir. Það er ekki nema j^annlegt. Og flestir eru með þcim ósköpum fæddir, að fara ckki algerlega varlduta af þeirn kyilla, sem sumir kalla ástar- þjáningar, og sem þeir verða al- ieknir af. Aftur á móti eru þeir ^enn til, sem bera þessar raun- lr sínar þannig að menn glejuna yamúðinni, og slcopast að þeim, á» þess að taka það með í reikn- lnginn að þeir eru i raun og veru y°rkunnarverðir. Hann Láki hró- i® þurfti að fá sjer konu, það fatu allir sjeð, þar sem. hann var yominn fast að þrítugu og far- lnn að búa á foðurleifð sinni, þó 8engið sje fram hjá hinu, að honum var ástarþráin meðsköp- hÖ, svo það vai- í raun og veru fleira en eitt, sem lijálpaðist að j1® í því að kreppa að honum í hyennamálum. En hvernig átti h'áki hróið að haga sjer? ,, Hann lók sjer kaupakonu, hún kíet' iiú líklega fyrst; en bráttí c°m það upp úr kafinu, að hún ;';>r áður hálftrúlofuð tveimur í Heykjavík og hver veit livað. Svo -áka leist ekki á blikuna, enda iafði hann löngum rent liýru anga til sumra lieimasætanna í jyeitinni. Hann var um tíma í þmgnm við eina, en það var áður Cl1 þörfin varð svona aðkallandi. h-11 nú var það aftur á móti um Seman, því nú var hún komin i llmdana. Hann rendi því augun- nm yfir hópinn, og þó honum yndist ef til vill ein annari remri, þá var ekki auðhlaupið að fá vitneskju um, livort það h'Undi hafa nokkra þýðingu að SllUa sjer þangað. „Sá á kvölina Scm á völina“, ekki er því treyst- nema þessar ungu stúlkur sJeu að dorga eftir einhverjum s.íerstökum, og þá er svo sem Gíki að sökum aðspyrja. Enhvað -i**1 Þyi lcið Þá hlaut bann nú y láta hrökkva eða stökkva og svegna ákvað hann að ráðast þéi ‘ fylkinguna þar sem hún var I yijegust. Það voru hefnilega f*rjár, sem hann hafði sjerstaka ugirnd á. En samkvæmt venj- '“Ui. hlaut hann að lála sjer ,,ícg.ia eina, enda betra en ekkert, , r. bvi sem komið var. Þessar 11.] ár voru þær Lauga, Dára og j.aru. Hann þakkaði guði fyrir lsl feðranna, greip pennann og *aPpírinn og ákvað að skrifa. 0^nn hafði heyrt útundan sjer, ö Lauga á Bóli væri álitin s. y^uHegasta og ákjósanlegasta 11 kan í nágrenninu. Og lionum i'aTr Sem liessar utanaðkomandi ' t • kergmáluðu í hug sínum ’jarta; þessvegna var það liún fv ? kann ljet pennann dansa Uin1 Gftir drifhvítum pappírn- ’ °g tjáði lienni hvað liann elskaði hana heitt og hvað lífið mundi verða sjer erfitt ef hann vrði að hættr °ð vona til hennar. Hann leit yfir Imurnar með velþóknun, þarna streymdu orð- in, eins og lækur í laufi þöktum sal eftir línunum og andi ástar- innar sveimaði yfir vötnunum. Hvort þetta brjef mundi elcki fá hjartað í Laugu til að kvika? Um það efaðist hann ekki, það mundi geta fengið steinlijarta til að slá. — Þó var niðurlagið eftir, þetta, sem alt hulið og bundið átti að leysa úr læðingi. „Er nokkur von fyrir mig?“ skrifaði liann. Ef það er ekki þá skaltu ekki svara, ekki slökkva síðasta vonarneistann. Jeg vil heldur bíða og vona, eftir svarinu frá þjer, þó sú von endi í vonleysi og örvæntingu“. Hann sendi brjefið með áreið- anlegri ferð. En svarið var ókom- ið eftir viku. Láki andvarpaði. Það var svo sem auðvitað. En honum datt ekki eitt augnablik í bug, að leggja árar í bát, þó fyrsla til- raunin bæri ekki tilætlaðan ár- angur. Hann handljek frumritið af brjefinu til Laugu, og nú skrif- aði liann það upp aftur, aðeins ávarpinu var breytt, þvi nú var ástarörfunum miðað í aðra átt. En eftir ]ivi, sem hann hugsaði meira um þessi málefni, því nær lijartanu gengu þau, og honum tókst betur og betur að hnýta liugsunarþráðinn við þá einu og sjerstöku, sem hann beindi ástar- örvum sínum til. Hann sendi því brjefið með þeim fasta ásetningi að taka nú málið öðrum tökum. Brjefið átti að undirbúa jarð- veginn, svo ætlaði hann sjálfur að ganga augliti til auglits við veruleikann í líkamning Dóru, þvi nú var það Dóra, sem hugur- inn stefndi til. En Dóra hafði vistað sig í Reykjavík og svaraði ekki brjefinu. Hún ætlaði að lofa Láka skinninu að lifa á voninni í lengstu lög. Hún var svo góð í sjer hún Dóra. En Láki gerði sjer ferð til Reykjavíkur og skálmaði þar um göturnar og svipaðist um eftir Dóru. Loksins sá liann liana á götunni, liún var á hraðri ferð. Láki greikkaði sporið, liann var í þann veginn að ná henni, cn þá skaust hún inn í hús. Nú var eklci nema um tvent að velja, að duga eða drepast, hugs- aði Láki og gekk upp tröppurn- ar. I ganginum stóð Dóra og var að fara úr hlifðarskónum. „Sæl vertu“ sagði Láki. „Sæll“ ansaði Dóra. Hvernig átti hann nú að byrja. „Hefirðu fengið brjef frá mjcr?“ spurði hann. „Já, segir liún og fer úr káp- unni. „Og hefirðu þá ekkert að segja?“ spurði hann, og var ó- sköp aumingjalegur; líklega hef- ir það átt að tákna von, ótta og ástarþrá. En Dóra skeytti því engu og þagði. „Ætlarðu ekki að segja neitt?“ Bætti hann við, þegar hún þagði. „Nei, auðvitað ekki. Þú hefir sjálfur sagt að jeg skyldi ekkert segja. Vertu sæll“. Hún gengur inn og skellir á eftir sjer liurð- inni. Hann gengur niður tröppurn- ar. „Auðvitað ekki“, sagði liún. Var hægt að ganga öllu lengra? Ástin á Dóru var óðara rokin út í veður og vind. En Láki var ekki af baki dott- inn. Eklci er fullreynt enn, bugs- aði liann, og margur á sín lengi að vænta. En þar sem skriftirnar höfðu borið svo lítinn ávöxt, ákvað hann nú að reyna persónulegan máls- og hugsunarkraft. En til þess þurfti liann allmikinn um- hugsunartíma, því öllu varð að gjöra ráð fyrir, bæði liklegu og ólíklegu. Að svo komnu máli dubbaði liann sig upp og lagði af stað í hina örlagaríku ferð. Til vonar og var hafði hann sent brjefið góða á undan sjer, án nokkurra tilmæla um svar. Enda liafði svarið heldur eklci komið. „Auðvitað ekki“. Var ekki von að Láka tetrinu dytti það í hug, eftir það, sem á undan var geng- ið. Svo hefði eflaust fleirum far- ið. En Láki var ekki á þeim bux- unum að setja það fyrir sig, held- ur bjó sig sem skjótast í bardag- ann. Nú fór hann til föður meyj- arinnar, og tjáði honum sínar ástarraunir, og bað hann ásjár og liðsinnis gagnvart stúlkunni. En gamli maðurinn tók því lield- ur dræmt, þó Láki særi og sárt við legði, að lífið væri sjer ekki túskildings virði án meyjarinnar. „Hún ræður sjer sjálf, stelp- an“, sagði hann og meira fjekk Lálci eklci upp úr honum. Iívenfólkið er þó altaf, eða oft- ast bljúgara fyrir tárum og and- vörpum, liugsaði Láki og með þeirri liugsun fór liann til gömlu konunnar. Og öll hans inni- byrgða ást braust nú fram í orða- og tárastraumum. Hann margfullyrti, að dauðinn væri sitt eina athvarf, ef stúlkan brygðist. Svo undur lieit var ást- in, sem hann hafði borið í brjósti til hennar, um geysilangan tíma, frá því hann fór fyrst að hugsa um slíka hluti, hjelt hann. Gömlu konunni runnu í brjóst raunir lians og hún var góð við hann og huggaði hann og hjet honum aðstoð sinni, og fullyrti, að orð sin mættu sín mikils, ef liún beitti sjer. Láki þerraði lár- in af augunum. og fór að hugsa um, livað það væri ciginlega gaman að lifa, enda fór líka hag- uririn að vænkast þegar sú gamla var búin að taka málið i sínar liendur. Leið heldur elcki á löngu þar til Láki gat strokið liendumi um hjartagrófina, og fundið hjartað titra af fögnuði sigur- vegarans. Um hug stúlkunnar skyldi eng- inn grenslast. En eftir hugboði Láka liefir hún sjálfsagt ekki liaft augastað á neinum sjerstök- um eða þá að minsta kosti ekki haf t neina sjerstaka vissu eða á- kveðna von í þá átt. En eitt er víst og það er það, að eitt hjarta sló þó af óblöndn- um fögnuði daginn þann, sem þau Láki og Lára voru vígð saman í beilagt lijónaband. Og Láki hneigði liöfuðið, svo sem ó- sjálfrátt til samþykkis þegar presturinn hafði yfir sáttmálann og sagði: Það sem guð hefir sam- tengt, má maðurinn ekki sundur skilja. Þetta hafði Láki um siðir upp úr krafsinu. Júðasögur. „Heyrðu, Blum! Er það satt að vatnið sjóði við 100° c.?“ „Já, það er alveg satt“. „Nú, en segðu mjer eitt: hvernig fer vatnið að vita að þaö er orðið 100° heitt?“ ----x----. Meðan stóð á ófriönum mikla hitt- ust tveir liermenn, annar frá Jerúsa- lein (Gyðingur) en líinn frá Róma- borg (ítali) og tóku hvern annan tali. Þá segir ítalinn. „Þú ert altaf að segja þessar fá- dæma sögur af löndum þínum, Gyð- ingum, hvað þeir hafi gjört margt og mikið. En veistu hvað fanst hjerna í Róm nýlega, niðri i jörðunni, þegar verið var að grafa grunn undir húsi?“ „Nei, það veit jeg ekki. Hvað var það?“ „Það var járnþráður“. „Já, já, og hvað svo?“ „Skilurðu það ekki, maður?" Skil- urðu það eklci asninn þinn, að forn- Rómverjar voru búnir að finna upp símalagningu?“ Júðinn jiagnaði stundarkorn, — það gekk alveg fram af honum. — Eftir litla stund segir hann: „Þetta þykir mjcr elcki sjerlega merkilegt. Veistu hva'ð fanst nýlega í Jerúsalem, þegar verið var að grafa í jörð?“ „Nei, ekki veit jcg það. Hvað var það svo sem?“ „Ekkert“. „Nú—nú?“ „Skilurðu það ekki, asninn þinn, að forfeður mínir voru búnir að finna upp „þann þráðlausa?“ — msæ&ázmim Fálkinn fæst eftirleiðis lcej’pt- ur*á Hotel Borg (lóbakssöluimi).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.