Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdast].: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Yngsta þjóð Evrópu heldur hátíð- legt afmæli elsta þingsins i heimi. Það eru sömu andstæðurnar i þessu eins og svo mörgu öðru, sem islenskt nafn ber. ísland er andstæðuland. Þar mæt- ist ís og eldur á nútímastigi og í svo náinni viðkynningu, að tungur jökl- anna sleikja eiminn frá hverunum. Og í íslendingnum býr eldur i djúpi undir jökulhjúpi. Andstæðurnar koma fram í öllu lífi þjóðarinnar. ísland þykir annaðhvort gott eða vont, en aldrei í meðallagi. Stundum kliðar loftið af eintómri vel- gengni, hlöðurnar standa fullar í sveitunum og fiskurinn veður uppi á miðunum — næsta ár gengur alt á móti og barlómurinn syngur um gras- brest, rosa og fiskileysi. íslendingar eru frekar háðir nátt- úruöflunum en flestar menningar- þjóðir aðrar. Landið kennir þeim að finna til vanmáttar síns og minnir þá á, að ofmetnast ekki. Náttúran getur leikið sjer að því, að leggja steinhellu yfir margra áratuga verk eða eitra fyrir bústofn landsmanna á einni nóttú. En er ekki einmitt margt af bestu eiginleikum þjóðarinnar knúð fram við þetta. Hefir ekki ein- mitt áhættcm haldið þjóðinni vak- andi og tjónið kent henni að láta aldrei hugfallast? Það er talið nauðsynlegt, að koma atvinnuvegunum i tryggara liorf, fækka mörgu kúnum hans Faraó. Og vissulega getur mikið áunnist i þvi efni og liefir þegar áunnist. En þó verður áhættan jafnan meiri en lijá öðrum Evröpuþjóðum. Og líklega er það ekki nema gott. Ef ferill þjóðarinnar færðist á flat- neskjuna, án þess að ganga i bugð- um þvert yfir liálsa og dali eins og nú, er hætt við að værð kæmi yfir þjóðina og hún fitnaði um of. En náttúran sjer við þessu. Hún leggur liamrabelti og gilskorninga í þvera þjóðbrautina, handa vegfarendum að glíma við. ísland verður altaf ýmist gott eða vont, en aldrei i meðallagi. Og, af misjöfnu þrífast börnin best. Um víða veröld. ----X---- ÞJER KAUPIÐ FALSKAN DEMANT, I einum fínasta klúbbnum í Wars- chau hilti pólskur greifi og stór- eignamaður mann, sem kallaði sig obersta og kvaðst vera kósakkahöfð- ingi. Bar hann hring eínn, með sjer- lega fallegum steini. Steinn þessi vakti almenna athygli manna vegna stærðar sinnar og fegurðar og eink- um fanst greifanum mikið til um hann. Safnaði hann sjálfur gimstein- um og lagði strax ágirnd á þenna. Dag nokkurn þegar kósakahöfð- inginn var í klúbbnum og stóð og skeggræddi við einhvern gestanna, gekk greifinn til hans og spurði hann hvort hann vildi selja hring- inn, hann langaði til þess að kaupa hann í gimsteinasafn sitt. — Mjer þykir ánægjulegt að yður skuli lítast svona vel á bláa brilljant- inn minn, svaraði kósakkinn, en því miður er hann ekki ekta. Jeg er viss um að hann er eftirgjörður, jeg ber hann aðeins af því sem hann er, minjagripur. Það er annars ágæt eft- irlíking það verð jeg að viðurkenna bætti hann við. — Töluðu þeir nú lengi saman um málið og kósakinn skýrði þeim frá að hann hefði fengið hringinn hjá indverskum maharajali, sem hann hefði forðað frá druknun. Það hafði þó seinna komið í ljós, sagði hann að þessi dýrmæta gjöf var eftirliking. Greifinn var þó með sjálfum sjer sannfærður um að steinninn væri ekta. Hann stakk þvi upp á þvi við kósakkann að þeir skyldu fara báð- ir saman til gimsteinasala og láta hann rannsaka steininn, en kósakk- inn hló og sagði að hann kærði sig ekki um það, hann væri þess alveg fullviss að steinninn væri falsaður. En þjer getið farið einn sagði kó- sakkinn. Gerið svo vel! Dró hann hringinn af fingri sjer og rjetti greifanum hann, sem skrif- aði ávísun á 200.000 sloty og rjetti að kósakkanum í tryggingu fyrir hringinn. Greifinn fór nú á fund gimsteina- sala, sem hann þekti persónulega. Hringurinn var vandlega skoðaður og úrskurðað að hann væri ekta og einhver sá fegursti steinn, sem gim- steinasalinn hafði sjeð. Hann var 250.000 slotya virði minst, áagði gim- steinasalinn. Daginn eftir fjekk greifinn kó- sakkanum hringinn aftur, og sagði honum frá rannsókninni. Kósakkinn setti hringinn upp aftur, og sagði að hann væri engu að síður óekta. Greifinn vildi samt sem áður óvægur kaupa hann og bauð honum 100.000 sloty fyrir hann. Hressingarskálinn í Pósthússtræti 7 var opnaður á annan í jóliun í vet- ur. Er liann nú þegar orðinn eitt vinsælasta kaffihús i bænum. Sjer- staklega þykir mikil framför að ís- og gosdrykkjavjelinni, sem þar er, enda er í henni hægt á sköinmum tíma að búa til allskonar isdrykki og gosdrykki. Má búast við því í smnar, að aðsóknin að skálanum verði afar mikil, eftir því sem reyndiri er orðin í vetur og vor. Það er Björn Björns- son bakari sem rekur hressingar- skálann og eru kökurnar þar vitan- lega frá hinu þjóðfræga Björnsbak- aríi í Vallarstræti. Konsúlsfrú M. Olsen, Austur- Sjera Arnór Árnason, Hvammi hlíð, verður 50 ára f östudaginn varð sjötugur 16. febr. s.l. 11. þ. m. — Nú, jæja þá, fyrst þjer endilega viljið, þá inegið þjer það svo sem mín vegna. Það er stór upphæð og jeg verð að viðurkenna að hún freist- ar mín. En jeg held því ennþá fram i viðurvist þessara vitna að hringur- inn er falskur. Greifinn kaupir falsk- an hring! sagði hann svo hátt að allir þeir, sem viðstaddir voru heyrðu það. Að svo inæltu keyptu þeir og greifinn fjekk hringinn en kósakk- inn ávísuninn. Daginn eftir sýndi greifinn öðr- um gimsteinasala hringinn og hann dæmdi hann falskann. Greifinn flýtti sjer nú til gimstoinasalans, sem hafði rannsakað hann daginn áður og hann sá strax að þetta var annar hringur en sá, sem hann hafði haft til rannsóknar þá. Kósakkinn hafði skift um liringa án þess nokkur yrði var við. Sjálfur hafði hann staðið á því fastara en fótunum að hringurinn væri falsað- ur. Greifinn liafði þvi engar sann- anir á kósakkann. Einasta huggunin fyrir greifann var sú, að hósakkinn var súmstundis rekinn úr klúbbnum. ----x---- ÓVENJULEG ATVINNA. Ameríkani hr. Hill að nafni hefir fundið upp óvenjulega atvinnugrein eftir þvi, sem New York blöðin herma. Hann stendur sem sje daginn út og daginn inn við Niagarafossinn og biður eftir því að einhver ofur- huginn kasti sjer út í hann og reyni að synda yfir. Vanalega drukna þeir, sem þetta reyna, og Hill veiðir þá upp líkin og fær laun fyrir. Hann hefir á þennan liátt skapað sjer dá- litlar eignir svo hann getur lifað á- hyggjulausu lífi það sem eftir er æf- innar. En Hill er ekki ánægður með það. Hann er nú samtals búinn að fiska upp lík af yfir hundrað manns, sem á ýmsan hátt hafa reynt að komast yfir fossana, og nú er hann ákveðinn í að reyna þetta sjálfur. Hingað til hefir þó ekki nema 3—4 lieppnast að komast yfir heilum á húfi. Með- al þeirra var jafnvægismaðurinn Blondin, sem tvívegis gekk yfir á kaðli, sem spenlur var yfir fossinn. Fyrir 40 árum síðan fór Englending- ur niður fossinn í tunnu og komst beilu og liöldnu, og fyrir tveim ár- um síðan sigldi maður niður eftir fossunum í gríðar stórum kautsjúk- lnietti, en Webb skipstjóri, sem reyndi að synda yfir samtímis drukn- aði. Hill hefir lært af reynslunni og hefir hann nú látið gera sjer tunnu, sem er vatteruð innan, svo þess verð- ur ekki vart þó hún kastist nokkuð óþyrmilega til. Tunnan er 2,25 metrar að lengd og 1,20 m. að þvennáli. Hill ætlaði að gera tilraun um þess- ar mundir, ef hún hepnast vinnur hann talsverða fjárupphæð, sem gef- in hefir verið af nokkrum íþrótta- mönnum, sem gaman hafa af glæfra- legum tilraunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.