Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N íbúar Filippseyja að steikja engisprettur til miðdegisverðar. flokkum í Afríku eru engisprett- urnar jetnar. Þykja þær lierra- manns rjettur. Þær eru bæði soðnar og steiktar og horðaðar með góðri lyst. Margir af þessum Morðínyl i þakhlætisskyni Vanþakklæti er laun veraldar, segir gamalt máltæki, sem vanalega reyn- ist rett. Og undantekningarnar styðja eins og kunnugt er aSeins regluna. Þó skal hjer sagt frá einu sjerstak- lega góðu dæmi um undantekningu frá þessari reglu. AS vetrarlagi árið 1918 vildi svo til að skólasveinn nokkur Wilhelm Lack datt út af bryggjunni í Memel. Hann hefði sjálfsagt druknað ef ekki hefði borið þar að ungan mann, sem Fritz Bernecker hjet, kastaði hann sjer út eftir drengnum og bjargaði honum. Þó nokkru seinna komst Lack að því hver lífgjafi hans var. Árið 1920 las hann í blaði að Bernecker hefði verið dæmdur í æfi- langt fangelsi fyrir að hafa myrt mann til fjár. Bernecker tókst þó að flýja úr fangelsinu, lifði hann eftir það æfintýralífi og hnuplaði sjer til fjár, einkum i nánd við Memel. Lack hafði hitt lífgjafa sinn nokkrum sinn- um og fann hann til þess að hann ætti honuin mikið upp að unna. Lack reyndi þó einusinni að selja Ber- necker stolna silfurmuni, tókst það svo illa, að hann var settur í fangelsi og fjekk að dusa þar í eitt ár. Skömmu seinna náðist líka í Bernecker, braust hann þá aftur út, var tekinn og flutt- ur í ríkisfangelsið í Insterburg. Þegar Lack hafði setið af sjer brot sitt rjeðist hann á skip og sigldi um viða veröld sem kyndari. En hann gleymdi aldrei lífgjafa sínum og sendi honum oft bæði hækur, peninga og blöð og skrifaði honum altaf. Loksins fjekk hann, eitt sinn er liann dvaldi i Hamborg, brjef frá Bernecker — innfæddu kynstofnum, sem búa langt frá beimsmenningunni, lita á engisprettuna með liinum mesta trúarfjálgleik. hvernig hann hefir farið að lauma því út úr fangelsinu vita menn ekki — segir hann Lack þar nákvæmlega hvernig liann eigi að fara að hjálpa honum til að komast út úr fangelsinu. Átti Lack að látast vera frændi hans og koma í fangelsið undir þvi yfir- skyni, og áttu þeir siðan að flýja strax saman. í desember í fyrra tókst Lack að komast inn í fangelsið og fjekk að tala við Bernecker. En flóttinn mis- liepnaðist. Voru tveir fangaverðir skotnir af þeim fjelögum með skamm- byssum, sem Lack hafði tekið með sjer. Bófarnir flýðu báðir inn í klefa Berneckers og kom þeim saman um að ráða sig sjálfir af dögum. Bernecker hafði falið þrjár skamm- byssur í klefanum, hafði hann stolið þeim frá fangavörðunum og ætlaði að nota þær við uppreisn, sem búið var að ráðgera þar í fangelsinu, skaut hann sig i hjartastað og mælti um leið við vin sinn. — Þú ert ennþá ungur. Þú getur í mesta lagi fengið 15 ára fangelsisvist. Lack opnaði síðan dyrnar og gafst upp án nokkurs mótþróa. Spá Ber- neckers um fimtán ára fangelsisvist reyndist þó ekki rjett. Dómstóllinn í Insterburg dæmdi Lack til dauða og tók liann dauða sínum með hinni mestu rósemi. Yfirleitt var hann mjög rólegur og stiltur meðan á yfir- heyrslunni stóð. En þegar hann skýrði frá dauða vinar síns fjekk það svo mikið á hann að hann fór að gráta. Menn getur greint á um hvort ekki hefði verið betra að Bernecker hefði lofað Lack að drukna 1918 heldur en vera þess valdandi að hann yrði hengdur ellefu árum síðar, Einkennileour þjðfnaður. Kirkjan í Kosov í Ukraine á mjög merkilegan og dýrmætan kross, sem er alsettur dýrindis steinum. Einu sinni á ári er krossinn tekinn upp úr kistu. Það er við hina svokölluðu „Jordans hátíð“, þegar fljót það, sem rennur í námunda við bæinn er vígt. Tveim náungum frá Lemberg hug- kvæmdist fyrir skömmu að nota sjer þetta tækifæri til þess að ná tangar- haldi á krössinum. Þeir höfðu kom- ist á snoðir um hvar vígslan átti að fara fram. Bjett áður en hátíðin hófst steypti annar þeirra sjer út i ískalda ána og hann pjakkaði vök í ísinn skamt frá. Þegar presturinn stakk krossinum niður í vatnið var hann rifinn af honum af ósýnilegiun mætti og hvarf sjónum hans. Mannþyrpingin varð dauðskelkuð og það leið langur tími áður en hægt var að fá lögregluna til að taka sjer eitthvað fyrir hendur. Voru nú sótt- ar axir og ísbrculdar og pjakkaður upp ísinn. Á fljótsbotninum fanst lík af manni, hjelt hann krossinum i ann- ari hendi. Það var þjófurinn. Strax á eftir náðist í fjelaga hans. Hann ját- aði að þeir hefðu ætlað að stela kross- inum. En þeir höfðu ekki gætt þess hvað vatnið var kalt. Hafði þjófur- inn fengið krampa og sokkið. ---x---- f NAFNI LAGANNA. Það er ágætt að vera löghlýðinn, en af öllu má of mikið gera, það verður að liafa vitið með í því sem öðru. Það er yfirleitt ágætt að hafa vitið fyrir ráðgjafa. Ástæðan til þess að við förum að hugsa svona heimspekilega er sú, að nýlega kom fyrir atvik í París, sem ekki lýsir sjerlega mikilli hyggui. Ríkur Parísarbúi nokluir er á ferða- lagi upp í sveit, veiktist liann snögg- lega og dó. Vinur hans einn, sem jafnframt átti að sjá um dánarbúið fór til þess að vera við jarðarförina. En áður en hann færi skipaði hann þjónustustúlkum hins látna að gera hreint í húsinu á meðan. Samtímis skipaði hann svo fyrir að ekki mætti lileypa neinum inn fyr en hann kæmi aftur sjálfur. Vinur hans átti nefnilega mjög dýrmæta húsmuni, sem enginn mátt snerta nema hann. Stúlkurnar tóku nú til óspiltra mála með að hreinsa og laga alt til. En í miðju kafi kom maður úr skiftarjettinum, hann barði og hringdi, en stúikurnar luku ekki upp, því þær höfðu fengið ákveðnar fyr- irskipanir um það. Þær töluðu þó við manninn gegn um skráargatið og sögðu honum að hann mætti ekki koma inn. Nú jæja þá maður- inn átti bara að innsigla liurðina, og þar sem hann ekki heldur hafði uppgötvað að menn hafa fengið vit- ið til þess að nota það, setti hann innsigli á báðar hurðir, og fór síð- ap burtu. íbúðin var á þriðju hæð og stúlk- urnar voru nú lokaðar inni og gátu ekki koniist út. Það liðu tveir dagar áður en vinur hins látna kom aftur og þegar hann skyldi hvernig í öilu lá gerði iiann boð eftir lögreglunni. Lögreglan kom og leit á innsigling- una og þorði ekki að hreifa hana. Fyrst varð að gera skiftarjettinum viðvart, en það var laugardagur og formaðurinn hafði farið upp í sveit. Loksins að fjórum dögum liðnum kom tilkynning um að brjóta mætti innsiglið og setja nýtt í staðinn. Gátu nú stúlkurnar komist burtu. Til allrar hainingju hafði verið til dálítill mat- ur í búrinu svo þær þurftu ekki að svelta. En ef nú hefði dregist að vin- urinn hefði komið heim aftur og ef formaður skiftarjettarins hefði dvalið dálítið lengur í sveitinni þá er ekki að vita liverig farið hefði. Báðir að- iljar gerðu svo sem fýrir þá var lagt, samt sem áður tókst það svona ó- heppilega. Það er þessvegna að við viljum mæla með þvi að þeir noti vit sitt sem hafa það. ----x----- Essex vmnur Ansaldo-liolhlaup. Ansaldo-hlaupið er erfiðasta þol- hlaup fyrir bifreiðar, sem haldið er í Evrópu. Þegar síðasta hlaupið var háð í Frakklandi í vor var aðstaðan verri en venja er til vegna þess að miklar rigningar höfðu gengið. Enda komust ekki nema 62 af 87 bilum alla leið. Hlaupið er 4500 km. langt og í 9 köflum. Tiigangur þess er að sýna, hvernig bílarnir standast hinar marg- víslegu hindranir, svo sem snarbratt- ar brekkur, grýttan eða blautan veg o. þ. u. 1. og auk þess eru eiginleik- ar vagnsins þrautprófaðir, t. d. hve fljótur liann er að komast á stað með kaldri vjelinni, hve viðbragsfljótur hann er, hve skjótt hann getur stað- næmst á mismunandi hraðri ferð o. s. frv Allir vagnar sem taka þátt í hlaupinu eru „standard“-vagnar, en ekki sjerstaklega smiðaðir til hlaups- ins, og er því sigur í þessu hlaupi sönnun fyrir gæðum bifreiðarteg- undarinnar yfirleitt. Við siðasta hlaupið vann Hudson- Essex verksmiðjurnar fyrstu verð- laun, Ansaldo-bikarinn, fyrir Hud- son Great 8“ bifreið. Jafnframt vann verksmiðjan Dunlop- og Spido-bik- arana fyrir fyrnefndan vagn og „Essex Super Six“. Vert er að veita úrslitum þessa hlaups ntliygli lijer á landi, því is- lenskir vegir gera fylstu kröfur til bifreiða. ----x----- Sá sem ekki þolir að líða ilt fyrir hugsjón sína, hefir aidrei eignast nokkra stóra og göfuga hugsun i sálu sinni. ----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.