Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.08.1930, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Ungum svertingjum er kent aö hjálpa til viö smásjárránnsóknir <í blóðinu. ley leiðangrinum. Nú hefir veik- inni næstum því til fulls verið útrýmt úr þessu hjeraði, þ. e. mönnum liefir næstum tekist að útrýma tsetseflugunni og svert- ingjarnir, sem tekið liafa veik- ina, hafa fengið læknishjálp í tæka tíð með góðum árangri. Þvi að eftir að útbreiðsluorsök veikinnar var fundin hafa vís- indamenn í Evrópu unnið mikil- vægt starf í þá átt að finna með- ul við henni. Eru einkum notuð Axsenik- og Antemon-sambönd til þesara lækninga. Meðuhn eru raunar ekki orðin fullkomin enn þá eða svo að einhlít megi telj- ast, en hafa samt sem áður af- armikla þýðingu í sambandi við aðrar heilbrigðisráðstafanir, er miða að því að koma í veg fyrir veikina. Yfirleitt má segja að það sje nú orðið hægt að bjarga þeim mönnum, sem smitast hafa ef þeir eru teknir til læknismeð- ferðar meðan veikin er á fyrsta stigi. Ef veikin hefir hin’s veg- ar náð því stigi, að taugakerfi mannsins er orðið sýkt, þá er lítil von um, að takast megi að Svertingjabörn undir læknisliendi. Börnin virðast líkleg til að fá fulla heilsu aftur. Við nánari athugun sjest að skrifað er með krit á brjóst- ið og magaiui á þeim. Það eru merki, sem segja fyrir um læknismeðferð hverfi þeirra um sig. lækna hann. Þegar svo er komi'ð er sá möguleiki þó fyrir hendi að gera sjúklingnum ástandið bærilegra og lengjalif hans nokk- uð. Hin voldugu nýlénduriki, Eng- land og Frakkland, fórna árlega miklum fjárupphæðum ogmiklu starfi einstakra manna til þess að berjast við svefnsýkina og sigrast á henni. Það þykir tíðimlum sæta að tvær tyrkneskar konur hafa verið gerðar að dómurum í yfirrjettinum í Angora. Hver hefði trúað því fyrir svo sein 10 árum? ---x----- Strætisvagn ók nýlega yfir stúlku í New York og skemdi tærnar á öðrum fætinum svo að varð að taka þær af. Hún liöfðaði mál gegn stræt- isvagnafjelaginu og fjekk 30,000 doll- ara í skaðabætur. Dómarinn hefir þannig virt hverja tá á 6000 dollara. ------------------x----- Á Tjörney í Oslofirði er belja, sem mjólkar sig sjálf. Það er að segja hún sýgur á hverjum degi mjólk- ina úr júgrinu og er þannig alveg gagnslaus bóndanum. ---x----- Óhreinlegasta borg í Bretlandi er talin vera Newcastle on Tyne, en sú snotrasta og hreinasta er Southport. ------------------x----- Iljér sjást nokkrir svertingjar á le ið heim til sín, eftir að þeir hafa verið undir hendi hvítra lœkna. S umir svertingjanna halda á pappirs- örk í hendinni, þar sem þeim eru lagðar fyrir reglur um meðferð veikinnar Sunnudagshugleiðing, frh. af bls. 5. játningu eina. Margir mundu hafa fengið þessa hvíld ef hún fengist fyrir mngöngu í kristinna manna kirkju. Tilboð frelsarans er svo einfalt, en það kall- ar þig í skóla, kallar þig að lærdómi. Þú verður að koma all- ur, gefa þig allan við lærdómin- um. Kennarinn er góður. Hann setur lærisveinum sínum hátt takmark. Ef’þú ert auðsveipinn lærisveinn, þarft þú engu að kviða. Námið verður indælt og ljett, framtíðarstarfið óslitin sælurík sigurför, sem veitir sálu þinni hina einu sönnu hvíld. Þetta eru engar ginningar, eng- inn orðaleikur, kæri vinur. í nafni drottins bið jeg þig, eins og lærisveinn hans forðum: „Kom þú og reyndu! Korrt til Jesú, og þar muntu finna það sem þú leitar að, — hvíld. Pjetur Sigurðsson. Hærri og hærri eru stórbygging- ar heimsins að verða. í Chicago er nú verið að reisa hús, sem verða á 320 metra hátt, en það er enn hærra en Eiffelturninn í Paris. Neðsta hæð- in er ætluð bifreiðastöð, sem rúmar 1000 bifreiðar. ----x---- Hefðarfrú ein í París tapaði háls- meni afar dýru, að sögn um 7000 sterlingspunda virði. Fátækur italsk- ur daglaunamaður fann skrautgrip- inn en hafði ekki huginynd um hvers virði hann var. Frúin auglýsti eftir meninu, ítalinn las auglýsinguna af tilviljun, en var þá búinn að gefa börnum sínum allar perlurnar, búta menið í sundur. Hann safnaði sam- an því, sem hægt var, afhenti það konunni og fjekk 640 sterlingspund i fundariaun. Það borgar sig venju- lega best að vera lieiðarlegur. í ensku söfnunum í British Muse- um i London eru til munir, sem nema samkvæmt lágu mati 5 inilörd- um punda. í fyrravetur var gerð tii- raun til þess að sprengja nokkurn hluta safnsins í loft upp og gaf þetta tilefni til skipunar nefndar, sem fjalla skyldi um hvort safnið væri nógu tryggilega geymt. Nefndin hefir látið í Ijós að frágangur safnhúsanna sje í flestu á eftir tímanum og að eng- um manni mundi detta í hug nú á timum að geyma fjársjóði banka á jafn ótryggum stað. Ennfremur hef- ir nefndin bent á, að safnið sje ekki vátrygt fyrir eldsvoða eða öðrum hættum, en segir jafnframt, að það muni varla borga sig. Ríkið fái ekki svo góð kjör hjá neinu vátrygging- arfjelagi að það borgi sig ekki bet- ur að láta safnið vera óvátrygt og taka áhættuna sjálfur. ----x---- Rakararnir í Wien hafa lengi bar- ist látlausri baráttu til þéss að fá kvenfólkið til þess að fara að ganga með langt liár aftur og hafa nú snúið sjer til karlmannanna með áskorun um, að láta sjer vaxa skegg. Þeir segja, að síðan rakvjelarnar komu í tisku, sje ekkert fyrir rakarana að gera framar; karlmennirnir alraka sig sjálfir á hverjum morgni og þurfa aldrei að láta laga á sjer skeggið. Á rakaraþingi einu, sem haldið var nýlega, var gerð áætlun að herferð, sem rakarar setla nú að hefja gegn heimarakstrinum. Fyrst á að konia mönnum til að ganga með „tann- burstaskegg“, það er lítið og snögt yfirskegg, næst á að telja þeim trú um, að „Vilhjálms keisaraskegg“ sje að koma í tísku og seinast Frans Jósefsskegg. — Því meiri hluti and- litsins, sem skeggi er vaxinn, þvi betri verður liagur okkar, segja rak- ararnir. -----x---- í Varde-ánni í Danmörku eru menn farnir að stunda einkennilega at- vinnu, nfl. perluveiðar. Lifir skel- fiskstegund ein í ánni móbriin að l‘t og siðasta haust tóku menn upp nokkrar smálestir af skelfiski og hafa fengið perlur úr lionum fyrir 10— þúsund krónur. Stærstu perlurnar eru á stærð við stóra matbaun og þær fallegustu liafa verið seldar fyrir 250 krónur. Það eru einkum ungif menn frá Varde, sem fást við þessa atvinnu í lijáverkum sínum. -----x---- Ibn Saud konungur í Hejdas oS Nejd, sem braust til valda fyrir nokkrum árum og kallar sig nú Ab" dul Asis III, gerir sjer mikið far um að koma sjer i mjúkinn hjá EvrópU- mönnum, og vill kynna þeim laun sitt. Þannig hefir hann nýlega boðie aragrúa af blaðamönnum frá Evrópu til Mekka og sýnt þeim musterið mikla, E1 Kaba og aðra helga staði Múhameðstrúarmanna. -----x---- Leikkonan Peggy Joyce, sem belst hefir unnið sjer það til frægðar »S giftast fimm sinnum og skilja jaf11 oft, á færri árum en giftingarnar voru, iagðist nýlega á sjúkraliús New York til þess að láta taka ýr sjer botnlangann. Undir eins og huB var útskrifuð af sjúkrahúsinu ók buU í bifreið á borgarstjóraskrifstofUilíl og giftist þar í sjötta sinn. -x— Fyrsta flugvjelin, sem smíðuð . í heiminum með vatnskældum hreyÞ hjet „Silver Dart“ og var vjelin snn uð í marsmánuði 1909. fyrir Þa.nr tíma voru engir flugvjelahreyfl3 vatnskældir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.