Fálkinn - 08.11.1930, Síða 9
F A L K I N N
9
í Bolivíu l Suð-
. ur-Ameriku .
þykir stjórnar-
. farið oftast .
ganga á trjefót-
um og . upp-
reisnir eru þar
tíðar. En Boli-
vía er ríkt land.
Þar eru silfur-
námur ótæm-
andi og þó að
írlega sje unnið
þar mikið af
Hefir silfur verið unnið þar að staðaldri síðan 15¥.) og sjer þó
eigi högg á. Á hverju ári er þar unnið silfur fyrir margar
miljónir króna.
Lord Mayor Lundúnaborgar a
, ./ ,, .. , , ferð i Kaupmannahöfn i sumar.
Fyrir allmorgum arum var danska myndhoggvaranum Gustaf
Borglum falið að gera stærsta minnismerki í heimi. Atii hann að
höggva myndir á 700 feta hátt standberg í Georgíufylki og þess-
ar myndir áttu að sýna aðalforingja suðurríkjanna í þrælastríð-
inu, sem háð var milli norður- og suðurfylkjanna í Bandaríkj-
unum fyrir nær sjötiu árum. Fyrst og fremst átti þetta minnis-
merki að vera Robert Lee hershöfðingja til vegsemdar. Borglum
er nú langt kominn með þetta verk, en það má heita stórvirki,
því að sumar myndirnar, t. d. riddaramyndirnar eru um 200 feta
háar og öll lágmyndin á berginu um 1100 fct á breidd. Kostnað-
urinn við minnismerkið er um 3y2 miljón dollara og er gert ráð
fyrir, að þvl verði lokið á sjö árum. — En nú hefir missætti orð-
ið milli Borglum og forstöðunefndarinnar og hefir hann verið
sviftur verkinu og öðrum manni falið að tjúka við það. Borglum
hefir að sögn verið hólað fangelsisvist ef hanri komi inn fyrir
landamæri fylkisins, því að nefndin hefir hann grunaðan um
að vitja eyðileggja frumdrættina að því, sem ógert er af minnis-
merkinu. — Að ofan sjest mynd af parti úr minnismerkinu og
t. v. mynd af Gustaf Borglum.
Hve hátt er hægt að byggja í
New York? Chrysler bílakongur
hefir metið sem stendur og er
skýjakljúfur hans 77 hæðir.
Keopspýramýdinn er 170 metrar
á hæð, en Chrysler-Buildings
310 metrar. En hvað lengi verð-
ur Chrysler hæstur? Nú hefir
Waldorff-A storia-gistih úsið ver-
ið rifið og þar á að fara að reisa
85 hæða byggingu, sem heitir
„Empire States Building“ og á
að kosta 50 miljónir dollara.
Iljer að ofan sjest Chrysler-
byggingin.
íslenskar stúlkur á Alþingishá-
tíðinni í sumar sem leið, undir
erlendu fánaröðinni.