Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Annað ráð betra. Eftir Böðvar frá Hnífsdal. Hvert borð var fullskipað í hinum skrautlega kaffisal. Hljómsveitin ljek ivert danslagið af öðru, og við og við stóðu ungir menn og fasljettar ^eyjar upp úr sætum sinum og fengu sjer snúnirig á milli borðanna til að örva lystina. Þegar hljómsveitin þagnaði á milli, heyrðist gjallandi lilátur ungmeyj- anna, glamuryrði og gullhamrar herranna, hviskur á báða bóga blandaðist saman við glasabuldrið og vindlingareykinn, í stuttu máli sagt, bað var kvöld á kaffihúsi með öll einkenni kaffihúsalífs. .. Undir einum glugganum sat Örn Olver ásamt kunningjum sinum. Á borðinu fyrir framan hann stóð kaffibolli, tæmdur til hálfs, en í öðru munnvikinu hjekk vindlingur, og um varirnar ljek þetta einkennilega tví- ræða bros, sem allir könnuðust við, sem þektu hann, en enginn skildi hvað þýddi. Á milli þess sem hann talaði við fylgdarmær sína eða kunningjana tvo °g sessunauta þeirra, leit hann snöggt upp og rendi augunum yfir salinn. Það var eins og hann lang- aði til þess að vega þetta fólk með augunum, skygnast inn i hugskot þess og komast að raun um yfir hverju það byggi. — Ölver, eigum við annars ekki að dansa? ^purði fylgdarmær hans. — Með sapnri ánægju, svaraði hann °g stóð upp. A meðan þau dönsuðu talaði hún eins og stúlkum er titt. Hann svaraði jafnhratt og spurði að því, sem hann vissi að hún ætlaðist til að spurt væri um. Hann vissi hvað við átti í það og það skifti, vissi líka að Jón Árna- son, annar ^unningjanna við borðið, ætlaði sjer að kynnast slúlkunni. Jón hafði boðið henni og systur sinni með sjer í Bíó, en rekist þar á Örn og fengið hann inn í fjelags- skapinn, þegar sýningiu var húin og kaffihúsin næsti liður á skemti- skránni eins og venja var til. Örn vissi, hvar fiskur lá undir steini, þegar Jón kynti þau og bað þau að skemta hvort öðru, hann vissi, að Jón treysti honum til að taka systirina og fylgja henni heim, þegar kaffillúsinu yrði lokað. — Heyrið þjer Örn! Þekkið þjer ekki Olgu Gríms, skrifstofustúlku hjá sendiherranum? — Olgu Gríms! Örn hnyklaði brýrnar og reyndi að muna, hvar hann hafði heyrt þetta nafn fyr, en hann gat ómögulega komið því fyrir sig. — Á jeg að minna yður á? sagði hún glettnislega. — Þjer kyntust henni einu sinni á skipi milli ísa- fjarðar og Reykjavikur. Hún var að koma úr sumarfríi. Þið dönsuðuð saman og genguð svo út á þilfar að dást að tunglsljósinu, og þjer voruð voða-skáldlegur segir liún sjálf. — Það væri nú fullmikið sagt að jeg þekti hana, svaraði Örn, sem mundi nú eftir stúlkunni, sem hann hafði talað við um náttúrufegurð og kvenrjettindi fyrir ári síðan. — Eins og þjer sögðuð dönsuðum við saman, kyntum okkur sjálf og spjölluðum um góða veðrið dálitla stund. Síðan höfum við ekki sjest. — Olga er nefnilega vinstúlka mín, hjelt liún áfram og Örn fann, að nú var á leiðinni eitthvert trúnaðar- málið, sem vinstúlkunum þykir svo gaman að segja frá, hverri um aðra, alt í trúnaði auðvitað. En til allrar hamingju var þá lag- ið á enda, svo að hann gat leitt liana til sætis og hælt henni fyrir dans- inn í áheyrn hinna, er við borðið sátu. — Halló! Örn! Það er með þig eins og leynilögreglumennina í skáld- sögunum, sem sitja á kaffihúsum og fá skriflegar upplýsingar á nokkurra mínútna fresti. Hjer er brjef til þín. Og hann rjetti Ern brjef. Hvernig kom þetta hingað? spurði Örn. — Sambýlismaður þinn kom með það. Hann situr þarna við borðið frammi við dyrnar, Örn settist, kveikti í vindlingi og braut upp brjefið. Enginn dráttur í andliti hans breyttist og brosið var sama og áður, en reykurinn frá vindlingnum þyrlaðist í þjettari strókum gegn um munninn. — Mjer þykir leitt að þurfa að yfirgefa ykkur, mælti hann og stakk brjefinu í vasa sinn um leið og hann stóð upp og hneigði sig fyrir stúlk- unum; — en jeg verð að fara. Skyldan kallar. — Alveg eins og leynlögreglu- mennirnir, sagði Jón. Hann var hálf- gramur yfir að Örn skyldi fara, því að nú var úti um tækifærið það kvöldið. Örn gekk fram að dyrunum. Þeg- ar hann kom að borði Ásmundar sambýlismanns síns, laut hann að honum og hvíslaði. — Komdu ekki heim strax, ekki fyrir kl. 3. — Kvennafar? sagði vinur hans spyrjandi og leit upp. — Afleiðingarnar, svaraði Örn stuttlega og gekk út. Þegar hann var kominn heim, fleygði hann sjer upp í legubekk og Ijet hugann reika hálft ár aftur í tímann. Lína Jóns var lagleg stúlka og skemtileg. Altaf síkát og fjörug. Hann mundi svo vel eftir því, hvernig þau kyntust fyrst. Það var seint um kvöld að hauslagi. Hann þurfti að ná i mann og rauk þangað, sem sá maður átti lieima, opnaði hurðina og hljóp upp stigann. En í þvi að hann var kominn upp í miðjan stigann rakst hann á einhvern, sem kom á hraðrri ferð niður. Hann greip annari liendi um handriðið til *ð verja sig falli, en hinni utan tun þann, sem árekstr- inum olli. Þá fann hann, að þetta var kven- maður. Hann fann fyrir vöðvunuin undir kápunni á handleggnum, sein greip um háls honum i fátinu, og heitan andardrátt leika um kinnar sjer. Á næsta augnabliki náðu þau jafn- væginu aftur, svo að þau gátu staðið óstudd. — Ó! hrópaði hún upp yfir sig. — Guð! Almáttugur! Hvað er þetta? — Fyrirgefið, sagði hann rólega. — Jeg hef sennilega farið nokkuð ógætilega, en myrkrið var svo mikið, að jeg sá ekki handaskil. — Það var alt saman mjer að kenna svaraði hún. — Að jeg skyldi fara svona óhemjulega. En nú skal jeg kveikja ljósið, svo að þjer sjáið til. Örn sá, að þetta var ung stúlka, i meðallagi liá, grannvaxin og fjörleg í fasi. Undan hattinum gægðust fram ljósir lokkar og bláu augun, sem á liann horfðu, voru leiftrandi af orku og — þrá. Hann fjekk að vita nafn hennar og það með, að hún var dóttir hús- eigandans, hafði lengi verið fjarvist- um frá heimili sínu, en var nú ný- komi heim. Hún sagði honum lika, að maður- inn, sem hann ætlaði að finna væri ekki lieinia. Hann liafði farið í ferða- lag um morgunin upp i sveit og væri ekki væntanlegur heim fyr en eftir þrjá daga. Þau urðu samferða út á götuna. — Leyfist mjer að spyrja i hvaða átt ungfrúin ætlar? — Öllum er jafn leyfilegt að spyrja, ansaði hún, — og öllu’m jafn leyfilegt að svara. En þetta er mjög blátt á- fram spurt, og svarið skal lika verða blátt áfram. Yður kemur það hreint ekki við! — Auðvitað ekki, svaraði hann og bauð henni góða nótt. Næsta dag kom hann aftur og barði að dyrum hjá manninum, sem liann leitaði að lcvöldið áður. Lína kom fram á ganginn. — Eruð þjer að leita að Magnúsi? spurði hún. — Jeg sagði yður í gær, að hann kæmi ekki heim næstu daga. — Já, þetta minti mig, viðurkendi hann. — En jeg var ekki viss um, nema minnið hefði lamast eitthvað við áreksturinn. — Skelfing hlýtur þá höfuðið á yð- ur að vera þunt, vesalings maður, sagði hún með uppgerðar meðaumkv- un. Þau töluðust þannig við i nokkra stund. Þá kvaddi hann og fór. Næsta dag kom hann svo aftur og alt fór á sömu leið, nema að nú bauð hún honum að lokum inn og gaf hon- um kaffi. Hún var ein heima í húsinu um þessar mundir, því að faðir hennar var erlendis, og fleira var ekki fólk- ið, að undanskildum leigendunum. Örn fór í sinn besta ham. Hann var eins skemtilegur og honum var frekast unt og lagði sig allan fram til að koma ár sinni sem best fyrir borð. Þegar liann fór hafði liann fengið leyfi til að sækja hana seinna um dag- inn til að fara út á sjó að fiska. Það var blæja logn og spegilsljett- ur sjór. Himininn var alsettur sund- urtættum skýflókum, er ljómuðu eins og allavega litir ballkjólar i kvöld- sólinni. Þau reyndu að fiska, en fiskurinn reyndi að standast freistingu öngl- anna, og hann stóð sig vel. — Þjer eruð ekki eins fisltinn og jeg hjelt, mælti hann og gerði upp færi hennar, er liún hafði lýst því yfir, að nú nenti hún ekki meiru. — Þjer ekki heldur, þótt þjer sjeuð karlmaður, eða þykist vera það, svar- aði liún striðin. — Farið þjer nú aftur í, svo að báturinn skriði betur, þegar jeg ræ í land, sagði hann, og ljet sem hann heyrði ekki stríðið. Hún steig upp á þóptuna til að kom- ast aftur í og tók hönd hans til að styðja sig við. í sama bili sparn Örn fæti við öðr- um borðstokknum og ljet líkamsþunga sinn fylgja eftir. Báturinn hallaðist á annað borðið, svo að sjór fjell inn i hann. Lína rak upp óp og datt ofan af þóptunni. Hann greip hana á lofti og hún þreif daúðahaldi um háls honum. Áður en varði var hann búinn að kyssa hana. — Þjer eruð dóni, sagði hún reiði- lega. — Ekki jeg, heldur báturinn. Og hann bjóst til að halla aftur. — Nei, nei, hrópaði hún og hjelt sjer fastara. Örn kysti hana nú aftur, og aftur, og aftur. Hún hætti að andmæla og gaf sig augnablikinu á vald. — Nú verð jeg að róa i land, sagði hann og losaði faðmlögin, — þvi að það er farið að dimma. Þegar í land var komið fylgdi hann henni heim. Og af þvi að Örn var maður, sem hamraði járnið meðan heitt var, gerði liann meira en að fylgja henni heim. Hann fylgdi henni upp á loft og inn til hennar. Aftur var kyst og faðmast, — elsk- að og notið. Nú þurfti ekki að grípa til neirina bragða til að fá að taka utan um meyna. Hún var fallin fyrir þeirri freistingu, er fiskurinn liafði varað sig á. Á meðan haustnóttin vafði land og sæ i kolsvörtu myrkri, og íbúar hússins sváfu svefni hinna rjettlátu, sátu þau í eldheitum arm- lögum og berg'ðu af þeim áfenga bik- ar, er flestir girnast, en fæstir drekka sjer að skaðíausu. Dagana eftir kom hann oft til henn- ar. En brátt fór honum að hætta að þykja gaman að þeim heimsóknum. Aftur á móti virtist hún verða inni- legri og æstari með hverjum degi sem leið. Vitaskuld var það eðlileg sönnun á óhrekjanlegri staðreynd. Eftir mánuð fór Örn á búrt úr bæn- um, og sá ekki Línu framar. Kvaddi liana niður á bryggju í annara á- lieyrn og sigldi sina leið — að leita nýrra viðfangsefna. — Og nú. — Hann leit á brjefið, sem hann hafði fengið og kveikti enn á ný í vindlingi. — Og nú tók stelpan u.ip á þessum fjar.da að fara að verða barnshafandi og kenna honum það. Það var ekki svo ófyndið uppá- tæki þegar þess var gætt, að hann gat undir ongum kringumstæðum sjeð fyrir barninu. — Látum hana sverja, hugsaði hann um leið og hann stóð á fætur og fór að ga"ga um gólf. — Nei, annað ráð er betra hugs- aði liann með sjálfum sjer, og fleygði sjer aftur i tegubekkinn. Snemma næsta morguns steig hann um borð í skip og að kvöldi sama dags kom hann til kaupstaðarins, þar sem Lína átti heima. Hann vissi lalsvert meira um hagi Linu nú, Iieldur en þegar hann kynt- ist henni. Hann vissi t. d. að liún hafði verið mikið með manni einum, sem hann þe’.di frá fornu fari, vik- una áður en hann kyntist henni. Sá maður virtist í meira lagi hrifinn af Linu, a. m. k. hafði hann aldrei litið Örn rjettu auga síðan hann fór með hana í bátsferðina. Örn fór nú og lieimsótti Línu, tal- aði við hana um lífið og tilveruna og sýndi henni fram á það, að hjóna- bandið væri morð ástarinnar og kvalabekkur konunnar ’sjerstaklegla, nema þegar um skynsemishjónaband væri að raiða. Úr því að hjónaband- ið myrti istina væri þýðingarlaust að byggja það á ást. Og þau elsk- uðu hvort annað, eða svo sögðu þau hvort fyrir sir'. Þá var auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að þau mættu ekki giftast, því að hver vill myrða sina eigin ást með köldu blóði? Það tók nokkra daga að koma málunum í þetta horf, en þegar svona var koinið fór hann að finna Sæmund, þenna vonsvikna meðbiðil sinn, og rir orðlægni Arnar og á- hrifarík 1( .’örð sættust þeir heilum sáttum. Það er til marks um sátt þeirra, að nú komu þeir báðir i heim- sókn til Línu á hverjum degi og oft á dag. Stundum kom það þá fyrir, að Örn sendi Srnuund með skilaboð um það að hai. j gæti ekki komið. Sæmu ídur var altaf jafn elskulegur og stimamjúkur við Línu, sífelt reiðu- búinn til að 1; i eftir dutlungum hennar og slíkt hefir jafnan sín á- hrif á kvenfóll J. Ekki hvað si .t þegar svo slend- ur á. Hún fór að verða í vafa um það með sjálfri sjer, hvor þeirra það væri sem hún elskaði, hann eða Örn. Og þótt hún nú elskaði Örn, var þá ekki Sremu’.idur fyrirmyndin að eiginmanni? Vissulega. Efnalega sjálf- stæður, rcglu- og dugnaðarmaður, sem alt vildi fyrir hana gera. Það var ekki laust við að hún væri að verða leið á Erni. Hann var altaf að tala um annað kvenfólk, hæla þvi fyrir gáfur, fegurð, klæða- burð og þess háttar, eða þá um skuld- ir, sem verið væri að krefja sig um. Þegar öllu var á botninnn hvolft þekti hún Örn sama sem ekkert. Hann var vist voða skuldugur, gæti líklega ekki einu sinni gefið með Framh. á bls. lt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.