Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1930, Side 2

Fálkinn - 30.08.1930, Side 2
2 F Á L K I N N NÝJA BÍO Augu undirheimanna. Aðalhlutverkið leikur hinn frægi íslenski kvikmyndaleikari: BILL CODY, sein skrifað var um í „Fálkanum" 16. ]). m. Sýnd um helgina. MALTÖL Bajerskt ÖL PILSNER Best. ódýrast. INNLENT. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. Protos Bónvjel. Endurbætt. Áður góð. nú betri. Gólfin verða spegil- gljáandi — fyrirhafnarlítið. Fæst hjá raftækja- sölum. tfiy fi 30 ára reynsla hefir sýnt að skór með „Columbus“ merkinu eru bæði sterkir og fallegir, höfum altaf fyrirliggjandi c. 15 til 20 mismunandi gerðir af þessum góðu skóm. ■fi Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. m m GAMLA BIO Iþróttastúdentinn. Gamanmynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Rod la Roque Jeanette Loff. \farskemtileg inynd. Sýnd um helgina. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*” ■ SOFFlUBÚÐj (S. Jóhannesdóttir.) Vefnaðarvöru- og fataverslanir. ! Austurstræti 14 (beint á móti Landsbankanum). 1 REYKJAVÍK og á ÍSAFIRÐI. ! Allskonar fatnaður fyrir konur, ; karla unglinga og börn. Fjölbreytt úrval af álnavöru, • bæði í fatnaði og til heimilisþarfa. í Allir, sem eitthvað þurfa, sem að « fatnaði lýtur eða aðra vefnað- ; arvöru, ættu að líta inn í þess- I ar verslanir eða senda pantan- ; ir, sem eru fljótt og samvisku- ; samlega afgreiddar gegn póst- ! kröfu um alt land. Allir þekkja nú SOFnUBUB, Talmyndir. Nú er skamt þess að bíða, að tal- myndir og hljóðmyndir haldi inn- reið sína í Reykjavík. Undanfarn- ar vikur hafa bæði bíóin unnið að undirbúningi þessa máls með all- iniklum kostnaði og fyrirhöfn til þess að þau geti fylgst með tím- anum og gefið Reykvíkingum kost á að kynnast síðustu nýungum í kvikmyndalistinni. Eins og getið hefir verið um i dagblöðunum, hafa bæði bíóin trygt sjer þau’fullkomnustu áhöld, sem ti) eru í þessari grein. Enda þótt stutt sje síðan talmyndirnar voru fundn- ar upp hafa komið fram margskon- ar áhöld, sum þeirra mjög ódýr. en reynslán hefir sýnt, að mörg þeirra duga mjög illa og endast lítt til þess að framleiða híjóðið skýrt og óbrenglað. Með því að velja hin fullkomnuslu tæki, þótt dýr sjeu, komast bæði bióin sjálf og bíógest- irnir hjá þeim óþægindum, sem til- raunir með ýms misjöfn áhöld hafa i för með sjer. Hin nýja tegund kvikmynda er tvennskonar: hljóðmundir og tal- myndir, þ. e. hinar svonefndu 100% talmyndir. í hljóðmyndunum heyr- ast engin samtöl, en hins vegar öll hljóð. Söngurinn og hljóðfæraslátt- urinn gerir þessar myndir þó niiklu fjörugri og líflegri en venjulegar hljóðlausar kvikmyndir, sem menn hafa átt að venjast hingað til. Því að þótt margar af þeim myndum hafi þótt fallegar og hrífandi, mun fólk þó brátt komast að raun um- það, að þær hefði verið enn þá lífrænni og skemtilegri, • ef það hefði einnig heyrst, sem fram fór. Talmyndir eru frábrugðnar hljóðmyndum að þvi leyti, að í þeim heyrast greinilega öll samtöl, nákvæmlega eins og á leiksviði. En þar sem talmyndirnar eru á útlendum málum, einkum ensku og þýsku, verður því svo hagað hjer, að textinn (það, sem viðkomandi persóna segir) stendur í flestum til- fellum neðst á sjálfri myndinni á dönsku máli, svo að mönnum verður engu óhægara en áður að skilja hvað fram fer, enda þótt þeir kunni elcki það mál, sem leikendurnir tala. í Englandi og Ameriku eru engir textar hafðir með í talmyndunum, en ýmsir, sem heyrt hafa og sjeð tal- myndir í Englandi láta mjög vel af þvi, hvað gaman sje að sjá þær, jafn- vel þótt þeir skilji ekki mikið í enskri tungu. Hjer er ekki tækifæri til þess að skýra, hvernig talmyndir og hljóð- myndir eru útbúnar. Aðeins skal þess getið, að tvennskonar aðferð er eink- um notuð til þess að taka upp hljóðið, vitafón og movietón. Hin fyrr nefnda aðferð er fólgin í því, að hljóðið er tekið á liljóðplötu en myndin sjálf á venjulega filmu. Verður ein hljóðplata að svara nákvæmlega til eins þáttar í myndinni og er stilt svo til að saman beri talið og myndin. Hin aðferðin er þannig, að taka hljóðið upp á hljóðræmu, sem er nokkur hluti af sjálfri mynda- ræmunni. Hvor -aðferðin verður yf- irsterkari er ekki fullvíst um ennþá, því báðar eru notaðar nokkurn veg- inn jöfnum höndum. Mun það mest farn eftir því, hvort reynist ódýr- ara og liagkvæmara i notkun, er til lengdar lætur. Fyrir áheyrendur er nákvæmlega sama livor aðferðin er notuð. Þegar talmyndirnar voru fundnar upp, sló óhug á marga kvikmynda- leikendur, einkum vegna þess, að talmyndirnar gera sjerstaka kröfu til tals og málfæris leikandanna. Svo hefir þó reynst, að flestir liinna gömlu frægu kvikmyndaleikara hafa staðist þá raun. En jafnframt hafa bæst í hópinn nokkrir frægir leikarar frá leikhúsum Evrópu og Ameríku, í stað þeirra kvikmyndaleikara, sem ekki hafa reynst hæfir i talmynd- irnar. Það er mikill kostur við talmynd- irnar, ekki síst fyrir oss íslendinga, að þær gefa mönnum hið ágætasta tækifæri til.þess að nema mál stór- þjóðanna af munni æfðra leikara, en þeir tala málin, eins og kunnugt er allra manna best. Þetta mun áreiðan- lega mörgum þykja mikils virði og færa sjer i nyt eftir beslu getu. Hvernig mönnum hjer mun geðj- ast að talmyndunum og hljóðmynd- unum, er ekki gott að segja um, að svo komnu máli. Er líklegt, að sitl sýnist hverjum að minsta kosti i fyrstunni. En að vorri hyggju mun naumast geta hjá því .farið, að þær vinni brátt hylli almennings hjer eins og annarsstaðar. í næstu viku verða fyrstu talmynd- irnar sýndar i báðum bíóunum og munu margir híða þessarar nýungar með mikilli eftirvæntingu. Ekki er enn ákveðið, hvaða myndir verða sýndar á frumsýningunum, því aðþað er alveg nýfarið að reyna þær mynd- ir, sem fyrir hendi eru. MAÐURINN MEÐ MÆÐURNAR TVÆR. í Þýskalaiuli. höfðaði 76 ára gönnil kona nýlega mál gegn syni sínum 51 ára gömlum, Vínarskáldinu og sögu- manninum dr. Egon Friedell, sem nú er leikari við Max Reinhardts leik- húsið í Berlin. Gamla konan er mjög fátæk, en sonur hennar hefir unnið sig áfrain og hefir nú hálaunaða stöðu. NeiÞ aði hann að sjá fyrir móður sinni og greip hún þá til þess ráðs að leita til dómstólanna til þess að fu son sinn dæmdan til þess að greiða sjer árlega upphæð til lifsviðurværis- Fyrir þá, sem ekkert þekkja til málsins, sýnist sonurinn muni vera hið mesta illmenni, en þegar nánai' er áð gætt á þó móðirin sjálf aðal- sökina á því að sonarástin er ekki heitari en þetta. Þegar dr. Friedell var ársganialb hljóp móðir hans burt frá manni og barni til þess að giftast öðrun5 manni. SkömmU seinna dó faðir Friedells úr sorg og frænka hanS tók þá litla drenginn að sjer tfl fósturs. Reyndist hún honum eins og móðir en hin ljet aldrei til heyra. í þakklætisskyni fyrir ástúð- ina leit dr. Friedell jafnair upp ti* hennar sem móður og sá vel fyrl1' henni meðan hún lifði. Þegar móðir lians eftir 50 úr komst á snoðir um að sonur hennai var ríkur óg mikilsháttar maður> kom hún á fund hans og vildi lúta hann sjá um sig. Vildi hann ekki við liana kannast, og kvað hana hvorki hafa kröfu til peninga hans nje kærleika. Verði hann dæmd111 til að sjá fyrir henni mun hann hlýta dómnum — en það verður ekki af sonarlegum kærleika — hann hefir hún fyrir löngu mist. ----x----

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.