Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN og uppörfa hina, sem ennþá var einhver von um að hægt yrði að bjarga. Aðeins fáum tímum áður liafði Gabríel verið latasti og að ýmsu leyti gagnlausasti maður á eynni, nú var hann starfsamastur allra og sjálfsagt sá allra viljugasti. Honum datt ekki íliug að hræðast hina ógurlegu veiki og brátt kom einnig í Ijós að hann þekti ekki til þreytu. Ekkert virtist mæða hann. Hann fjekk að vita hverjum skyldum hann ætti að gegna og komst nærri ótrúlega fljótt upp á það, sem hann átti að gei’a. Þannig unnu þeir alt að því mánuð. Eftir því sem fólk það, sem flúið hafði upp í hæðina veiktist, voru sjúklingarnir fluttir niðureftir í pestarbælið fyrir neðan. Þeir, sem gáfu upp andann voru huglxreystir á síðustu augnablikum lífs síns af manni þeim, sem þeir höfðu leikið svo grimmilega og þegar alt var afstaðið og baráttunni lokið var það hann sem lokaði hátíðlega aug- um þeirra og lagði þá til hinnar hinstu hvíldar í kirkjugarðinum á bak við borgina. Oftar en einu sinni liafði læknirinn farið að efast um að hin veiklaða líkamsbygging fjelaga hans myndi þola alla þessa áreynslu og oft hafði hann verið kominn á fremsta hlunn með að skipa honum að hlífa sjer. En ábyrgðartilfinningin, sem öllum fyrir- skipunum er sterkari, liafði gagntekið Gabri- el og hann var ekki lengur áhyggjulausi flækingurinn sem liann einusinni hafði ver- ið, en maður búinn til hreystiverka, og það sem meira var, hæfur til að framkvæma þau. Þó liann aldrei leiddi hugann að því, þá var nú svo komið að fjendur hans voru fallnir í hendur honum og hann gat kom- ið fram meiri hefndum, heldur en hann undir nokkrum öðrum kringunlstæðum hefði getað vænst eða vonast eftir. Smátt og smátt fór veikin að rjena. Það fækkaði óðum þeim, sem sýktust og þeir, sem tóku liana virtust ekki eins þungt haldn- ir og hinir, sem lögðust fyrstir. Svo ein- kennilega vildi til að síðasta verulega alvar- lega tilfellið var enginn annar en dómar- inn Casey, frumkvöðull að hinni grimmi- legu háðung, sem Gabriel hafði átt að sæta nokkrum mánuðum áður, sem nú virtust raunar vera mörg ár. Það var tuttugasta og áttunda morguninn eftir að Gabríel hafði tekið að sjer að gerast aðstoðarmaður lækn- isins, að þeir sáu rauða fánann blakta uppi á hæðinni qg vissu að nýr sjúklingur biði liinna lijálpfúsu lianda þeirra. Eins og þeir voru vanir brugðu þeir strax við og fóru upp á hásljettuna þangað sem sjúklingur- inn var fluttur, og þeir voru vanir að vitja þeirra, sem hjálpar þurftu með. Það var Casey, sem lagstur var. I þetta sinn reyiidist sjúkdómurinn sjer- staklega þrálátur. Dag eftir dag vann Gabríel hjúkrunarstörf sín við sæng sjúklingsins með takmarkalausri þolinmæði og beið og von- aði þess að sjá einhver merki þess að bati væri í aðsigi. Sama kvöld og sjúklingurinn var úr allri hættu kom læknirinn þjótandi þangað sem aðstoðarmaður hans var önnum kafinn við iðju sína og sagði honum að skip væri að sigla inn fyrir rifið inn á pollinn. Samkvæmt fyrirskipun lians hljóp Gabríel niður til strandar, hrinti fram báti og reri út að skip- inu. Af ástæðum, sem honum einum voru kunnar, lagðist hann ekki að skipshliðinnni, heldur hamlaði bátnum sem svaraði þrem bátslengdum frá afturstafni skipsins og kall- aði þaðan upp. „Hvað gengur á í landi?“ kallaði stýri- maður úr afturstafni, „bærinn sýnist vera auður og yfirgefinn". „Bólusótt“, svaraði Gabríel liægt og rólega „Við erum búnir að missa helminginn af hyskinu úr henni. Þjer skuluð ekki koma i land ef þjer eruð hræddur. Kirkjugarður- inn er nú þegar orðinn nógu fullur. Hvað viljið þjer annars?“ „Það er farþegi með okkur, sem vill endi- lega komast í land í svo sem einn eða tvo tíma“ svaraði stýrimaðurinn, „hann er að spyrjast fyrir um mann, sem honum hefir verið sagt að eigi hjer heima. En það er ekki að vita nema hann sje dauður úr þess- ari blessaðri veiki ykkar“. „Hvað á hann að heita?“ spurði Gabríel, „Jeg hefi tundað mestan Iiluta þeirra manna, sem veikst liafa, jeg hefi grafið þá dauðu með eigin hendi, og þeim, sem hata hefir orðið auðið hefi jeg lijálpað til þess að klifa upp hæðirnar aftur til vina sinna þar“. í sama bili bar lávaxinn mann, gráhærð- an fram að horðstokknum, hann var vel rakaður og snyrtilegur í útliti, húinn hvít- um flónelsfötum. Hann skeggræddi um stund við stýrimann, að svo búnu hóaði liann í Gabríel. „Jeg heiti Price“ kallaði hann. „Jeg er lögmaður frá Chicago og er kominn alla þessa leið frá San Francisco með þessu skipi í þeirri von að geta haft upp á sama- stað herra Gabríel Dollmanns, sem sagt er að eigi heima lijer á eynni“. Undrun Gabríels var svo mikil að liann gat ekki komið upp nokkru orði, en þeg- ar liann hafði áttað sig, mjakaði liann bátn- um nær skipinu, byrgði fyrir munninn með liendinni, eins og hann væri hræddur um að mótstöðumenn lians uppi i hlíðunum heyrðu hvað hann segði og sagðist vera eng- inn annar en sá, sem um væri að ræða. „Þjer Gabriel Dollmann, sonur Dollmanns miljónamærings i Chicago?" lirópaði hinn undrandi, „það er ómögulegt. Þjer eruð að leika á mig, það er jeg viss um?“ „Því getur það svo sem ekki verið?“ spurði Gabríel. „Það er ekki eingöngu mögulegt heldur er það öldungis víst. Læknirinn í landi og hálft annað hundrað manns get- ur borið vitni um að svo sje. Ef þjer ekki viljið trúa mjer, þá getið þjer komið sjálf- ur í land og fullvissað yður um að svo er, og að jeg fe rekki með fleipur“. Sendimaður virtist ekki neitt áfjáður í að fara í land eftir hroðasögur þær, sem Gabrí- el liafði að segja um pestarbælið þar upp- frá og var það því engin furða þó liann hjeldi fast við neitun sina um að verða hon- um samferða þangað. „Jæja, það gerir ekkert til, jeg get sótt læknirinn hingað út, þegar þjer mætið augna- ráði haps býst jeg við að þjer verðið að trúa mjer. Nú hvað er það þá, sem þjer þurfið að segja mjer?“ „Ef svo er, að þjer eruð Gabríel Dollmann, eins og þjer þj'kist vera“ mælti liann, þá verðið þjer að vera viðbúinn að heyra slæm- ar frjettir. Faðir yðar er látinn, herra. Hann fórst við járnbrautarslys fyrir nokkru. Og ganga nú allar hans miklu eignir til yðar, sem einkaerfingja hans. Gerið þess vegna ráð fyrir að þurfa að sanna hver þjer eruð, svo jeg geti fyllilega gengið úr skugga um að þjer sjeuð rjetti maðurinn, jeg býst við að mega óska yður til hamingju með bestu tekjur, sem liægt er að liafa hjer á þessari jörðu, jeg geri ráð fyrir að þjer eigið nú sem svarar fjörutíu til fimtíu miljónir doll- ara eða jafnvel betur. En áður en jeg held lengra verð jeg að fá fulla vissu fyrir því að þjer sjeuð sá maður, sem þjer þykist vera“. Gabríel hugsaði sig um stundarkorn. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að fara að því að sanna sig nema öll nýlendan kæmist á snoðir um leyndarmál hans. „Skip þetta er „Gullna liliðið“ er það ekki? spurði hann. „Jú, það er það“, mælti stýrimaðurinn. „Og nafn skipstjóraris er ....?“ ,yBrown“, svaraði stýrimaðurinn. „Horatio W. Brown. Hann hefir verið svo lengi með því að menn ættu nú að fara að þekkja hann“. „Horry Brown — hvað, jeg held liann þekki mig“, sagði Gabríel. „Sækið hann og við skulum sjá“. Brown skipstjóri var nú þegar sóttur og kom liann upp úr klefa sínum. Enginn spurði hann neins, enda þurfti þess ekki með, þvi þegar hann kom aftur á skipið sá hann manninn, sem sat í bátnum og kallaði til lians: „Halló! Gabríel Dollman! Hvað eruð þjer að gera hjer?“ „Þetta er nóg sönnun fyrir mig“, mælti lögmaðurinn. „Ef Brown skipstjóri er viss um að þjer sjeuð Gabríel Dollman, þá býst jeg við að geta tekið orð yðar trúanleg um það“. „Auðvitað er hann Gabriel Dollman", sagði skipstjórinn, jeg liefi nú þekt hann þessi seinustu fimm ár. Allir á ströndinni þekkja liann lika; hann er einri af slæpingjunum hjerna á eynni“. „Þetta kann vel að vera. En jeg þarf að vera alveg viss“. Dollman stakk hendinni í brjóstvasann og dró upp brjefaböggul, sem hann hafði tekið með sjer úr kofa sínum. Hann rjetti mann- inum, sem stóð við borðstokkinn þau, hann tók hálfsmeikur við þeim og blaðaði í þeim. „Jeg er nú fyllilega ánægður, lierra Doll- man“, mælti hann að lokum, „og vonast til að mega óska yður og fjölskyldu yðar til hamingju með eignir yðar. Ef þjer viljið gera svo vel og róa svolitið nær, ætla jeg að rjetta yður skjölin, sem jeg hefi.tekið með mjer til yðar. Jeg hefi þau lijerna í vasanum. Það er upphæð sem þjer getið tekið á eftir því sem þjer viljið, og sem er nægilega stór til þess að fylla þarfir yðar fyrst um sinn, og jeg liefi einnig skilaboð frá firma mínu um að þeir muni með ánægju greiða allar ávísan- ir frá yður hvað háar, sem þær eru“. Eftir útlitinu að dæma, virtist erfinginn hvorki vera eins ánægður eða undrandi, eins og við hefði mátt búast. „Jeg liefi verið að búast við þessu upp á síðkastið“, mælti liann blátt áfram, „samt kemur mjer það dálítið að óvörum“. „Auðvitað gerir það, herra“, mælti lög- fræðingurinn kurteislega. „En blessaðir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.