Fálkinn - 30.08.1930, Blaðsíða 13
fAlktnn
13
Vegna reynds styrk-
leika, ljetts aksturs,
g('ðrar endingar og
ósvikinnar enskrar
vöruvöndunar skul-
uð þjer nota
ALL-STEEL
BICYCLE
RALEIGH
THE ALL-STEEL BICYCLE
Verðlistar og nánari upplýsingar fást hjá
HEILDVERSLUN ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR.
BEST A Ð AUGLÝSA í FÁLKANUM
BOSCH
heimsfrœgu dynamo-
lugtir — þær bestu er
til landsins flytjast
fyrirliggjandi
Heildsala.
Smásala.
Fálkinn.
Síini 670.
ASKA.
Skáldsaga eftir Grazia Deledda.
hm leið á spörfuglana til þess að fæla þá
burtu.
Frá glugganum í pressuhúsinu mændu
Anania og Bustianeddu með liinni dýpstu
þrá yfir i hinn einmana trjágarð og biðu þess
Uteð eftirvæntingu að trjágarðsvörðuinrn
hyrfi burtu úr honum; en zio Pera, sem var
^korpinn karl, með rauðbrúnt alrakað and-
htið og glettnislegan svip, var of umhugað
Um baunirnar sínar og kálið til þess að fara
fi'á því á daginn; það var ekki fyr en á kveld-
hi að hann skildi við það til þess að verma
sig og skeggræða í pressuhúsinu.
Olivið spratt vel þetta ár. Fólkið úr ná-
grannabæjunum keptist um að tryggja sjer
hjálp olíupressarans til hjálpar við pressuna,
enda var pressan nú í gangi dag og nótt.
Or hverjum tveim hektólítrum af olivi, sem
ausið var í hana í einu, fengust tveir lítrar
olíu. Næst dyrum stóð olíuker eitt úr járn-
þynnum, og var olían, sem í því var ætluð
til að láta á lampann fyrir framan einhverja
Maríumyndina, og guðhræddar sálir ljetu
ekki hjá líða að hella dálitlu af olíu þeirri,
sem pressuð var fyrir þá yfir daginn, í ker-
ið. Sekkir með svartgljáandi olivi, rjúkandi
groms og úrgangur, föt og önnur geymslu-
ker fyltu að jafnaði hið heita, skítuga pressu-
iierbergi, og altaf var hópur af sjerkenni-
iegum körlum og konum á sveimi í kring
Um hjólið, sem stóri svarti hesturinn dró og
fyrir framan bullandi ketilinn, er stóð fram-
an við pressuna. Á kvöldin söfnuðust hinir
kulvísustu grannar kringum eldinn, svo þar
voru vanalegast samankomnar fimm eða sex
hræður fyrir utan olíupressarann og ýið-
skiftamcnn hans, sem hjálpuðu honum við
að hagræða pressunni.
Einn þesara manna var Efes Cau. Hann
hafði einu sinni verið auðugur maður, en
var nú orðinn bláfátækur vegna drykkju-
skaparins. Hann svaf svo að segja á liverri
oóttu i pressuliúsinu og Ijet eftir sig ýmis-
tegt kvikt í horninu þar sem hann var van-
Ur að liggja.
Iíveld nokkurt lenti olíupressarinn í stælu
ut af þesum kvikindum Efesar við ríkan
hónda, sem hafði fundið eitt þeirra í sekkn-
Ulu sínum.
— Þjer ættuð að skammast yðar, per Dio!
hrópaði bóndinn. Hversvegna eruð þjer líka
að hleypa inn til yðar öllum flökkurum,
sem eiga heima hjer í Nuoro?
— Þegar alt kemur til alls, þá hefir hann
verið rikur, ríkari en þú urraði olíupress-
arinn, sem tók svari Cau.
.— Hann skammast sín þó ekld fyrir að
lifa á beiningum og ganga fullur af óþverra,
svaraði hinn fyrirlitlega.
Þegar hjer var komið kyrjaði zio Pera,
sem sat við eldinn með lurkinn sinn milli
hnjánna, upp vísu:
„Auminginn má aka sjer,
einhver skriðdýr naga ’ann.
Hreyfist eitt á liálsi þjer
hristu fljótur kragann“.
Bóndinn brá ósjálfrátt hendinni aftur fyr-
ir hálsinn og allir hlógu. Bóndinn liló líka,
stilti sig þó og varð meira að segja svo blíð-
ur á manninn að hann ljet sækja vínflösku
heiman að frá sjer.
Anania og Bustianeddu sátu úti í horni og
skemtu sjer við að lilusta á skrafið í full-
orðna fólkinu, og þegar Efes kom inn slag-
andi eins og hann var vanur, í einum af
gömlu veiðijökkunum hans signor Carboni,
gekk Bustianeddu til móts við hann og söng
vísuna hans zio Pera fyrir hann:
„Auminginn má aka sjer....“
El'es starði með dauðum augunum sínum,
ki’inglóttum og útstandandi á hann og ógeðs-
drættir komu í gulu, skrítnu kinnarnar hans.
Hendur lians fálmuðu eftir skitnum ki'ag-
anum á hnepptum jakkanum.
Allir fóru að lilæja að nýju. Veslingur-
inn leit í kringum sig og vagaði fram og
aftur. Þegar hann sá að það var að honum
sem verið var að hlægja, brast liann i grát.
— Efes! hrópaði zio Pera og sýndi hon-
um glas fult af víni, sem við bjarmann frá
eldinum tindraði eins og rúbín.
Drykkjumaðurinn færði sig nær og hló
eins og hálfbjáni gegn Um tárin.
— Nei, sagði Franziscu Carcliide, ungur
skósmiður, sem einnig saumaði belti, það
var liár og gjörfilegr maður með hraustlegt
jdirlit, sá, sem ekki dansar fær ekki að
drekka.
Hann tók glasið úr hendinni á karlinum
og lxjelt því á háalofti, en Efes horfði löng-
unaraugum og rjetti út hendurnar út eftir
þvi, með dýrslegri ástríðu efth’ víninu.
-— Gef mjer, gef mjer....
— Nei, ekki nema þú dansir, svona....
Efes liringsnerist án þess þó að missa jafn-
vægið.
— Þú verður lika að syngja Efes!
Hann opnaði munninn, sem angaði af
vínlykt og skrækti með hásum rómi:
„Það var Amelia, lirein og ljúf... .“
Hann byrjaði aftur og aftur á sömu visu,
en þegar hann kom að síðasta orðinu komu
krampadrættir um munn hans, því hann gal
ómögulega komið fyrir sig næstu hending-
unni.
Anania og Bustianeddu ætluðu að drepast
úr hlátri, þar sem þeir sátu eins og tveir
kjúkhngar á afi’aksti’ai'bingnum.
— Heyrðu, sagði Bustianeddu, við skulum
setja títuprjóna í bæhð lians.
— Hversvegna eigum við að vera að því ?
— Svo liann stingi sig skilurðu , þá teksl
lionum reglulega upp að dansa á eftir. Jeg
hefi nóga títuprjóna.
— Jæja, kannske við gjörum það þá, sagði
hinn dálítið efablandinn.
Drykkjumaðurinn hjelt áfram að dansa,
dinglaði og vaggaði, og rjetti út hendurnar
eftir glasinu, hinir lilógu.
En gleðin náði þó fyrst hámarki sínu þeg-
ar drylckjukonan Nanna, kom inn i pressu-
húsið. Þetta kvöld var liún þó alveg ódrukk-
in, var þokkalega til fara og ekki eins aga-
leg útlits og liún var vön að vera, í augum
hennar hrá fyrir vitglóru. Hún liafði verið
úti allan daginn að tína viltar ætijurtir og
lcom nú til að biðja um svolitið af olíu til
þess að steikja þær í. Þegar hún sá Efes í
þessu ásigkomulagi, og að allir voru að gera
gys að lionum leiftruðu augu hennar, hún
gekk fram, tók í liandlegginn á veslings
manninum og neyddi hann til að setjast hjá
sjer á olivsekk, þrátt fyrir háðglósur ríka
bóndans.
— Skammast þú þin ekki, Efes Cau? Ertu
augnalaus? Sjerðu ekki að allir þessir betl-
arar, alt þetta úrhrak lilær að þjer? Og hvers-
vegna lilær það ennþá meira þegar það sjer
mig? Jeg hefi þó unnið í dag, það er eins
satt og Guð er til, að jeg hefi unnið! Ó
Efes, Efes! Mundu nú hvað rikt heimili þitt
var! Jeg kom þangað til að sækja vatn úr
brunninum, og jeg man að hún móðir þín
hafði gullhnappa i skyrtunni sinni, þeir voru
eins stórir eins og hendin á mjer. Húsið var
eins og kirkja, ó, hvað það var rilculegt og
dýrðlegt. Ef þú hefðir gætt þin fyrir lestin-