Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Síða 13

Fálkinn - 05.07.1930, Síða 13
F Á L K I N N 13 Grammófónar og Grammófónplötur íslenskar plötur. Harmonikuplötur spilaðar af Gellin og Borgström dansplötur, klassiskar plötur. Nýjar plötur með hverri ferð. Vörur sendar gegn eftirkröfu út um alt land. atrinWaí Hljóðfæraverslun, Lækjargötu 2. Líftryggiö yður þar sem kjörin eru best. Úr ársreikningi Lífsábyrgðarfjel. Thule h.f. 1929: Árstekjur ... kr. 4.621.189.52 Þar af til hluthafa— 30.000.00 (Hluthafar fá aldrei hærri upp- hæð, skv. samþyktum fjelagsins). Lagt í sjóði fjel. kr. 320.272.00 Til hinna trygðu — 4.264.917.52 (yfir 92% af ölluin ágóða fjel.). Ágóðaliluti hinna trygðu útborg- ast árlega að 5 tryggingarárum liðnum, og er ekki hærri 1929 en önnur ár. Lífsábyrgðarhlutaf jelagið T H U L E . Aðalumboðsmaður fyrir íslaud: A . V. TULINIUS, Eimskipafjelagshúsinu, 2. hæð. Sími 254. Símn.: TULIN. Umboðsmenn óskast allsstaðar, þar sein ekki eru umboðsmenn í nágrenninu. Vóllrinn er viðlesnasta blaðið. rommu er besta heimilisblaðið. Miljónamæringurinn i Homströodum. Eftir Guy Boothby. hverir af öðrum af hinni voðalegu pest, sem gekk nú Ijósum logum um eyna og eyddi öllu, sem á vegi hennar varð. Nokkrir tóku báta sina og rjeru til sjávar. Skip fundu bát- ana nokkrum vikum seinna, með hálfrotn- uð lík innan borðs. Aðrir flýðu út í runn- ana og fórust eða báru veikina til hinna innfæddu. Flestir lokuðu sig inni hálfbrjál- aðir af liræðslu og þvertóku fyrir að koma út fyrir húsdyr, nema sulturinn ræki þát út, og annara örþrifaráða gripu þeir til í skelf- ingunni. f fyrstu voru framkvæmdar marg- ar jarðarfarir, þær voru ekki viðhafnarmikl- ar, en þeim mun fljótari voru menn að kasta rekunum. Þegar fram á leið var þó hætt að jarða, ekki þó af vankunnáttu um hættuna, sem þessu fylgdi fyrir þá sem eftir lifðu, held- ur af því að enginn fjekkst til þess að inna þetta starf af hendi vegna hættunnar, sem af því kunni að stafa. Loksins einn skelfingardaginn náði ógnin hámarki sínu, og allir þeir, sem ennþá voru heilir heilsu flýðu í einum hóp úr bænum upp í hæðirnar fyrir ofan og skildu sjúkling- ana eftir eina og ósjálfhjarga. Dag þann, sem þetta hræðilega atvilc skeði, og karlar, konur og börn sáust klifa upp hæðirnar með það af búshlutum sínum, sem það gat komist með, bar svo við að Gabrí- el Dollmann, sem hafði verið lasinn í nokkra daga, skreiddist út úr kofa sínum og hjelt til nýlendunnar, til þess að byrgja sig upp uieð matarforða til vikunnar að vanda. Hann hafði ekki heyrt getið um það, sem við hafði borið í nýlendunni síðustu dagana og kveið því móttökum þeim, sem hann átti i vænd- Um þegar þangað kæmi. Þegar hann var kom- inn niður á aðalgötuna sá hann ekki nokk- urn mann, kom honum þetta kynlega fyrir sjónir og vissi hann ekki hvað hann átti að láta sjer detta í hug um það. Hann leit inn á kúluspilastofu eina um leið og hann gekk fram hjá. Þar var sjald- an autt sæti þegar perluveiðamannaflotarn- ir voru í höfn, en nú var hún auð og mann- laus. Þaðan hjelt hann áfram að „Perlu- mannahvíld“. Drykkjustofan þar sem liann svo oft hafði orðið að líða fyrir liæðni og lilátra eyjarskeggja var einnig galtóm, en í herberginu innar af sá hann gestgjafann liggja endilangan á legubekk i andarslitr- unum og sat læknirinn þar yfir honum. Hann var kaldur og rólegur að vanda, hann hafði hvorki hjúkrunarkonu eða aðstoðar- mann sjer til hjálpar. Þegar læknirinn sá að alt var um garð gengið og ekkert varð að gert í þetta sinn frekar en svo oft endra nær reis hann á fætur gekk út úr herberg- inu og fram í drykkjarstofuna og lokaði hurðinni að baki sjer. Hann gekk að hyllu einni, tók þar ofan whiskyflösku og helti dálitlu úr henni í tvö glös, sem hann tók undan drykkjarborðinu, síðan leit hann til Gabríels og gaf honum bendingu með aug- unum um að koma og drekka með sjer. „Hvað eruð þjer að gera hjer?“ Spurði liann þegar hann hafði tæmt glas sitt og sett það aftur á borðið. „Hvers vegna haf- ið þjer ekki líka hlaupið leiðar yðar eins og allir hinir hölvaðir ræflarnir? Vitið þjer ekki að þessi staður er regluleg dauða-gildra og áður en þjer súið yður við eruð þjer orðinn kirkjugarðsmatur sjálfur?“ Gabríel viðurkendi í einfeldni sinni að um það hefði hann ekkert vitað og bætti við, að hann væri ekki neitt hræddur um að smitast. Hann sagðist hafa heyrt einhvern- tíma sagt að þegar maður væri ekki lirædd- ur við sjúkdóma þá bitu þeir alls ekki á mann. Læknirinn hummaði fyrirlitningar- lega. „Ef menn smituðust af hræðslu, þá myndi ekki standa uppi einn einasti maður núna hjerna megin hæðarinnar. Bleiðurnar! Þeir hlaupa hjeðan eins og rottur úr skipi, sem er að sökkva, og skilja eftir vini sína, sem þeir lofa annaðhvort að synda eða sökkva. Þó jeg hafi oft hugsað með fyrirlitningu um samborgara mína, þá veit hamingjan að jeg hefi aldrei haft eins mikla andstýgð á þeim eins og núna. Ef bara einn einasti þeirra hefði viljað hjálpa mjer núna þá gæti vel verið að jeg hefði getað fengið einhverju áorkað. Eins og nú er komið verð jeg að berjast aleinn og gera hvað jeg get og mín- ir kraftar duga. Það verður harðari barátta en nokkur getur gert sjer í hugarlund“. Læknirinn og Gabríel horfðust um stund i augu. Þeir þögðu báðir um hríð, siðan mælti Gabríel og hræðslukeimur var í rödd- inni, sem stafaði af hæðni og hlátrum fólks- ins fyr meir: „En því ekki að reyna mig? Jeg er fús til að gera alt, sem jeg get. Ef þjer þorið að hætta á að láta mig hjálpa yður get jeg ekki sjeð annað en vel geti farið svo að við getum orkað einhverju í sameiningu“. Læknirinn rjetti honum hendina, og það var eins og sem snöggvast brygði fyrir góð- vildarglampa i hinum köldu augum hans. „Þjer eruð maður, Gabríel Dollmann“ sagði hann „en ekki rotta. Ef þjer eruð fús- ir á að reyna handlægni yðar tek jeg tilboði yðar með þökkum. Gerið það sem þjer getið og við skulum sýna hleiðunum þarna upp- frá hvers virði þessir tveir menn eru, sem þeir eru vanir að skopast að. Þeir eru van- ir að kalla mig „vitlausa lækninn“, jeg veit það svo sem vel“. Þannig var Gabríel ráðinn, sem yfirhjúkr- unar„kona“ eyjarinnar. Klukkutíma seinna var hann búinn að fylgja lækninum um alla nýlenduna þeir höfðu merkt húsin, sem átti að eyðileggja voru búnir að gera ráðstafan- ir um að jarða þá, sem gengnir voru fyrir ætternisstapann og höfðu reynt að gleðja;

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.