Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1930, Side 4

Fálkinn - 25.10.1930, Side 4
Emil Nielsen, framkuœmdasfjórí. Sigurður Pjetursson, Saga íslenskra millilandasigl- inga hefst i raun rjettri ekki fyr en með stofnun Eimskipafje- lags lslands, enda þótt innlendir menn hafi haft skip í siglingum til útlanda fgrir þann tima. En með stofnun Eimskipafjelagsins cr stigið spor, sem gerbreytir allri aðslöðu lslendinga svo að eyjarbúarnir eru ekki framar skipalaus þjóð og þurfa ekki að eiga all sitt undir geðþótta er- lendra manna. Þó að margir góðir menn hafi lagt hönd á plóginn og stutl að gengi Eimskipaf jelagsins fyr og siðar þá mun tæplega hægt að segja, að nokkur þeirra eigi eins mikinn þátt í þvi starfi eins og Emil Nielscn, sem hefir ver- ið framkvæmdarstjóri fjelagsins frá slofnun þess og þangað til að hann Ijet af því slarfi nú i sumar og gerðist trúnaðarmað- ur fjelagsins erlendis. Má full- yrða, að Nielsen hafi tekið svo miklu ástfóstri við fjelagið og stjórnað því með svo mikilli ár- vekni og samviskusemi, að eins- dærni megi heita. Honum var þegar í öndverðu Ijóst, hve þýð- ingarmikið verk fjelagið hafði að vinna, og að landið var engu betur statt án innlends eim- skipafjelags en t. d. án síma, pósts eða vita. Enda hefir það sannasl síðan fjelagið tók til starfa, að ýmsir landshlular vita nú fyrst hvað siglingar eru og allir hafa landsmenn lært að skilja það á ófriðarárunum, að Eimskipafjelagið var þá hinn mesti bjargvæltur þjóðarinnar. Og til marks um skilning fram- kvæmdarstjórans á hlutverki fjelagsins má benda á, að fje- lagið hefir fyrst og fremst hugs- að um að reka siglingarnar með hag almennings fyrir augum en síður hirt um stundar hagnað. Eimskipafjelagið varð stöðu sinnar vegna að hugsa meira um fjöldann en um hluthafana. — Emil Nielsen sá ísland fyrst vorið 1805 og var hann þá 24 ára gamall. Var hann skip- stjóri í siglingum hingað hin næstu árin og síðan á skipinu „Mars“ til 1001. Þá var Thore- fjelagið slofnað og var Nielsen einn af stofnendunum og sigldi jafnan einhverju af skipum fje- lagsins, lengst af „Slerling", sem þótli á sinni tíð besta skipið er til íslands gekk. Á þessumárum sigldi Nielsen á flestar hafnir þessa lands og varð þaulkunn- ugur landsháttum hjer og skil- yrðum fyrir siglingum. Varð það til þess, að þegar Eimskipafje- lagið var stofnað, þótti sjálfsagt að snúa sjer lil Nielsen og biðja hann um að verða forsljóri fje- lagsins. Tók hann þátt í undir- búningsstarfseminni og var ráð- inn [orstjóri frá 1. apríl lOlb. Hefir hann þannig gegnt starf- inu rúm 16 ár, því að liann sagði af sjer frá síðustu áramótunum en gegndi starfinu fram að miðju ári. — Það liefir áreiðanlega ekki skipstjóri á „GuIIfossi" er nú orðinn elstur í hettunni þeirra skipstjóra íslenskra sem sigla hjer farþegaskipum. Og þó er maðurinn ekki nema fimtugur. Sigurður er Seltirningur að ælt og á enn heima á bernsku- heimili sínu, Hrólfsskála. Tæp- lega tvítugur tók hann stýri- mannspróf hjer og síðar skip- stjórapróf, en árið 1010 og 1012 danskt stýrimanna- og skip- stjórapróf. Árin 1002—6 var hann stýrimaður og skipstjóri á einum fiskikútternum hjer við Faxaflóa. Þegar Gullfoss var fullsmíð- aður og hóf siglingar var Sig- urður ráðinn skipstjóri hans og hefir verið það síðan, eða rúm 15 ár. I þeirri stöðu hefir hann orðið maður þjóðkunnur bæði verið neinn barnaleikur að stjórna Eimskipafjetaginu á undanförnum árum. Fjelagið var ekki tekið til starfa þegar heimsstyrjöldin byrjaði og hafði endaskifii á öllu siglingará- standi. Fjetagið varð að snúasjer vestur til Ameríku og yfirleitt prófa nýjar leiðir og óvissar. Og samkepnin af hálfu hinna eldri fjelaga sem hingað sigldu hefir verið hörð. En eigi að síður hef- ir Eimskipafjelagið varist öll- um ágjöfum prýðilega og stend- ur nú fastari fólum en nokkru sinni fyr með prýðilegan skipa- slól og ágæt sambönd. Emil af orðrómi og eins persónulega, því margar eru þær hafnirnar orðnar sem Gullfoss hefir kom- ið við á. Og í þessari stöðu hefir hann ekki aðeins orðið kunnur maður heldur líka vinsæll mað- ur, sem allir minnast með virð- ingu og líta upp til sakir mann- kosta, lipurðar og rjettsýni. Eimskipafjelagið var heppið í valinu er það fjekk hinn fyrsta skipstjóra sinn. Undir vali hans var ekki síst mikið komið. Því að skipstjórinn er í rauninni eigi aðeins skipstjóri heldur umboðsmaður fjelags síns hvar sem hann kemur og undir lip- urð hans eru vinsældir fjelags- ins að miklu leyti komnar. Mun óhætt að segja, að fá fjelög hafi öðrum eins skipstjórum á að skipa og Sigurður er. Nielsen getur litið yfir fagurt og þarflegt dagsverk er hann skil- ar af sjer sljórnartaumunum og hann getur verið viss um, að þjóðin öll þakkar honum og mun bera hlýjan hug til hans fyrir það verk, sem hann hefir unnið landinu til heilla. Háskólinn í Chicago hefir nýlega komist yfir handrit aðguðspjöllunum, sem ritað er á tíundu öld. Hafði hand- rit þetta legið árum saman á Jim Colosimo’s Cafó, einni mestu bófa- kránni í Chicago, og var notað í stað biblíu til þess að sverja eið við, af glæpamannafjelagi einu, sem hafðist við þar á kránni.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.