Fálkinn - 30.08.1930, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
50 ára prestskaparafmæli. Akureyrarkirkjan nýja.
lslandssundið var þregtt í
Reykjavík þann 24. þm. lijá Ör-
firisey. Veður var mjöghagstætt
og flæður sjávar. Keppendur
voru 9, alt æfðir og góðir sund-
menn. Vegalengdin er 500 m.
Hlutskarpastur varð Jónas llall-
dórsson frá Hnausi í Flóa, sem
hjer birtist mynd af, og svam
hann vegalengdina á 9 mín. og
2Vs sek. Metið á þessu sundi er
9 min. og 1 sek., og á það Jón
Ingi Guðmundsson fyrverandi
sundkóngur. Jónas er aðeins 16
ára að aldri, lærði ungur að
synda; erliann áhugasamur mjög
um iþróttir, reglusamur i hví-
vetna og líklegur til mikils í-
þróttaframa. — Ljósm. Alfred.
Fyrir skömmu vann 18 ára
piltur, Magnús Magnússon frá
Kirkjubóli, sem Fálkinn flytur
hjer mynd af, það afrek að
synda frá Viðey til Reykjavík-
ur. Er hann fjórði maðurinn,
sem þreytt hefir sund þetta
Fyrstur synti Benedikt Waage
úr vestasta tanga Viðeyjar upp
að Völundarbryggju árið 191b.
Næsl synti Erlingur Pálsson ár-
ið 192''t úr Þórsnesi á austan-
verðri eynni alla leið inn í krók
hjá Alliance, vestast á Reykja-
víkurhöfn. Árið 1928 syiiti Ásla
J óhannesdóttir úr vestasla
tanga Viðeyjar upp að stein-
bryggju í Reykjavík og loks
synti Magnús sömu vegalengd,
Dr. Ilannes Þorsleinsson þjóð-
skjalavörður verður sjötugur
i dag.
sem Ásta fór, nú á dögunum,
og mun það vera nálægt 4V2
km. Magnús er ágætur sund-
Guðmundur Þorkelsson í PáP'
húsum, fyrrum fátækrafulltrhb
varð áttræður í gær.
maður og þykir þetta sundafrek
hans mjög frækilegt af svo uhQ'
um manni, sem hann er,
Síra ólafur Ól-
afsson fríldrkju-
prestur álti 50 ára
prestsskaparaf-
mæli þann 22. þ.
m. IJann var vígð-
ur 22. ágúst 1880
til Selvogsþinga,
188b fekk lxann
Guttormshaga i
Holtum, 1893 Arn-
arbæli í Ölfusi,
1903—1922 var
hann fríkirkju-
prestur í Reykja-
vík og 1913 og síð-
an fríkirkjuprest-
ur í Hafnarfirði.
Síra Ólafur hefir
jafnan þótt í
fremstu klerka
röð. Ilann er
maður lærður vel,
kennimaður mik-
ill og mjög vin-
sæll. Hann hefir
haft allmikil af-
skifti af opinber-
um málum, bæði
sem þingmaður
og ritst jóri. Af
ritstörfum liggur
einnig mikið eftir luinn. Er það almannamál, að síra Ólafur liafi
í framkomu sinni og starfi jafnan verið sómi stjettar sinnar.
Hjer birtist mynd af hinni fyrirhuguðu kirkjubyggingu á Akur-
eyri. Uppdrátturinn er gerður af Árna Finsen byggingameistard,
sonarsyni Hilmars Finsen landshöfðingja. Hlaut hann 1. verðlaun>
1000 kr., fyrir hann í samkepni um uppdrátt að kirkjunni. Hin-
ir, sem verðlaun fengu, voru Sigurður Guðmundsson byggingd-
meistari 2. verðlaun, 500 kr., og Guðmundur Þorláksson bygO'
ingameistari 3. verðlaun, 300 kr. Gert er ráð fyrir 800 sætum
niðri í kirkjunni og 150 sætum á svölum. Auk þess er sjerstakt
herbergi handa presti, biðstofa handa skírnarbörnum, fatageymsla,
salerni o. s. frv. 1 kjallara er samkomusalur, sem rúmar 300
manns. Kirkjan verður bygð úr járnbentri steinsteypu, en þak-
ið úr zinki. Undir þakbrúninni umhverfis kirkjuna verður letr-
uð með gyltum stöfum þessi ritningargrein: „Því svo elskaði goð
heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sein a
hann trúir skuli ekki glatast, heldur hafa eilíft líf“. Að öllu verð-
ur kirkjan hin veglegasia. Kostnaður við bygginguna er áætlað-
ur 170—200 þúsund krónur.