Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 9
F A L K I N N 9 Sir Thomas Lipton „tekóngur“ og kappsigtingamaður hefir lát- ið síðasta kappsiglingaskip sitt, „Shanrock V“ hlaupa af stokk- unum nýlega ög þótti það merkisatburður. Enski flotinn hefir komið sjer upp mörgum lendingarskipum fyrir flugvjelar. Myndin er tekin þegar ein flugvjelin er að hefja sig til flugs frá slíku lendingarskipi. Mussolini hefir tekið skátahreyfinguna í þjónustu sína. Hefir verið stofnaður i Italtu flokkur ungskáta undir nafninu „Av- antguardisti" og telur hann 395.000 meðlimi; eru margir þeirra vopnaðir. Mikla athygli hefir það vakið víðsvegar um heim, að ung stúlka ensk, sem heitir Anny Johnson hefir flogið alla lcið frá, Englandi til Astralíu á lítilli flugvjel. Er Anny af norðurlanda- ætt. Hún hefir hlotið þann heiður að skipa þann sess meðal fljúgandi kvenncþ sem Lindberg skipar meðal karla. ; Myndirnar hjer að ofan eru af jarðarför hins fræga manns, Friðþjófs Nansens prófessors, sem fór fram í Osló á hátíðis- degi Norðmanna, 17. maí. Á efri myndinni sjest líkfylgdin leggja af stað frá háskólanum en á neðri myndinni sjest Sem, Sæland rektor halda minningarrœðuna, við aðaldyr háskólans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.