Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 M A M M A. upp til himins. Sólin ljómaði á and- lit hennar og fólkið streymdi að í stórum hópum til þess að dáðst að hinu gullfagra listaverki. — Þetta er ímynd hreinleikans sögðu nokkrir, nei, kærleikaiis, sögðu aðrir. Það er sjgur hins eilífa lífs yfir hinni jarðlegu hrörnun. — Nei, l)að er heimsfriðurinn, sem við allir þráum. En það var enginn nema listamað- urinn sjálfur sem vissi hvað það var. — Góð móðir er það besta og feg- ursta á þessari jörðu. Svolitill strákhnokki stóð við Paradísarhliðið og þrýsti andlitinu fast upp að hinni logagyltu grind. — Guð, guð, kæri guð, ertu þarna inni? Strax svaraði djúp og hreimfögur >'ödd, sem virtist titra af ástúð: — Já, Hans litli, hvað viltu? — Þú veist að mamma er svo las- in, þú mátt ekki taka hana frá mjer. Góði besti guð lofaðu mjer að hafa hana hjá mjer, þó ekki sje nema eitt ár ennþá, jeg hefi ekki verið henni eins góður og jeg átti að vera. og Herrann brostí og lofaði honum að hafa hana hjá sjer. — Hans var nú orðinn ungur mað- ur. Með erfiðismunum og mikilli vinnu hafði hann aflað sjer þekk- ingar, en öll barátlan virtist hon- um auðveld við hlið móðurinnar. Hún kysti á ennið á honum þegar verk hans ætlaði að yfirbuga hann, og þegar honum hepnaðist eitthvað var bros hennar hestu verðlaunin. Og það var svo undarlegt að þó ungi maðurinn eltist, mentaðist og yxi í áliti hjá mönnum — já, Guð — Það var leiðinlegt, Hans litli, sagði Herrann. Þá fær hún að vera hjá þjer eitt ár ennþá, en þá verð- urðu líka að nota hvern einasta dag og hverja stund. Hans litli var ánægður, hann strauk hárið á mömmu sinni, sópaði gólfið, bar inn eldiviðinn og vökv- aði blómin hennar. Og þegar hann las skólabækurnar sínar sat hann á litluni skemli við fætur hennar. Það kom aftur roði i kinnar mömmu hans, augun tindruðu og nálin stakst hraðar gegnum saumana. Litla her- hergið var fult af sólskini, þó úti íyrir væri stormur og hríð, eða það fanst að minsta kosti hinum tveim- ur hamingjusömu manneskjum. Tíminn leið alt of fljótt. Árið var brátt á enda og aftur stóð Hans litli við Himnahliðið. — Ertu nú kominn aftur litli vin- minn, sagði Herrann, og hristi svolitið höfuðið. Hefirðu elcki not- »ð árið eins og þú lofaðir mjer? — Kæri, Faðir þú sem alt sjer, hú veist líka að jeg hefi notað hvern úag og hverja stund, en þó er svo »>argt eftir, sem mig langar til að gera fyrir hana mömmu mina. — Timinn var ekki nógu langur. -— Jæja þá verðurðu að fá að hafa hana hjá þjer eitt ár ennþá, þá hlýt- Ur þú að geta komið þvi i verk, sem þú ætlar þjer. Ár eftir ár kom Hans litli, það var altaf eitthvað, sem hann þurfti ^ndilega að gera fyrir mömmu sina, hafði sjálfur gefið honum nokkuð af sköpunarmætti sinum, svo hann var mikill listamaður — var hann þó altaf Jitli Hans þegar hann fór að finna Herrann og biðja fyrir mömmu sinni. Loksins einn góðan veðurdag sagði Guð við hann: — Nú er mamma þín orðin þreytt og nú verð- ur hún að fá að hvila sig, hún þrá- ir það, en vill ekki segja það við þig- — Mamma orðin þreytt og gömul, hún, sem'hefir svo ungt hjarta, ó, guð minn góður jeg skal bera hana á örmum mjer ef hún er orðin þreytt, bara ef jeg má hafa hana hjá mjer. — Hans minn góður, það hefirðu gert hvern einasta dag. En þrátt fyr- ir alla elsku þína geturðu ekki stöðvað rás tímans. Alt jarðneskt er hrörnun háð, og aldrei tekst jafn- vel hestu og mestu mönnum að fram- kvæma alt sem þeir hafa óskað sjer — jafnvel ekki gagnvart móður sinni. — Herra, herra, Hans litli kast- aði sjer grátandi á hnje. — Rístu á fætur barnið mitt, farðu aftur til jarðarinnar og gerðu skyldu þina. Hinn innblásni listamaður hjó mynd móður sinnar i snjóhvítan marmara. Það var ekki gömul kona, bogin í baki, með magrar hendur þunnar varir. Nei, lnin stóð há og hein og rjetti hendurnar fagnandi Framh. af bls 7. barninu. Og hvaða gagn var þá i því að kenna honum það? Nei, það var hreint ekkert vit í þvi, það fann luin best um kvöldið, þegar Sæmundur kysti hana i log- andi lirifningu og bað hennar upp á gamla móðinn. Með kvenlegri lipurð gaf lnin lionum i skyn, að það hefði ekki verið seinna vænna fyrir hann að hefja bónorðið, ef hann ætlaði að koma vel og drengilega fram. Hún minti hann á kvöld eitt fyrir löngu, er þau höfðu verið saman í boði, á- samt mörgum fleirum, og hann fylgt henni heim. — Þetta skeði vikuna áður en hún kyntist Erni. — Sæ- mundur vissi, að hann var töluvert ölvaður og vaknaði úr rotinu undir morgun og lá þá í forstofunni heima hjá henni. En hann hafði aldrei grunað, að. hann hefði notið ástar liennar þá nótt. — Bölvaðui' auli hefi jeg verið, lnigsaði hann. — Þarna hefði jeg þá getað trúlofast henni daginn eftir, i staðinn fyrir að örvænta og verða afbrýðisamur. Jeg er mest hissa á, að hún skuli ekki hata mig og fyrirlíta fyrir þessa framkomu. En liún elsk- ar mig! Aumingja Örn! Hann lijelt sig eiga barnið hennar Línu, Lína liafði ætl- að að fá hann til þess að gangast við því, til þess að það yrði ekki föðurlaust, úr því að faðirinn var svo mikill asni að vita ekki hvern- ig á stóð. Sæmundur fór að leita að Erni. — Jeg veit hvernig í öllu liggur, sagði hann, er þeir liittust. — Þetta var alt saman misskilningur. Það er jeg sein á barnið, en ekki þú. Það er jeg, sem Lína hefir elskað frá því fyrsta. Mjer þykir leiðinlegt að hún skuli liafa gabbað þig svona, en henni var svo mikil vorkunn, eins og á stóð. Og Sæmundur hjelt langa ræðu til að fegra málstað Línu i augum Arn- ar. Erni fanst mikið til um þessar upp- lýsingar og kvaðst mundi hverfa á hrott úr bænum liið bráðasta. — Ætti jeg að skreppa heim til Línu og kveðja? spurði hann. — Jeg hýst við að fara annað kvöld. — Nei, góði, sagði Sæmundur. —- Það er ekki vert að þú sjert að því. Jeg skal skila kveðju til hennar. — Jæja, það er ágætt, svaraði Örn. Svo kvöddust þeir með mestu virktum. Verðið lækkað. Frá í dag eru S.K.F. kúluleg ódýr. — Ódýrari en fyrir heims- stjTjöldina, þrátt fyrir hækkuð vinnulaun. — Þetta er afleiðing af samsteypu verksmiðjanna. Enginn nútímamaður kaupir í dag vjel án S.K.F. kúlulega; þau spara orku og auka rekstursör- yggið. Þau heyra nútímanum til. Nýr aðal-verðlisti frá jiinj 1930. (í gulri kápu).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.