Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1930, Side 13

Fálkinn - 25.10.1930, Side 13
F A L K I N N 13 1' ! Besta verðið. Iíaffistell 12 manna .... 21.00 Kaffistell 6 manna ........ 12.50 Vaskastell 5 hlutir ....... 10.00 Matarstell 6 manna........ 15.00 Ávaxtastell 6 manna....... 5.75 Borðhnífar riðfríir ........ 0.85 Skeiðar og Gafflar alp. .. 0.60 Teskeiðar, Alp.............. 0.35 Skeiðar og Gafflar 2 lurna 1.50 Teskeiðar 2 t............... 0.45 Iíökuspaðar 2 t............. 2,25 Ávaxtahnifar 6 st. pr..... 5.00 Bollapör postulins ......... 0.50 Rakvjelar Valett m. slípól 4.00 Rakvjelablöð 10 st. pr. .. 1.00 Rakvjelarblöð Gilette .... 0.35 og margt margt fleira óvenjulega ódýrt. Sennt gegn póstkröfu um land alt. Verslnn Jöns B. Helgasonar Laupveg 12 íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiing Besta fermingargjöfin. Pelikan-lindarpenninn er fyltur án nokkurra hjálp- artækja (sjálffyllandi) hreint og þokkalega úr hvers- konar blekbyttu og það enda þótt lágt sje í byttunni. Engin gúmmíblaðra. Engir ryði undirorpnir hlutir. Fyllitækið er fábrolin bulla (stimpill), sem skrúfuð er upp og niður og tæpast getur aflagast (D.R.P.). Rúmar mikið blek. Sjálfvirk hreinsun. Blekforði Pelikan-Lindarpennans er altaf sjáanleg- ur, því að blekgeymir hans er úr gagnsæju Bákelite. Blekdreifirennurnar, sem eru undir sjálfum penn- anum, eru af nýrri, áður óþektri gerð (D.R.P.), sem tryggir það að penninn gefur jafna skrift og klessir ekki. Hægt er að opna og bera Pelikan-lindarpennann hvernig sem hann veit. Klemman er fögur og sterk, rennur mjúht yfir vasa- barminn, en heldur þó vel. Penninn er gerður í E-, Ef-, M-, B- og Kúlu-styrk- leik, svo að hver getur valið við sitt hæfi. Best er afl aualvsa í Fálkanum ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. annaðhvort fara til Cagliari eða Sassari? Hversvegna viltu nú vera að fara lengra burtu? Jesús Maria, það er enginn leikur að þurfa að fara yfir hafið, það er sagt að mað- ur verði svo veikur, að maður geti dáið. Og svo stormarnir! Þú gleymir alveg stormin- um? — Þið skiljið ekki neitt, sagði Anania reiðilegur og sneri blöðunum i bókinni eins og hann læsi með ógnar hraða. — Þú sagoir jú, sjálfur....! Hvaða dutl- ungar eru nú þetta? Er þá elcki hægt að lesa eins mikið á Sardiníu eins og á megin- landinu? Hversvegna viltu fara þangað? Ja, hversvegna? Það skildu þau ekki! Skyldi það hafa verið til þess að lesa? Þeg- ar frá fyrsta degi — haustdaginn fagra þeg- ar Bustianeddu fylgdi lionum í skólann í klausturbyggíngunni liafði liann ekki hugs- að nema um aðeins eitt, og það var ekki lest- urinn. Hinar hyggilegu ávítanir zia Tatana lægðu smátt og smátt í honum rostann. — Heyrðu mig, þú ert enn þá barn, viltu nú einna seytján ára, fara að fara einn út i heim? Viltu tínast í hafinu, einmana, langt frá okkur öllum eða dragast til dauða i borg, sem þú segir sjálfur að sje eins stór og skógur? Farðu nú fyrst til Cagliari, signor Carboni lætur þig hafa heilmörg meðmæla- brjef, hann þekkir alla í Cagliari, hann þeklc- ir meira að segja markgreifa þar. Vertu nú svolítið þolinmóður, santa Caterina mia. Þú getur svo sem farið þangað líka, þegar þú ert orðinn svolitið eldri. Þú ert eins og hjera- ungi sem nýbúið er að venja af, þú ert rjett kominn út úr hreysinu og ferð svolitla ferð eins og að múrnum kring um lancan. Svo geturðu snúið við aftur og vaxið og liætt þjer lengra næst, og athugað livaða leið þú óskar að velja þjer. Vertu þolinmóður! Mundu að við erum nærri, mundu að það er auðveldara fyrir þig að koma heim ef eitthvað kemur fyrir. Þú getur komið lieim í jólafríinu. — Jæja, þá fer jeg til Cagliari, sagði Ana- nia og var orðinn rólegur aftur. Daginn eftir fór hann að kveðja. Hann fór til skólastjórans, til prestsins, sem var vinur zia Tatana, til læknisins, til þing- mannsins og loksins til klæðskerans, balc- arans, og skósmiðsins, Franziscu Carshide, fallega unga mannsins, sem um tíma var tíður gestur lijá olíupressaranum. Nú var Carchide orðinn efnaður, enginn vissi á hvern lxátt það hafði skeð. Hann hafði fall- ega vinnustofu, og fimm sex verkamenn í vinnu, klæddi sig eins og borgari, talaði vandað mál og hafði lag á að leika finan herra þegar til hans komu konur í verslun- arerindum. — Vertu sæll! sagði Anania um leið og liann steig yfir þrepskjöldinn inn í vinnu- stofuna, á morgun fer jeg til Cagliari; viltu að jeg gjöri nokkuð fyrir þig? — Já, sagði einn af sveinunum og leit hlæjandi upp. Sendu honum gimsteinshring, því liann er að hugsa um að giftast dóttur borgarstjórans. — Já, livað væri svo sem á móti þvi? mælti Carchide í þykkjulegum tón. Gerðu svo vel og íaðu þjer sæti. En Anania flýtti sjer hurlu. Hann var reið- ur yfir þessu gamni, og lionum fanst það vera að gera lítið úr Margheritu að fara að bera liana raman við Carchide. í dyrunum mætti hann drengnum sem sagður var að vera sonur Carboni. Það var langur og renglulegur unglingur, boginn í baki, fölleitur með framstandandi kinnbein og dökka hringi um þunglyndisleg augu, blá eins og augu Margheritu. — Vertu sæll, Antonino, sagði stúdentinn, hinn leit til hans með hálf óvingjarnlegu augnaráði. Þegar Anania kom heim sagði hann zia Tatana frá öllu, sem við liafði borið. Hún sat fyrir framan stórt fat og var að búa til aranciata góðgæti úr appelsínuberki, möndl- um og hunangi, sem var einna líkast hun- angsköku, og sem átti að vera gjöf til hátt- standandi manns í Cagliari. — Heyrðu, sagði Anania, presturinn þinn þinn gaf mjer einn scudo, og læknirinn gaf mjer tvær lírur. Jeg vil ekki taka á móti pen- ingum. — Skammastu þín strákurinn þinn! Það er siður að gefa stúdentum peninga, þegar þeir fara að heiman í fyrsta sinn, sagði zia Tatana, á meðan hrærði hún varlega í skál- inni með tveimur göflum. Sterkur hunangsilmur fylti eldhhúsið, gul- ar körfur, sem búið var að fylla með mat- vælum stúdentsins, stóðu á víð og dreif um gólíið. Anania settist aftan við zia Tatana, tók köttinn í fang sjer og fór að strjúka hann. — Hvar skyldi jeg nú verða eftir viku, sagði liann hugsi. Vertu kyr Musittu (kisa), legðu niður rófuna! Presturinn þinn hjelt langa tölu yfir mjer. — Hann hefir líklega ráðlagt þjer að skrifta áður en þú færir á stað? — Það gerði fólk i gamla daga, þegar það fór ríðandi til Cagliari og var þrjá daga á leiðinni. Nú er það ekld lengur tíska, sagði Anania fyrirlitlega. — Ljóti strákurinn þinn, þú trúir ekki lengur á Guð! — Jú í hjarta mínu. Þessi orð hughreystu hina góðu konu dá- lítið. Iiún minti hann á ummæli bibliunnar um Eli, og svo spurði hún: — Hvert fórstu svo? Hann fór aftur að segja frá. Ketlingurinn hafði skriðið upp á öxl hans og sleikti eyra hans, liið undarlega kitl kom honum til að

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.