Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Side 13

Fálkinn - 15.11.1930, Side 13
F Á L K I N N 13 WESTINGHOUSE LJÓSASTÖÐIN m:!ð rafceyraum. Ei seld og \iS- urkend um nll an lieim fyrii að vera trausl sparneytin og mjóg auðveld nolkun. Fer i gang við eit. lítið Jiandtak. hægt að stilla svo liún stansi þegar geymarn irer ífullhlaðn- ir S.ierstaklega hentug fyrir smá þorp eða stór veitaheim ili. Fæst af ýmsum stærð- um. Ef þjer hafið ekki hentugt vatnsafl þá er þetta það besta. Meira og betra ljós eykur þægindi, lífsþrótt og lifsgleði. Leitið upplýsinga. Svar um hæl. Pósthólf 565. Sími 1690. EIRÍKUR HJARTARSON lteykjavík. BlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllB Útvegsbanki íslands h.f. | Ávaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka íslands h. f. Vextir á innlánsbók ix/l% P- a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. ■aiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiB Best að auglýsa í Fálkanum ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. næði henni aldrei aftur, löngunin eftir að faðma hið grannvaxna mitti hennar með ljósa handinu gerði hann alveg frá sjer. „Jeg sje hana aldrei aftur. Jeg dett dauður niður, um leið og hún lokar hliðinu“, hugs- aði liann þegar þau komu á hin örlagafullu endamörk. Margherita dró slána frá, snjeri sjer síðan við og rjetti stúdentinum hendina. Hún var náföl. — Verlu sæll, Anania. . . . jeg skal skrifa þjer. — Vertu sæl, sagði liann titrandi af gleði, en í stað þess að ganga út í gegn um liliðið steig hann citt skref aftur á bak inn i skugg- ann og dró Margheritu að sjer. Og háðum fanst eins og ógurlegum öfl- um í loftinu lysti saraan og yrðu að engu um leið og varir þeirra mættust, því á með- an þau kystust, og gleymdu öllu öðru, fundu þau þrumurnar drynja og hita og ofbirtu eldingarinnar leika um sig. VIII. I Cagliari gekk Anania fyrst á æðri skóla og síðan á háskólann, liann lagði stund á lögfræði og nam hana í tvö ár. Þessi ár voru einskonar innskotsþættir í lífi hans, dvalartími fullur af friði og sam- ræmi. Strax í lestinni, þegar hann fór í gegn um hið eyðilega sardinska landslag, sem var enn- þá ömurlegra að haustinu til en vanalega, fann hann nýtt líf vaxa upp í sál sinni. Það var eins og hann væri orðinn allur annar maður, eins og liann hefði farið úr síitnum og þröngum fötuin í önnur ný, þægileg og rúm. Voru það kossar Margheritu, sem gei’ðu hann svo hamingjusaman eða var það skiln- aðurinn við hina smámunalegu og hvers- dagslegu athuiði liðna tímans? Eða ef til vill gleðin yfir frélsinu, eða liugsunin um veröld þá, sem við honum hlasti? IJann vissi það ekki, og reyndi elcki held- ur að gera sjer það ljóst. Sterk gleðivíma hafði gripið hann, sam- bland af stolti og lífsgleði, hún gagntók hann eins og ilmandi ský og fram úr miðju skýinu birtust honum sýnir, sem hann hafði aldrei áður dreymt um. En hvað lífið var fag- urt og auðvelt að lifa því! Honum fanst hann vera svo sterkur, svo ungur og liraust- ur, svo sigri hrósandi, allar konur elskuðu hann, allar dyr veraldar stóðu honum opn- ar. Alla leiðina frá Nuoro til Macomer stóð hann úti á vagnpallinum og hentist fram og aftur við hinn mikla hristing, sem var á litlu lestinni. Örfáar hræður stigu í og úr lestinni við hinar einmana stöðvar, og aka- síurnar meðfram teinunum litu út eins og þær væru að bíða eftir lestinni til þess að geta kastað strokum af gulum blöðum á móti henni. Sjáðu, sögðu akasiurnar við lestina, taktu þær litla hraðfara undrasmíð, við stöndum altaf kyrrar og þú flýtir þjer. Hvað geturðu óskað þjer betra? „Já“, hugsaði stúdentinn, „lífið er lireyf- ing“. Honum fanst hann vera kominn út i tært straumvatn, og líf hans liafði fram á þennan dag legið hreifingarlaust í lygnum polli. Já, akasikurnar þær arna, sem hráðum voru liorfnar út í sardinsku eyðimörkina, liöfðu alveg rjett fyrir sjer; að hreyfa sig að halda áfram, að hlaupa með geysihraða, það var að lifa! Og þó, þegar Anania fór fram lijá skugga- legum nuraghe upp á háum kletti, sem líkt- ist einna helst risavöxnu fuglslireiðri,- óskaði hann sjer að vera kominn þangað upp ásamt Margheritu, þau tvö ein saman í blómailm- inum, ein saman í skugganum og fornaldar- blænum. Ó, hvað honum fanst hann vera stór! En nú liurfu hinir bláu tindar Barbagias bak við sjóndeildarhringinn; einn einstakur tindur af Orthohene sást ennþá bak við aðra kamba fjólublár við dökkbleikan liimin, ennþá klettasnös, tindur, liamar .... loksins ekki neitt. Jafnvel fjöllin gengu til viðar eins og sólin og tunglið og skildu eftir angur- vært rökkur í sól þess sem var að yfirgefa fæðingarstað sinn. Vertu sæl, verið sæl. Anania var sorgbit- inn innanbrjósts, en til að liressa sig upp hugsaði hann um kossa Margheritu, endur- minningin um þá hvarf eiginlega aldrei úr liuga lians. Einstöku sinnum hrökk hann þó við. Hafði það ekki alt saman verið draumur? Ef að hann nú gleymdi eða iðraðist? En aftur bljes stoltið nýrri von i brjóst lionum. Hrifning lians stóð yfir marga daga, eða eins lengi og liann var að venjast hinu nýja lífi. Alt gekk eins og i sögu fyrir lionum. Strax og hann kom til Cagliari komst liann á snoð- ir um ágætt herbergi með tveimur gluggum, annar snjeri út að hæðóttum ökrum og glitr- andi hafi, hafi, sem stundum var svo lygnt að það líktist stálplötu, sem gufuskipin og seglbátarnir urðu að saga sig í gegnum. Úr hinum glugganum sá yfir rósrauðar bygging- arnar i Cagliari, sem með vígi sín, kastalann, pálmana og trjágarðana liktist einna lielst borg frá tímum Máranna. Beint á móti stóra nýja liúsinu, sem hann hjó i, lá röð af litlum gamaldags hyggingum í fornum stíl, nýniál- uðum í ljósbleikum litum. Svalir voru bygð- ar umhverfis þær. Nellikur stóðu á svölunum og föt voru hengd yfir þær til þerris, hann leit aldrei á þau. Hin dreymandi augu hans horfðu yfir hið fagra liverfi, sem við honum hlasti og mændu á liin fögru snið vígjanna og miðalda hallanna, sem á dásamlegan liátt háru við sjóndeildarhringinn. Alt var ljóð og saga í þessari borg. í október var ennþá heitt í veðri, það ang- aði af reyr og blómum, hefðarkonurnar sem gengu fram lijá glugga Anania voru klæddar i músselin og ljetta kjóla. Stúdentinum fanst liann eiga heima í einhverju töfralandi. Hið balsam-þrungna loft liafði óvenju þægileg áhrif á hann og ánægjan við liið nýja líf vakti hjá honumletilegafullnægju. Altsýndist hon- um fagurt og mikilfenglegt, og þegar liann mintist olíupresunnar og liinna skitnu mann- vera sem söfnuðust þar saman, undraðist hann yfir því, að hann skyldi hafa getað lif að þar svona lengi. Lífið í hinu fátæka heim- kynni lians, gekk náttúrlega alt á sína gömlu erfiðlegu vísu, en hjerna í liinum björtu veit- ingasölum og skrautlegu götum, í hinum háu liúsum, sem böðuðu í sólinni, var alt glaumur og gleði og skáldskapur. Lífsgleði hans jókst ennþá meira, þegar fyrsta brjefið kom frá Margheritu. Það var látlaust og viðlcvæmt, skrifað á livíta, stóra pappírsörk með bogadregnum, nærri karl- mannlegum stöfum. Anania hafði eiginlega frekar vænst eftir að fá lítið hrjef skrifað á bláan pappír með blómi innan í, og fyrst datt honum i hug að Margherita ætlaði með þessu að láta hann finna til yfirburða sinna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.