Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 H Óvenju miklar birgðir af ■ ■ ta nýtísku haust- og vetrarhöttum AT H B Ú N Sími 880. fyrir fullorðna og börn nýkomnar. 14 AUSTURSTRÆTI 14 Anna Ásmundsdóttir, B Ú N Sími 880. Æ Hnsmæður! Allir karlmenn unna BóJum og vel tilbúnum mat. Kvennafræðarinn (4. útgáfa aukin) er Iangbesti Ieiábeinarinn í beim efnum. Kaupið hann, það borgar sig. Bókaverslnn Sig. Krístjðnssonar Bankastræti 3 — Eeykjavík ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. veggina, kensluborðin virtust vera rottuetin, bekkirnir voru skreyttir blekklessum, út- skurðum og nöfnum, sem leit lielst út eins og hieroglyfur. Anania varð fjTÍr vonbrigðurm þegar að í stað kennarans, sem Bustianeddu liafði lýst fyrir honum, kom kenslukona í þjóðbúningi. Hún var lítil og fölleit með dálílið skegg á efrivörinni, alveg eins og zia Tatana. Fjörutíu kát og fjörug börn voru í bekkn- um. Anania var lang stærstur af þeim, ef til vill hefir það verið af því, að lilla kenslu- lconan, sem einnig liafði kolsvört óttaleg augu, sneri sjer fyrst og frcmst að honum. Ilún kallaði hann með skírnarnafni og tal- aði ýmist á ítölslcu eða sardínsku. Hin mikla athygli sem hann vakti, var hon- um að vísu óþægileg, en bún varð honum að gagni, eftir aðeins þrjá tíma í skólanum gat hann bæði lesið og skrifað tvo hljóðstafi, annar þeirra var að vísu o, en það gerði fram- farir hans að engu leyti ómerkilegri. Um ellefu leytið var liann þó þegar orðinn þreyttur á skólaiium og kenslukonunni og nýju fötunum sínum sem honum fundust mjög óþægileg; liann geispaði og hugsaði um garðinn heima, um runnana, um körf- una með indversku fíkjunum, sem hann við og við var vanur að stinga litlu licndinni sinni niður í. Var þá aldrei komið að því, a?5 hann mætti fara að fara heim. Mörg af skólasystkinum lians grjetu, og kenslukonan gjörði árang- urslausar tilraunir til að kenna þeim að elska skólann og kyrðina. Skyndilega var hurðinni hrundið upp, i djTagættinni birtist rakaða andlitið á dyra- verðinum og hvarf aftur — hann var einnig í þjóðbúningi. — Hann kallaði: — Tíminn er búinn! Drengirnir hentust út á götuna, með skruðningum og óhljóðum. Anania varð seinastur ásamt kenslukonunni, sem klapp- aði á kollinn á lionum með Mtlu mögru bend- inni sinni. — Gott, sagi hún, þú ert sonur Anania Atonzu ? — Já, signora. — Gott. Berðu kæra kveðju til mömmu þinnar. Hann skildi auðvitað að hún átti við zia Tatana, og lionum þótti strax vænt um kenslu konuna, sem nú flýtti sjer burtu til að liasta á liinn hávaðasama drengjahóp. — Hvað á þetta að þýða, kallaði hún, um leið og hún greip til þeirra og hjelt þeim föstum. Tveir og tveir i röð! Tveir og tveir i röð gengu þeir góðan spöl- korn, en þá var þeim slept lausum og þeir flugu í allar áttir eins og fuglar, sem sleppa úr snörunni, hringsnerust og tóku að hlaupa. Drengirnir úr efri bekkjunum stiltust þó brátt og komust aftur í sæmilega röð, af því sem þeir voru stærri og hæglátari. Bustian- eddu stökk á Anania, sló ofan í höfuðið á honum með skrifbókunum og dró liann með sjer. — Nú hvað finst þjer um það? — Jú-ú, svona sagði Anania, en jeg er orð- inn svangur, það ætlaði aldrei að verða búið. — Þú hefir kannske haldið, að það stæði ekki yfir nema eina minútu? Bíddu bara þá skaltu sjá hvernig það verður, þú kemur til bæði að þurfa að snýta þjer og annað, þú ált eftir að verða bæði hungraður og þyrstur. Hó, lió, líttu nú á Margheritu Car- boni! Stúlkan í fjólubláu sokkunum með rauða langsjalið og grænu vetlingana kom i stúlkna hóp, sem geklc í fylkingu fram lijá vinunum án þess að virða þá viðlits. Á eftir skaranum, sem í kringum hana voru, komu aðrir stúlknahópar, fátækar og ríkar, bændastúlk- ur og bæjarstúlkur, sumar, sem orðnar voru stórar og farnar að liafa gaman af að vekja eftirtekt. Drengirnir í fjórða og fimta bekk stöldr- uðu við til að horfa á þær og stungu nefj- um saman. Þeir gera sig til fjTÍr stelpunum, sagði Buslianeddu. Ilugsaðu þjer ef að kennararn- ir sæju þá! Anania svaraði ekki, hann var viss um að piltar og stúlkur í fjórða og fimta bekk væru orðin nógu stór til þess að gera sig til, livert fyrir öðru. — Þau meira að segja skrifast á, bætti Buslianeddu við með mcrkissvip. — Þegar við erum komnir í fjórða bekk gerum við það líklega líka, mælti Anania ofboð saldeysislega. — Gjörðu það, mammalucco. Fyrst ættir þú þó að læra að snýta þjer. Þeir tókust í hendur og fóru að hlaupa. Eftir þennan dag leið hver dagurinn á fæt- ur öðrum, veturinn kom, olíupressan var sett á stað, alt var eins og árið á undan. Anania var efstur í bekknum og allir sögðu því, að bann mundi sjálfsagt verða læknir eða mála- færslumaður eða kannske meira að segja dómari. Allir vissu að signor Carboni hafði lofað að hjálpa honum með námið. Hann vissi það sjálfur, en ennþá þorði hann ekki að gera sjer reglulega grein fyrir hvað loforð þetta gæti þýtt fyrir liann. Fyrst seinna fór hann að finna til þakklætis. Hann var i senn bæði feiminn og glaður þegar hann sá hið rjóða og vingjarnlega andlit verndara síns. Oft var hann boðinn til miðdegisverðar bjá signor Carboni, en þó merkilegt mætti virðast var hann látinn borða í eldhúsinu með þjónustu- fólkinu og köttunum; hann var þó ekki leiður jTir þessu, því honum fanst, að ef liann hefði horðað með húsbændunum mundi hann ekki liafa getað opnað munninn vegna feimni og hrifningar. Að miðdegisverðinum loknum kom Margh- erita fram í eldhúsið til hans, talaði við liann og spui’ði liann eftir þeim, sem komu í olíu- pressuna; svo tók liún hann með sjer hing- að og þangað um húsið, út í gacðinn, inn í geymsluna, niður í vínkjallarann, varð glað- sáðgeymsluna, niður í vínkjaharann, varð glaðleg á svipinn þegar hann hrópaði upp yfir sig í sama tón og Bustianeddu: „Það er svei mjer ekki svo lítið sem þið eigið“. En hún ljet aldrei svo htið að leika sjer við liann. Árin liðu. Á eftir kcnslukonunni með skeggbroddana, kom röðin að kennaranum, scm leit út alveg eins og hani; siðan var það gamall ncftóbaks- karl, sem benti á Svalbarð og sagði með klökkri röddu: „Þarna var það sem hann Silvo Bellico sat í fangelsi!" Á eftir honum kom ungur kennari með hnöttótt höfuð, föl- ur og afarkátur, liann fyrirfór sjcr. Þetta atvilc fjekk mjög á alla skóladreng- ina lengi vel hugsuðu þcir ekki eða töluðu um neitt annað, og Anania, sem ckki gat skilið hversvegna kennarinn licfði farið að drepa sig, fyrst hann hafði verið svona glað- ur, sagði upp yfir allan bekkinn að liann væri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.