Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Side 4

Fálkinn - 15.11.1930, Side 4
4 F A L K I N N Fjelagsprentsmiðjan á fertugsaf- mælimæli í ár.En uppruna hennar er að leita til prentsmiðju þeirrar, sem Sigmundur heitinn Guðmundsson stofnaði samkv. leyfisbrjefi 8. nóv. 1883 og var vönduð mjög og hafði hraðpressu. Rak hann hana til 1887 að hann seldi hana Sigfúsi Eymunds- syni og fleirum, en Sigfús seldi hana aftur árið 1890 Halldóri Þórðarsyni bókbindara og þrem öðrum og hefir hún heitað Fjelagsprentsmiðjan sið- an. Stjórnaði Halldór prentsmiðjunni síðan í 25 ár eða til 1915 að hann seldi hana núverandi eigendum, þeim Brynjólfi Björnsyni tannlæknir, Pjetri Gunnarssyni stórkaupmanni, Konráð lækni Konráðsyni (en nú er ekkja hans eigandi að hans hluta) og Steindóri Gunnarssyni fram- kvæmdarstjóra. Hafði Steindór verið yfírprentari prentsmiðjunnar í mörg ár í.tíð Halldórs og annast rekstur hennar að mestu leyti. — Eftir að eigendaskiftin síðustu urðu fór prentsmiðjan óðum að færa út kvíarnar. Árið 1916 keypti hún prentsmiðju Skúla Thoroddsen og 1917 prentsmiðjuna Rún og húseign hennar við Ingólfsstræti, en þar var fyrsta sjálfsileggjarapressan, sem kom hingað til lands. Fluttist Fje- lagsprentsmiðjan þá í Ingólfsstræti og er þar enn, en húsið hefir verið mikið stækkað síðan og er verið að stækka það á ný þegar þetta er skrif- að. Hefir fyrirtækið farið mjög stækk andi síðustu 15 árin undir stjórn Steindórs Gunnarssonar. Prentsmiðjan eignaðist fyrstu setj- aravjelina sem kom hingað til lands en nú hefir hún þrjár. Ýmsar ný- ungar hefir hún flutt inn i landið, svo sem áhöld til að gera með upp- hleypt letur, dálkastrykunarvjel, á- höld til gúmmístimplagerðar o. fl. í Fjelagsprentsmiðjuni hafa verið prentuð mörg kunn rit, svo sem ís- lendingasögur. Dagblaðið „Vísir“ hefir verið prentað þar i mörg ár. Yrði of langt að fara út i upptalning á þvi, sem prentsmiðjan hefir látið á „þrykk út ganga“ jafnvel þó að- eins væri getið þess helsta, því jafn stórt fyrirtæki og Fjelagsprentsmiðj- 4<J ofun sjast tvær nijndir teknar sín frá hvorum enda setjarasalsins á 2. hæö. Myndin til vinstri er af Hall- dóri Þóröarsyni, eiganda og for- djóra prentsmiöj- unnar í 25 ár, en til hægri er mynd :if húsinu á Lauga veg 2, þar sem prentsmiöjan var alla hans tíö. Til vinstri: mynd af Steindóri . Gunnarssyni, . elsta starfsmanni FjelagsprentsmiÖj unnar og fram- kvæmdarstjóra hennar og meÖ- eiganda síöastliö- in 15 ár. Til hœgri: Hiö reisu- lega hús Fjelags- prentsmiðjunnar i Ingólfsstræti. an er, framleiðir ekki neitt smáræði á ári hverju.Væri það því eigi óálit- legt bókasafn, ef saman væri komið á einn stað það af bókum blöðum og ritum, sem prentsmiðjan hefir látið frá sjer fara öll hin mörgu liðnu ár. — Auk þess hefir prentsmiðjan jafn- an lagt mikla stund á smáprentun (accidens). Hinir mörgu skiftavinir prentsmiðjunnar um land alt munu óska prentsmiðjunni til hamingju með afmælið. l ' 'Z'V", Úr vjelasalnum á neðstu hœö.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.