Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.09.1930, Blaðsíða 10
10 F A L K I N N w Japanska : vörur í miklu úrvali iVersl. Hamborg Laugaveg 45. Hvorti hið sterkasta ljós, sólina, eða hið svartasta myrkur, dauðann geta menn horft í, án þess að lygna aftur augunum. er annálað um allan heim fyrir gæði. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Brasso ber sem gull af eiri af öðrum f æ g i 1 e g i . Fæst alstaðar. SOLINPILLDR eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á likamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur lækna van- liðan er stafar af óregluleg- um hægðum og hægðaleysi. Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1.25. — Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúðum. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði Fyrir kvenfólkið. Kvef. Agðrknr. Við erum orðin svo vön að hafa kvef að við sjaldan tökum mikið til- lit til þess. Þetta er þó ekki rjett, kvef er bæði leiðinlegur sjúkdómur og getur haft alvarlegar afleiðingar. Sýklar eru alstaðar nólægir, en þeir lifa venjulega eymdar lífi því þeim tekst ekki að komast inn um lirausta og heila húð eða heilbrigða slímhúð. En sjái þeir sjer minsta færi á að komast inn í gegnum yfir- borðið taka þeir strax að vinna hin fjandsamlegu störf sín. Hvernig komast nú sýklarnir inn um slímhúðina? Undir slímhúð munnsins, nefsins og kverkanna, rennur hið heita lifgefandi blóð. í því eru efni, skaðleg sýklunum. Við kulda dragast háræðarnar saman, svo slímhúðin verður blóðlítil og hvitleit. Þá er það að sýklarnir ryðjast inn um húðina. Þeir auka kyn sitt með ógnar hraða, og að nokkrum klukku- tímum liðnum erum við orðin stopp- uð af kvefi. Sje sýklavöxxturinn í nefi og koki mjög liraður geta sýklarnir af sjálfs- dáðum komist út i blóðið og borist með því, sest að í líffærum og orðið orsök til sjúkdóma, sem jafnvel geta dregið menn til dauða. Af sjúkdóm- um þeim, sem kvefsýklar valda má nefna nýrnabólgu, hitagigt (gigtfeb- er), illkynjaða augnveiki og lungna- bólgu. Til þess að koma í veg fyrir að nefið stoppist er ágætt að snýta sjer kröftuglega nokkrum sinnum á dag og stinga í hvert sinn upp í nefið dálitlum hnoða af kvefbómull (bóm- ull með mentholi í) og reyna að anda með nefinu i svo sem hálftíma. Sjeu auk þess teknar ein til tvær asperíntöflur á dag og áður en farið er að hátta, hverfa óþægindin og höfuðverkurinn og á að vera hægt að losa sig við kvefið á þennan hátt á tveimur til þremur dögum. GÓÐ RÁÐ Hvernig hreinsa á skinnkápur. Til þess að verja skinnkápur gegn mel, er nauðsynlegt að hreinsa þær vandlega, því ryk og skítur standa melnum mjög til þrifa. Fyrst- eru kápurnar barðar varlega og burstaðar með hreinum bursta. Kraga og upp- slög sem farin eru að skitna og orð- in eru klest niður er best að hreinsa með rúghýði. Hýðið er hitað á pönnu og síðan nuddað vel inn í skinnið. Þetta er hrist vel og burstað, og skyldi skinnið ekki verða hreint á þennan hátt má endurtaka þetta tvis- var eða þrisvar sinnum. Hvít skinn eru hreinsuð með magn- esíu, sem er vætt í bensíni, síðan er það þurkað en áð svo búnu hrist vel og burstað. Fínni skinn svo sem hermelin, sem auðveldlega gulna verður að geyma í silkipokum. Brúna skó, sem farið hafa illa af því að borið hefir verið of mikið á þá má hreinsa með terpentínu- blöndu (tveir hlutar terpentína, einn vatn). — Vætið dulu i þessum vökva og núið skóna úr honum. Látið þá síðan þorna. Þegar fægðir eru brún- ir skór er best að strjúka áburðinum jafnt um allan skóinn annars er hætta á að þeir verði dekkstir að ofan og á tánni þar sem mest er nuggað. Hráar agúrkur er ágætt að nota með köldum mat. Það má skræla þær, þó er ekki þörf á þvi, nóg að þvo þær vel meðl linum bursta, skera þær i þykkar sneiðar, án þess að af- hýða þær, og leggja þær síðan á gler- skál. Þær eru etnar með salti og pip- ar og ef menn vilja, nokkrum dropum af sítrónusafa eða ediki. Agúrkur með hrærðu smjöri. Litl- ar agúrkur, þær mega helst ekki vera of þykkar, eru linaðar upp i dálitlu af sjóðandi vatni, dálitlu af salti er stráð út í vatnið. Bornar fram á sama hátt og asparges, baunir o. fl. Hrært smjör er notað með. Agúrku uppstúf. Stórar agúrkur eru afhýddar og skornar sundur i tvent, kjarnarnir teknir úr og agúrkan skorin i jafnstóra bita. Á þá er stráð salti og látnir liggja um stund, síðan er helt yfir þá sjóðheitu vatni á sigti. Jafningurin er búinn til á venjuleg- an hátt úr smjörlíki, mjólk og mjöli og í honum eru agúrkurnar látnar sjóða dálitla stund þangað til þær eru orðnar mátulega meyrar til þess að borða þær. Agúrkur með kjötfarsi. Til þessa eru notaðar stórar agúrkur, þær eru afhýddar og kjarnarnir skornir út með skeið. í annan helming agúrk- unnar er nú komið fyrir kjöfarsi, hinn helmingurinn er lagður yfir og bundið utan um með bómullar- garni. Síðan eru agúrkurnar lagðar á fat sem þolir hita, bitar af smjör- líki eru lagðir í botninn og á milli agúrkanna, og þær eru steiktar við hægan eld, þangað til farsið er mátu- legt. Það á að vera lok yfir fatinu. Þessi rjettur er borinn inn í sama steikarfati og brún sósa höfð með. Rabarbari á flöskum. Rabarbarinn er þveginn, þurkað- urur, skafinn og skorinn í smábita. Síðan er han látinn í hreinar flösk- ur og vatni helt yfir svo vel fljóti yfir. Þjettur tappi er settur í flösk- urnar og brætt yfir svo ekki komist loft að. Rabarbaramauk. 3 kg. rabarbari IY2 kg. sykur. Rabarbarinn er skolaður og saxað- ur smátt. Síðan er bæði rabarbarinn og sykurinn settur í pott (ekki kopar eða látún) og látinn standa í nokkra klukkutíma, að svo búnu er pottur- inn settur yfir eldinn og maukið er látið sjóða, en altaf hrært i á með- an, þangað til það er orðið að þykkri leðju þá ér maukinu helt í krukk- ur og bundið yfir með pergament- pappír. Vandaðu um við vini þína i kyr- þey, en hrósaðu þeim hátt og skil- merkilega. — Er mjög heitt í helvíti, pabbi? — Hvað ertu að segja barn. Víst er heitt þar. Og þegiðu svo. — Jeg var bara að spyrja vegna hennar ömmu. Henni var altaf svo kalt meðan hún var hjá okkur. Veiklundaður maður og tómur poki geta ekki staðið upprjettir hjálpar- laust, FABRIEKSMERK Vandlátar húsmæður kaupa Hjartaás- smjörlíkið. Til afmælisdafísins: „Sirius“ suðusúkkulaði. 4 Gætið vörumerkisins. PósthússL 2 Reykjavik | Simar 542, 254 og 300 (framkv.stj.) ! Alíslenskt fyrirtæki. ÍAlIsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiöanlegri viöskifti. ■ Leitiö uyplýsinga hjá nœsta umboösmanni. Fálkinn iæst eftirleiðis keyptur í tóbakssolunni í Hótel Borg. aiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiin>>

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.