Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 11
F A L K T N N 11 Um Hefurðu nokkurntíma hugsað útí hvað það er þýðingarmikið fyrir okkur mennina að hafa eins nákvæma skiftingu á tímanum og við höfum með því að nota klukkuna. Við för- um á fætur á vissum tíma, við vinn- um svo og svo lengi, og förum heim á ákveðnum tíma. Alt myndi enda í hinni mestu óreiðu ef við skyndi- lega týndum öllum klukkum. Nú skal jeg segja þjer frá þvi í dag hvernig mennirnir hafa farið að þvi, með ljelegum tímamælum, að skiftaniður deginum og mynda sjer áætlanir fyr- ir störf sín. Furstu khikkurnar. 1) í upphafi vega höguðu menn- irnir sjer eftir sólinni, þeir fóru á fætur um sólaruppkomu, og þegar hún var hæst á lofti var miður dag- ur hjá mönnunum. Þegar sólin sett- ist var komin háttatími. Það er eig- inlega ekki hægt að segja að þetta hafi verið sem verst. 2) Þúsund árum fyrir Krists burð fundu menn upp sólarúrið. 3) það var af ýínsum gerðum. Eitt var búið til á þann hátt að það var hringur með gati í hliðinni, beint á móti gatinu að innan verðu voru töl- ur krotaðar í hringinn. Þegar sólar- geisli skein í gegn um gatið og á einhverja töluna vissu menn hvað tímanuin leið. 4) En það er ekki sólskin á hverj- um degi og þessvegna fóru menn að reyna að búa til vatnsúr. Það var ekki annað en leirfat með svo litið nálargat í botninum. Fatið var sett út á vatn og tæmt jafnóðum og það fyltist. Með þessu móti gátu menn reiknað út hvað tímanum leið degin- um var skift niður í svo og svo mörg föt. 5) Grikkir bjuggu til falleg vatns- úr, sem þeir kölluðu Klepsydra. Eins og þú ef til vill veist voru Grikkir mjög fáorðir menn og þegar haldnir vorp fundir fjekk enginn ræðumað- ur að tala lengur en á meðan Klep- sydran var að tæmast. Úrin batna. 7) Á eftir vatnsúrinu kom sandúr- ið. Það er notað við eldamensku enn þann dag í dag, einkum til að sjóða við egg, það eru nefnilega til sjer- stakleg gerð af sandúrum, sem búin hafa verið til í þeim tilgangi. Sand- urinn er 3% til 4 mínútur að renna úr einu hylkinu i annað. Betri uppfundningar. 7) Einn fann upp á því að mála stryk á kerti og setja það inn i lugt, svo ekki væri neinn súgur i nánd uð að tíminn var markaður af á olíu- ir þvi hve mikið var brunnið af kertinu. 8) Á líkan hátt var olíudælan not- uð og tíminn varmarkaður af á olíu- geyminn, það var svo hægt að sjá hvað klukkan var, eftir því hve mik- ið var eftir af olíu í geyminum. 9) Loksins fengu úrin þá mynd, sem þau hafa nú. Lóðarúrin eru hin fyrstu og einföldustu. 10) Ekki leið þá á löngu áður en menn vildu fara að geta borið úrið á sjer. Fyrslu vasaúúrin voru dregin upp með úrlyklum. 11) Nauðsynlega nákvæmni var fyrst hægt að fá þegar farið var að nota „pendul“ á klukurnar. 12) Þó var stærsta skrefið stigið þegar farið var að gjöra vasaúr, sem ekki þurfti að draga upp með lykli, Nákvæm úr og klukkur. og þegar þau voru orðin svo nákvæm að þau flýttu sjer eða seinkuðu sjer kanske ekki nema um nokkrar mín- útur á heilu ári. Líttu á úrið þitt, sjáðu hvernig sekúnduvísirinn þýtur áfram, það er tíminn sem líður svona fljótt áfram, gadtu hans vel annars missirðu af lionum. Felumgnd. Gestirnir eru horfnir. Viltu reyna að finna þá? ■ Rafmagns-handljós. Þessihandljós 5 eru mörgum nauðsynleg og öllum 5 þeim er úti vinna, að gegningum J og fleiru. 0rugg í roki og regni, ; hættulaus á eldfimum stöðum. ■ Háfirðu eilt slíkt ertu oft laus við ■ mikil óþægindi og fyrirhöfn, sem ■ myrkrið veldur. Verk kr. 5.00 með ■ einu extra Batteríi, ef peningar ■ eru sendir fyrir fram. Eirikur Hjartarson Pósthólf 565* Sími 1690. ■ ■ ■ L a m p a r Borð Veflfl Nátt Henfli Lampaglös allar stærðir. Verslunin H a m b o r g Laugaveg 45. Haustvörurnar komnar. Telpukápur, margar teg. DrengjafötogFrakkar. Skóla- töskur, mjög ódýrar. Kven og barna Golftreyjur í feikna úrvali. Kven- Karla- og Barnasokk- ar í afar fjölbreyttu úrvali. Nærfatnaður handa börnum og fullorðnum, margar teg. Enskar húfur handa drengj- um og fullorðnum.Handtösk- ur, allar stærðir, sjerlega ó- dýrar og sterkar o. m. m. fl. Það borgar sig að líta inttv Sokkabúðin. Laugaveg 4&. Á danssamkeppni í París í vor vann enskur maður og dóttir hans, mr. og miss Heath fyrstu verðlaun fyrir fegurðardans. Hann er fimtugur en eigi að síður svona lipur á tá ennþá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.