Fálkinn - 14.06.1930, Qupperneq 6
6
F Á L K I N N
Einkennileg og fögur fjallmyndun og bygging við klettaströnd Korsiku.
þann samning með sjer, 1768, að
Frakkar skyldu sjá um að lialda
uppreisnarmönnum í skefjum og
ráða fyrir eynni þangað til þeir
liefðu fengið endurgoldinn allan
kostnað þann, sem þeir höfðu
haft af hjálpinni við Genúamenn
og liernaðinum á Korsíka. Paoli
veitti enn viðnám um stund í
von um að fá liðsauka hjá Bret-
um, en er hann brást gat hann
ekki reist rönd við Frökkum og
tókst þeim það á einu ári, sem
Genúamönnum hafði ekki tekist
á mörgum öldum. En kostnaður-
inn af hernáminu varð um tvær
miljónir franka, og hann gátu
Genúamenn ekki greitt og fengu
Frakkar því eyjuna, árið 1769.
Sama árið fæddist Napoleon
mikli, en eftir að eyjan var orð-
in frönsk. Munaði því minstu,
að þessi síðari keisari Frakka og
einn kunnasti hershöfðingi ver-
aldarsögunnar fæddist undir fána
Genúamanna. Sama árið fór
Paoli til Englands til þess að
fá lijálp þar í sjálfstæðisbarátt-
unni. Óeirðir hjeldu áfram á
Korsíka og í byrjun frönsku
stjórnarbyltingarinnar voru um
tíma horfur á, að Korsíka fengi
einskonar heimastjórn, en þegar
Jakobinar náðu völdum í Frakk-
landi hvarf sú von aftur. Sneri
Paoli þá heim til Korsíka og byrj-
aði uppreisn aftur með nokkurri
aðstoð frá Englendingum og árið
eftir tókst lionum að koma á
beimastjórn á Korsíka undir yf-
irforræði Englendinga. En þetta
lijelst þó ekki nema til 1796, því
þá kom her Napóleons til skjal-
anna og lagði eyna aftur undir
Frakka. Eftir það flýði Paoli
aftur til Englands; þótti sjálf-
stæðismönnum á Korsíka hann
hafa brugðist illa skyldum sín-
Svona er umhorfs ú almúgaheimili ú Korsíka og líkt þessu hefir her-
bergið verið, sem Napoleon mikli fœddist í.
(Wínarpylsur)
nesti á Þingvallahátíðina. Það
Lndhægast og sennilega ódýrast.
SLÍTURFJEL46 SUBUBLANDS
REYHJAVIK
SÍMNEFNI: SLÁTURFJELAO
LÍNUR)
Það er skemtileg tilviljun, að á 10 alda afmæli
þingis íslendinga, skuli nðursuðustarfsemi vor eiga 10
afmæli. Alt, sem landsmenn losna við að sækja til annara
landa, er spor í áttina til aukins sjálfstæðis og velmeg-
unar, — og sú 10 ára reynsla, sem fengin er fyrir gæðum
niðursuðuvara vorra, er næg trygging fyrir því, að ekki
þurfi að flytja hingað frá útlöndum, i
tegundir:
Kindakjöt
Kjötkál (hvítkál og kjöt)
Kæfu
Bayjarabjúg
Fiskbollur
Fáið þessar vörur í
mun reynast yður best, handhægast og :
Fæst í flestöllum matvöruverslunum.
um, sem föðurlandsvinur, er
hann ljet Englendinga verða for-
ráðendur eyjarinnar. Paoli hvarf
þá til Englands og dó þar, árið
1807.
Korsíkumenn halda fast við
forna siði eins og margarafskekt-
ar þjóðir. Þar er blóðhefnd enn-
þá óskrifuð lög margra, einkum
fjallabúanna og þykir sá maður
bregðast sóma ættarinnar, sem
ekki liefnir morðs á ættingja
sínum, í sömu mynt. Stigamenn
hafast enn við á Korsíka og gera
friðsömu fólki ýmsar skráveifur.
Eru margar sögur til af þeim og
afrekum þeirra og sumir þeirra
ná þjóðfrægð, eins og Skugga-
Sveinn hjer eða Hrói höttur í
Englandi.
Korsíkubúar eru litlir fram-
faramenn. Land þeirra er frjó-
samt en illa ræktað og lands-
menn lifa flestir frá liendinni til
munnsins og láta hverjum degi
nægja sína þjáning. Rækla þeir
einkum hveiti, rúg, aldin og olíu-
við og liafa talsverða kvikfjár-
iækt. Stærsti bærinn er Ajaccio.
í Rússlandi eru 150 miljónir manna
en aöeins 23.000 bifreiðar, en í Kali-
forníu 3 miljónir manna og hálf önn-
ur miljón bifreiða. í Moskva eru að-
eins 120 lokaðar bifreiðar en eiga að
verða 2000 að óri, og 3000 almenn-
ingsbifreiðar stórar en eiga að verða
1400 eftir þrjú ár — ef peningar
verða til.
-----X-----
Á Pislarsögusjónleikjunum í Ober-
ammergau er verð aðgöngumiða, 15,
20 eða 10 mörlc að sýningu hverri.
Leiksýningarnar hefjast kl. 8 að
morgni og standa til kl. 8, en frá geng-
ur timi til miðdegisverðar. En til þess
að geta fengið keypta aðgöngumiða
að leikjunum verður maður að sýna
skilríki fyrir, að maður hafi keypt
húsnæði og mat fyrir daginn og morg-
unverð fyrir næsta dag. og það kostar
frá 48—33 mörk, eftir dýrleika gisti-
húsanna, sem i boði eru.
----x----
Fjelaga tala bifreiðafjelags Banda-
rikjanna er nú 1.400.000. Hjer á landi
er ekkert bifreiðafjelag til og væri þó
ekki vanþörf á, því að fjelðg þessi
vinna að ýmsum nauðsynjamálum er
að bifreiðaakstri lúta.
----x——
Kínverjar hafa í hyggju að leggja
11 nýjar þjóðbrauíir um landið, þvi
að vegaleysið verður æ tilfinnanlegra,
sjerstaklega eftir að bifreiðum fór að
fjölga þar. Til þess að koma þessari
óætlun í framkvæmd vantar þá ekk-
ert nema — peningana. Eiga þessir
vegir að vera undir stjórn jórnbrauta-
ráðuneytisins og eiga bílaviðgerðar-
stöðvar að vera meðfram veginum.
------------------X------