Fálkinn - 25.10.1930, Síða 8
8
F A L K I N N
Myndirnar sem hjer eru birtar
ern frá allra svartasta tíma trú-
arbragðaofsóknanna á Spáni. Af
tilviljun einni kom við gröft
fyrir kjallara að nýju liúsi þessi
ógurlega eymdarsaga fyrir sjón-
ir nútímamannanna. Tilviljunin
flutti fram í dagsbirtuna lík 18
manna, sem einhverntíma um
1670 eða svo, hefir verið varpað
i kjallaraholuna og dáið liafa
þar hungurdauða, með öllum
þeim skelfingum, sem því fylgir.
Og þelta er aðeins einn kjallari,
eitt fangelsi af mýmörgum á
Spáni, þar sem fólk hefir farist
vegna trúar sinnar. En undar-
leg tilviljun var það máske að
þetta fangelsi var við hliðina á
Icirkjunni. Efri myndin er af
myrkrastofunni en hin neðri
af kirkjunni.
mmmmmmrnéi
Sundíþróttin er mjög útbreidd í Ameríku, ekki síst meðal barna.
Myndin hjer að ofan er frá sundmóti, sem nýlega var haldið í
Chicago; tóku þátt í því 900 stúlkur og drengir, öll á aldrinum
12—13 ára. Myndin sýnir nokkra keppendur varpa sjer til sunds
á 100 yards skeiði.
Nýlega þreyttu sex stúlkur kappflug yfir þvera Norður-Amertku,
hafanna á milli. Myndin sýnir fylkisstjórann i Kaliforníú árna
þeim fararheila og afhenda þeim uppdrátt af leiðinni, sem þær
eiga að fara.
■
!
,'v"
’:■. ....
' •
Myndin hjer til vinstri er af lengsta
brúarboganum, sem bygður hefir
verið í heimi. Er brú þessi yfir liöfn-
inni í Sidney í Ástralíu og er um
það bil að verða fullgerð. Ilún er
svo há, að siærstu skip geta siglt
undir liana og hefir kostað um 120
miljón krónur. Hafið á brúnni milti
stöpla er 1650 fet; gangbrúin er 160
feta breið og hæð hennar yfir sjáv-
armál er 170 fet.