Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Qupperneq 4

Fálkinn - 06.12.1930, Qupperneq 4
4 F A L K I N N enn má telja með fágætum, að sysk- in öll (3) , hafa búið í sameiningu, og ekkert þeirra gifst, eða eignast afkomanda. — Var svo mælt, að móðir þeirra Ijeti sjer ljetta best lynda. (Hún misti 3 börn á 1. og 2. ári. Hétu tvær Steinunn og ein Þóra. Eitt fæddist andvana — alt árin 1844—!'50). Systurnar: Guðný, varð 80 ára 16. nóv. síðastl. Sýnist það nú ama helst að henni, hve illa hún þolir að erf- iða hvíldarlítið frá morgni til kvelds, ýmist úti eða inni, eins og hún hefir gert frá barnæsku. Steinunn, varð 76 ára í haust 16. okt. Hún hefir ann- ast húsfreyjustörfin á heimlinu, alt frá elliárum móður sinnar, og hafa þau raknað úr hendi prýðilega, ekki siður en störf hinna. Hjer fylgist að iðnin og sparsem- in, ráðdeildin og reglusemin, hug- ulsemin og gestrisnin, hreinskilnin og látleysið, varfærnin og vantrúin á skuldabraskið, orðheldnin og skil- vísin, trúhneigðin og kirkjuræknin. Alt er þetta arfur, og ósviknar dygð- ir frá vorum ágætustu forfeðrum. -—- Og ill eru það afturför hjá þjóð vorri þegar fáir gerast erfingjar þvílíkra þjóðardygða, en útungun verður ó- takmörkuð til andstöðu og ódygða. Systkinin eru komin af góðum bændaættum i Árnessýslu, frá báð- foreldrum sínum. Þ. á. m. Vopna- Teiti, sem var orðinn vel hálf átt- ræður 1605, og hafði þá verið for- maður á Stokkseyri um 40 ár. Loftur faðir þeirra (d. 1855, 48 ára) var sonur Odds Jónssonar, hreppstj. og meðhjálpara i Sandlækj- arkoti (d. 1819), og konu hans Þóru Loftsdóttir. Hún bjó eftir mann sinn á s. st. ekkja i 20 ár. Tók jíá Bjarni sonur hennar þar við jörð og búi, en Loftur fór og byrjaði búskap sama vorið, 1839, í Þrándarholti. Tók hann þá bústýru: Rannveigu Gisladóltir bónda í Miðfelli, Sigurðs- sonar (móðir systk. — f. 1812, d. 1905, nærri 93 ára). Þau giftust þó ekki fyr en 1842. í hjónabandi var hún því aðeins 13 ár, en ekkja 50 ár og gat talist fyrir búi i Þrándh. 66 ár. í stað eiginbarna, ólu systkinin prýðisvel upp tvö fósturbörn. Ann- að, frændi þeirra, Ingvar Jónsson frá Skarði í Gvhr., tók á s.l. vori við jörðinni, búinu og fósturforeldrum sinum. Byrjaði þegar á jiví að reisa þeim veglegan minnisvarða og hlýj- an hvílustað á síðari barnsaldri þeirra, steinhús furðu mikið og mjög vel vandað. Eru þau nú flutt í það, úr gömlu baðstofunni, sem sjest að nokkru leyti á systkina- myndinni. — Sjest þar og stafurinn (silfurbúinn, með áletrun), en ekki stólarnir, sem sveitungar gáfu þeim á afmæli Odds. Myndin var tekin (og sett hjer) að þeim lítt vörum og miðlungi leiði- tömum, og því eru systurnar ekki spariklæddar, heldur í góðum hvers- dagsfötum. Gefur það myndinni enn meira giidi til frambúðar, sökum fágætis við myndatökur. V. G. Jólagjafir á Laugaveg 2 Nýkomið í miklu úrvali: Litblýantar og litir í öskjum. Utskurðar- og útsögunarverk- færi. Mótaleir. Pelikan-Lindar- pennar og blek, ósýnilegt blek. Nýtt!! Ilmvatnsblek og marg- ar fleiri nýjungarl — Komið sem fyrst á Laugaveg 2,_ Meðal margra ágætra gripa, sem sýndir voru á heimilisiðnaðarsýning- unni í sumar var silfurskrín eitt, gert af Margrjeti Baldvinsdóttur frá Helguhvammi í Húnavatnssýslu. Eins og myndin hjer að ofan, sem er af framhlið skrinsins, ber vott um, er þetta hinn vænsti gripur og mik- ið dvergasmíði. Á framhliðina er greypt mynd af Skógafossi til vinstri og til hægri mynd af Hjálparfossi i Þjórsárdal, en í miðju er mynd af skjaldarmerki íslands. En yfir myndirnar er rist vísuerindi eftir Einar P. Jónsson ritstjóra. Á lokinu er uppdráttur af land- inu og á göflum landslagsmyndir frá Þingvöllum, en mynd af sveitabæ íslenskum á bakhlið. Eru viðeigandi erindi islensk letruð yfir allar þess- ar myndir. Margrjet er dóttir Baldvins bónda Eggertssonar í Helguhvammi og er margt um hagleiksfólk í ætt hennar. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1925 og lærði leturgröft og skraut- greyping hjá Daníel Danielssyni let- urgrafara. Hefir hún nú sjálf vinnu- stofu i Reykjavík. Hjer birtist mynd af þessari hagleikskonu. Minnispeningur Ásmundar. Hjer birtist mynd af minnispen- ingi þeim, sem Frakkar ljetu móta i tilefni af Alþingishátíðinni og sendu að gjöf öllum Alþingismönn- unum og nokkrum mönnum öðrum í sumar. Var það einstætt um þenn- an grip, að íslenskur listamaður, Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, hafði gert hann og var honum mikil viðurkenning ger, er Frakkar fólu honum verkið þó útlendingur væri, i stað þess að snúa sjer til sinna eigin listamanna. Annarsvegar á minnispeningnum er ártalið 930 og mynd af vikingi með sverðið á lofti; er Jiað táknmynd þess „rjettarfars“, sem ríkti áður en ein lög voru sett fyrir land alt, með stofnun Alþing- is. Hinsvegar er ártalið 1930 og mynd af skjaldarmerki íslands, með traustum og formsterkum línum og sver minnispeningurinn sig mjög í ætt við ýms önnur verk höfundar- ins. — Nokkur eintök af minnispen- ingi þessum eru til sölu hjer í bæn- um og kosta 20 krónur. Er pen- ingurinn sjaldgæf tækifærisgjöf, sem margir munu vilja eignast. Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík í Mýrdal verður fimtugur á morgun (7. des.). Guðmundur Guðmundsson, fað- ir Lofts Ijósmyndara og Gisla heit. verksmiðjustjóra, varð átt- ræður 30. f. m. Anna Diðriksdóttir húsfrú á Guðjón Benediktsson vjelstjóri Helgastöðum við Stokkseyn i Hafnarfirði varð fertugur 26. varð áttræð 29. f. m. þ. m.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.