Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1930, Side 14

Fálkinn - 04.10.1930, Side 14
14 F A L K I N N kolsvart hárið laust greitt yfir lágt ennið, um langan hálslnn hafði hún vafið' gráum silkiklút. Anania roðnaði í hvert sinn og hann sá kon- una. Hann fann til sjúkrar meðaumkvun- ar og fanst um leið hann fyrirlíta hana, en óþekt, illviljað afl, dró hann einmitt altaf fram eftir þessari götu. VI. Það var páskafrí. Dag nokkurn þegar Anania var að lesa grísku málfræðina sína og gekk á meðan fram og aftur á mjóum gangi á milli silfur- grænna ertuskokksbeðja heyrði hann að bar- ið var á hliðið. I trjágarðinum var auk hans, olíupressar- inn, sem raulaði fyrir munni sjer ástavísu eft- ir skáldið Luca Cubeddu, Nanna, sem var að hreinsa arfa með aðstoð zio Pera og í gras- inu lá Efes Cau, drukkinn auðvitað. Það var heitt í veðri, rósrauð ský sigldu eft- ir ljósbláum himninum og hurfu bak við hina bláu tinda Olienafjallsins, neðan úr dalnum stigu hljómar og angan, sem breidd- ust út í hinu hlýja lofti. Annað kastið rjetti Nanna úr sjer með hendina á bakinu og kastaði fingurkossum til Anania. •— Hjartað mitt, sagði hún viðkvæmnis- lega, Guð blessi þig! Þarna gengur hann og les eins og dálítill dómsherra. Hver veit hvað úr honum kann að verða. Kanskje hann verði rannsóknardómari, allar stúlkurnar í borg- inni langar til að taka hann upp eins og kon- fektmola. Ó, veslings bakið á mjer! — Haltu áfram! sagði sio Pera. Jeg vildi að það sæti kúla í lifrinni á þjer, haltu áfram að vinna og láttu drenginn vera í friði. — Jeg vildi þú værir orðinn sköllóttur! Ef jeg væri ung stúlka myndirðu ekki tala svona til mín, skyrpti Nanna illkvittnislega út úr sjer og laut aftur niður, síðan rjetti hún aftur úr sjer og kastaði kossi af fingrum sjer til Anania, sem alls ekki Ijest taka eft- ir því. — Hver er þar? lirópaði olíupressarinn, sem heyrði að verið var að berja á garðs- hurðina. Anania og Efes litu upp, annar frá bók- inni liinn frá grasinu, það var næstum því sami svipur á andhtum beggja. Hugsa sjer, ef það skyldi nú vera signor Carboni? Já Anania og drykkjumaðurinn fundu hjer um hil til sömu blygðunar og feimni, þegar signor Carboni kom að þeim í trjágarðinum. Efes Cau fann allan þunga niðurlægingar sinnar, þegar hinn vingjarnlegi maður með miklum og sorgbitnum svip og án nokkra ávítana ■— í því var liann ólíkur flestum öðrum — heils- aði honum og talaði við hann. Anania datt aftur á móti í hug móðir sín þegar hann sá hann og blygðaðist sín fyrir það að hann skyldi voga sjer að hugsa um Margheritu. Báðir, bæði nemandinn og flækingurinn, fundu þó til viðkvæmrar og þakklátrar gleði, þegar þeir sáu hið góðlega andlit þessa heið- urs manns. Það var barið aftur. — Nú hver er þar? hrópaði olíupressarinn og hætti bæði að syngja og stinga. — Jeg skal fara, kallaði Anania og hljóp af stað og veifaði bókinni út í loftið, en zio Pera mælti: — Ef það er patroninn, verður Efes að rísa á fætur og látast vinna, það er skömm að því, að hann altaf skuli vera að rekast á Efes hjerna, liggjandi endilangan eins og dauð- an hund. Nanna ræskti sig, um leið og liún tróð rif- inni kjóldruslunni milli hálfnaktra og blá- rauðra fótanna. Zia Pera kallaði og sneri sjer að drykkjmanninum: — Heyrðu, palandrone, rístu upp og láttu eins og þú gerir eitthvert gagn .... Efes fór að reisa sig við, en Nanna gerði skyndilega mótspyrnu: — Þá fer jeg! Hversvegna á hann að látast vinna? Hversvegna vilt þú vera að ónáða hann, zio Pera Sa Gattu, jeg vildi að þú værir orðinn sköllóttur? Veistu ekki að liann hefir verið rikur og að liann nú, eins og hann er, þó er þjer fremri? — Þú tekur svari hans? Hrafnarnir kroppa ekki augun hver úr öðrum, fnæsti karlinn. Þrætan náði ekki lengra, því nú kom Anania aftur. í fylgd með honum var unglingur í fonniskum búningi, magur, fölleitur og lík- astur rottu í framan. — Þekkurðu hann? sagði skólasveinninn, og snjeri sjer að föður síniun. Jeg ætlaði ekki að þekkja hann heldur. — Hvað lieitir þú? spurði olíupressarinn og þurkaði sjer um hendurnar á grasinu. Unglingurinn hló feimnislega og leit til Anania. — Það er Zuanne Atonzu! hrópaði skóla- pilturinn. Hann er orðinn svona stór. — Góðan daginn! Við erum frændur, sagði olíupressarinn og faðmaði að sjer fonnesing- inn. Velkominn! Hvernig líður móður þinni? — Ágætlega. — Hversvegna ertu hingað kominn? — Jeg er vitni í máli. — Hvar er hesturinn þinn? Á vertshús- inu? Veistu ekki að við erum frændur? Nú hversvegna ertu þar? Er það af því að við erum fátæk að þú vilt ekki vera hjá okkur? — Eins og jeg sje kannske svo rikur sjálf- ur! sagði unglingurinn lilæjandi. — Jæja, þá förum við og sækjum hestinn og förum með hann heim tii olckar, sagði Anania og stakk bókinni í vasann. Þeir gengu saman, Anania barnslega glað- ur yfir því að sjá aftur hinn látlausa liirði í einfalda búningnum sínum, það rif jaðist aft- ur upp fyrir honum liðna og f jarlæga lieima. Zuanne gagntekinn feimni gagnvart þessum fölleita fína herra með marglita trefilinn sinn og hvíta skyrtukragann. — Mamma, settu upp kaffið! kallaði An- ania utan af götunni, síðan fylgdi liann gest- inum inn í litla herbergið sitt og byrjaði að sýna honum dótið sitt, alveg eins og krakki. Margir hlutir fyltu hið langa og mjóa lier- bergi með hvitmáluðu loftinu og leirgólfinu. Þar á meðal voru tvær kistur, líkar gömlu venetiönsku kistunum. Á þær hafði einhver listamaður sniðið gamma og erni, vilhsvín og undarleg blómstur. Hátt skrifhorð. Körfur hjengu á veggjunum milli mynda með kork- römmum utanum. I einu horninu stóð olíu- brúsi, í öðru var mjóa rúmið hans Anania með gráu ullarbrekáni yfir, sem zia Tatana hafði spunnið þráðinn í, og milli rúmsins og gluggans, sem vissi út að runnunum í garð- inum, stóð lítið borð með grænum dúki og bókahylla úr livítu trje og hafði meistari Pane af mikilli snild sniðið út hornin í stíl við útskurðinn á kistunum og skreytt þau með gamaldags blöðum og blómum. Á borð- inu og á hyllunni láu nokkrar bækur og f jöld- inn allur af skrifbókum, allar skrifbækur Anania, nokkrir útskornir askar, almanök og bunkar af sardínskum timaritum. Alt var hreinlegt og í röð og reglu, blómailminn lagði inn um gluggann, á dökku lirufóttu gólfinu dönsuðu ljettilega tvö skrælnuð laufblöð, á borðinu lá Les Miserables uppslegin. Margt, margt var það, sem Anania hefði viljað og getað sýnt liinum unga gesti, eins og hann hefði verið langþráður bróðir. En á meðan hann var að opna og loka hinum leyndardómsfullu öskjum sat Zuanne þögull, og kuldaleg framkoma hans eyðilegði von hráðar hina barnslegu gleði Anania. Til hvers var það svo sem? Hversvegna hafði hann boðið þessum sauðahirði inn í herbergi það, þar sem hinir einmana draum- ar hans höfðu blandast hunangsanganinni af ávöxtunum og lavendelvöndunum, sem zia Tatana geymdi í kistunum? I þetta her- bergi móti runnunum, móti grasivöxnum þökunum á steinkofunum, þarna sem heim- urinn blasti við honum grænn og blómum skreyttur og granitfjöllin út við sjóndeildar- hringinn ? Á eftir gleði hans kom yfir hann þunglynd- iskast. Það var eins og fæðingarstaður hans, hið liðna, fyrstu bernskuárin, minningarnar, sem voru fullarf af söknuði og þrá, ást hans til fósturbróður síns, alt þetta hefði ekki verið annað en draumur. — Við skulum fara, sagði liann næstum önugur. Og svo fór hann með liirðinn unga út á göturnar i Nuoro. Hann reyndi að kom- ast hjá að mæta skólabræðrum sínum, því hann var hræddur um að þeir myndu skop- ast að sjer og spyrja liann hvaða sveitamað- ur það væri eiginlega, sem hann væri að láta elta sig um bæinn. En þegar þeir gengu fram lijá húsi signor Carboni, varð hann var við búlduleitt andht i dyragættinni, það sýndist ennþá rjóðara vegna endurskins frá rauðri treyju. Anania reif ofan liattinn og það virtist svo sem rauði liturinn hefði líka flogið yfir and- lit hans. Margherita hrosti og aldrei höfðu víst spjekoppar setið fegurra í nokkruum kinnum. — Hvaða kona er þetta? spurði Zuanne aulalega, strax og þeir voru komnir fram hjá. — Kona! Það er telpa á mínu reki! sagði Anania hálf önuglega. Hún er bara þremur fjórðu úr ári eldri en jeg. Zuanne varð utan við sig af feimni og þorði varla að æmta eða skræmta framar. En nú var eins og einhver óstjórnleg löng- un liefði gripið Anania til þess að skrökva, til þess að gera sig til, vilji hans gat ekki stýrt tungu hans, liann vissi að það sem hann ætlaði að fara að segja var ekki satt, en hann sagði með ljúfri þrá eftir að það ef til vill einhverntíma kynni að rætast. — Það er kærastan mín, sagði hann. Um kveldið, Ijet olíupressarinn, sem ló endilangur á hálmmottu í eldhúsinu, Zu- anne segja sjer frá rústunum, sem fundist hefðu í Sorrabile, fornaldarborginni og ver- ið var að grafa upp. Það var i grend við Fonni, og spurði livort þar ennþá kynnu að finnast nokurir fjársjóðir, en Anania stóð inni á lierhergi sínu og horfði inn um glugg- ann á tunglið, sem smátt og smátt hóf sig

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.