Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1930, Page 5

Fálkinn - 23.08.1930, Page 5
FÁLKINN „KomiÖ til mín, allir þjer sem erfiði og þunga eru hlaðnir, og jeg mun veita ySur hvíld. (Matt. 11, 28). Jesús kallar til liinna þreyttu °g hvíldarvana: Komið! en við þá, sem fundið liafa frið hans og hvíld og sterkir eru orðnir fyrir samfjelag við hann: Farið! »Farið og boðið gleðiboðskap- *nn“. Hann segir við þig og mig: Kom þú og fáðu hvíld, kom þú og jeg mun gera þig andlega sterkan og ríkan, far þú svo og færðu bróður þínum gjöf mína. Og sem einn þeirra, er þegið hafa þetta föðúrlega heimboð frelsar- ans, segi jeg við þig vinur, — í nafni hans og sendur af honum Kom þú til Jesú! Ef til vill hefir þú he>Tt þetta svo oft, að það hefir lítil álirif á þig. Eg segi samt við þig í bróðerni, sem erindreki drottins míns: Kom! Jeg ætlast ekki til neins af þjer, sem jeg vil ekki og þarf ekki sjálfur að gera, jeg er fús til að gera það sjálfur og veit, að jeg þarf að koma til Jesú dag- lega, koma til þess að fá hvíld og kraft, er geri mig hæfan til að hlaupa erindi hans. Og í þjón- ustu konungsins get jeg verið hamingjusamur. Ef þú ert hræddur um að þetta marg end- urtekna kom sje aðeins kenni- manna agn, þá segi jeg við þig: „Kom þú og sjá!“ eða kom þú og reyndu! Kom til Jesú og gakk honum á hönd, sem eiðsvarinn fóstbróðir, sem einlægur læri- sveinn. Fylg þú honuin og lær af honum. Fylg þú honum þar sem hann boðar fátækum gleðiboð- skapinn, þar sem hann huggar liina sorgmæddu, þar sem liann miskunnar þeim sem bágt eiga, þar sem hann læknar hina sjúku, lífgar hina dauðu og hreinsar Iiina likþráu. Fylg þú honum út í óbygðina, ver þar með honum heilar nætur á hæn. Fylg þú honum ng lær af hon- um. Fylg þú honum við hin daglegu störf og lær af honum trúmensku, fylg þú honum i hóp syndara og guðníðinga og lær af honum hógværð og stillingu. Fylg þú honum á stundum freist- inganna og lær að gefa vilja þinn á vald liins alvalda, lær að sigra með sigurvegaranum mikla. Fylg þú honum i rjettarsal i'angsleitninnar og lær að bera með þögn og þolinmæði vont Umtal og rangláta dóma heims- ins. Fylg þú honum á krossgöng- Unni, stattu hjá krossi hans og ker af honum hlýðni, hógværð og stillingu þá, sem j’firstígur Uvalir og dauða. Fylg þú hon- Um til grafar og staldra við þar Unz þú sjerð hann rísa upp dýrð- legan, sigrandi gröf og dauða. Fá sjerðu ávexti guðhræðslunn- ar. Framh. Það, sem krossferðunum tókst ekki að koma til vegar á 12. og 13. öld, liefir nú heimsstyrjöld- inni síðustu tekist að afreka. Krossfarendur meðalda fórnuðu blóði sínu sínu i ríkum mæli til þess að ná yfirráðum yfir Land- inu helga og þá fyrst og fremst yfir Jerúsalem. En þeir urðu að lúta í lægra haldi. Árið 1917 rudd ust Englendingar inn í Palestínu, ráku Tyrki á brott og náðu Jerú- salem á vald sitt skömmu f\TÍr jól. Síðan hefir Landið helga ver- ið undir stjórn kristinna manna og það eru lítil líkindi til þess, að tyrkneski hálfmáninn blakti nokkru sinni framar yfir land- inu. Stjórn Englendinga í Palest- ínu er mótuð af frjálslyndum skoðunum, eins og enskt stjórn- arfar er um víða veröld, og fram- farir landsins á siðustu árUíii éru Þetta er minnisvarðinn yfir krossförum 20. aldarinnar, þ. e. þeim her- mönnum, sem fjellu í heimsstyrjöldinni í baráttunni fyrir því að vinna Jerúsalem og Landið helga úr höndum Tyrkja. .4 veggnum standa áletr- anir, efst á enska tungu, til vinstri á hebresku og til hægri á arabisku. Áœtluð mynd af musterinu eins og það var á dögum Saiómons um 1000 f. Kr. framúrskarandi athyglisverðar. í lok heimstyrjaldarinnar var það ákveðið, að Palestína skyldi opnuð handa öllum Gyðingum til afnota og bústaðar, svo sehi þeirra eigið ættland, og jæssi húgsjón liefir siðan verið aðkom- ast i framkvæmd hröðum fetum. Þó Englendingar hafi opinber umráð yfir Palestínu, er því ekki svo liáttað að þeir dragi fram hlut Gyðinga gagnvart Aröbum, heldur njóta allir jafnrjettis þar i landi; arabiska, hebreska og enska njóta sama rjettar sem op- inber mál í landinu og kristnir, múhameðanskir og gyðinglegir helgidagar eru \artir að jöfnu. Hin gyðinglega hugsjón um saméining allra Gyðinga í hinu forna ættlandi þeirra greip um sig með miklum ákafa, því að í raun og veru hafa Gyðingar í Sunnudagshuglelðino. ---X---

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.