Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Side 8

Fálkinn - 15.11.1930, Side 8
8 FÁLKINN Ríkisþing Hollendinga er einkennilegt að því legii, að það er kona, sem setur þingið. Eru Hollendingar eina ríkið í heimi, þeirra er menningarríki geta kallast, sem stjórnað er af meykonungi og likur til að svo verði enn lengi framvegis, því að ríkiserfingi Hollands, eina barn Vilhelmínu drotningar, er stúlka. Heitir hún Júlíana. Vilhelmína drotning tók ríki árið 1890 og er enn á besta aldri. Þing Hollendinga, sem heitir á þeirra máli Staaten Generaal er í tveimur deildum; er efri deildin kos- in til níu ára í senn af hinum 11 fylkjum ríkisins og sitja þar 50 þingmenn, en neðri deildin er kosin með almennum bein- um kosningum til fjögra ára í senn og sitja þar 100 þingmenn. Fylldn hafa heimastjórn einskonar í ýmsum málum og er stjórn- að af fylkisráðum og kjósa þau fulltrúana til efri málstofunnar. — Myndin hjer að ofan er tekin í málstofu neðri deildar er þingið var sett í haust. Situr drotningin þar í hásæti og les upp boðskap sinn til þingsins, eu Júlíana krónprinsessa á aðra hönd henni og maður drotningarinnar á hina. 1 Toldo var nýlega haldin minningarhátíð í tilefni af því, að 7 ár voru liðin frá jarðskjálftunum miklu í Japan, árið 1923. Er það einn af hryllilegustu jarðskjálftum veraldarsögunnar og varð manntjónið ógurlegt. Til minningar um jarðskjálftann hef- ir verið reist hús það sem hjer sjest á myndinni að ofan. t Kalíforníu hafa menn tekið að iðka nýja i þrótt, ckki ósvipaða sleggjukasti eða kúluvarpi. Er það skeifukast, og miðar íþróttin ekki aðeins að kasia langl heldur jafnframt að hitta ákveðið mark. Það eru einkum gamlir menn, sem iðka þessa iþrótt, því hún reynir ekki mikið á aflið.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.