Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Qupperneq 5

Fálkinn - 06.12.1930, Qupperneq 5
F A L K I N N 5 V' sm wMhi ■ ' líll 'fm ’ ■ '■ gMgfw J''A* ’ .m, "*«ííá . . V'. vSw Sunnudags hugleiðing. >■■•■ JESÚS ER VEGURINN Fyrir synd hefir heimurinn sokkið og fjarlægst himininn. Þessvegna er vegurinn til sælu- vistarinnar þröngur og þungfær. En vegurinn er til. Jesús er veg- urinn og enginn kemur til föð- ursins nema fyrir liann. Engar aðrar leiðir eru færar. Börn guðs eru fátæk í andan- um. Þau eru ekki ánægð með sjálf sig og finst ekki, eins og heimsins börnum, að þau vanti ekki neitt. Þau sjá, að þau vantar mikið á að vera fullkomin, að trú þeirra er ekki eins og hún á að vera. Hjá þeim er ekkert eins og það ætti að vera og eins og þau óskuðu að það væri trú þeirra er ófullkomin, von þeirra veik, viska og forsjá lílil og kærleikur þeirra ónógur. Kristinn maður viðurkennir alt þetta í auðmýkt og þráir að mega taka framför- um í þvi. En Jesús huggar þá, sem finna til þessarar fátæktar sinnar. Ríki himnanna er yðar, segir hann. Og hvaða eign er meiri, en sú mikla náðargjöf. Því fátækari, sem maðurinn er í sjálfum sjer því ríkari er hann í Guði, því meira hlýtur liann af náð. Börn Guðs líða hungur á veg- inum. Þó vita þau stað, er þau geta satt hungur sitt. Þau ganga í hús Guðs síns og þar finna þau það, sem þau hungrar eftir. Við borð Guðs mettast ekki aðrir en þeir, sem hungraðir eru. Þeir sem ekki finna til hungurs fara þaðan tómhentir. Vegur Guðs barna er oft kall- aður tárabraut. Það er svo margt, sem særir lijarta trúaðs manns. Syndin og allar afleiðingar henn- ar hrjá það, og ræna það allri gæfu. En Jesús huggar grátandi Guðs börn. Þau munu brátt koma þangað, sem enginn grát- ur er til heldur aðeins friður og gleði. Þar sem engin synd er til — og þar verða allir glaðir. Guðs barn fær að finna óvin- áttu heimsins. Það verður oft fyr- ir hatri og ofsóknum, rógi og baknagi; fær að heyra mörg sær- andi og móðgandi orð. Það verð- ur að kunna að taka þessum of- sóknum. Gleðjið yður á þeim sama degi, segir Jesús. Hann fjekk líka að verða var við þetta og lærisveinninn er ekki liafinn yfir meistara sinn. Það er lieið- ur, að liða ilt fyrir Guðs nafn. Því að allar þrengingar krist- ins manns hjer í lífi verða end- urgoldnar með sælu annars heims. Jesús er vegurinn, sann- leikurinn og lifið. Þeir sem trúa ú liann munu lifa. Santos-fljótið. Myndin er tekin skamt frá borginni Santos. Hæfiirnar i baksýn eru um 3000 feta háar. Byltingarnar í Brasilíu. í Norður-Brasilíu halda lndiánar enn danshátiðir sínar að fornum sið, sjá myndina. Útsýn yfir höfuðborgina í Brasiliu, Itio Janeiro, sem er með fegurstu borgum veraldarinnar. í haust hefir stjórnarbylting gengið yfir Brasilíu og afleiðing- ar byltingarinnar orðið þær, að stjórnin hefir hröklast frá völd- um. En það er eins um Brasilíu og svo mörg önnur ríki í Suður- og Mið-Ameríku, að byltingar eru þar engin ný bóla. saga byltinga, og sumra þeirra blóðugra. Byltingin sem varð í haust getur haft þýðingarmiklar afleiðingar fyrir ríkið og ekki ó- sennilegt, að hún verði til þess, að ný blómgunaröld hefjist, því að Vargas forsetaefni er talinn dugandi maður og framsækinn, sveif með byltingamönnum. Brasilía fanst árið 1500 og er Portúgalinn Pedro Alvares Cab- ral talinn fyrsti landnámsmaður hennar. Þegar í stað liófust grimmar deilur um það, hvaða þjóð skyldi hljóta yfirráð yfir þessu mikla landi. Spánverjar Brasilía er stærsta ríkið í Suð- ur-Ameriku og telur um 30 mil- jónir íbúa. íbúarnir eru „allra þjóða kvikindi“, negrar, indíán- ar og livítir menn og svo alls- konar blendingar af þessum þremur mannflokkum, og á það ef til vill ekki minstan þáttinn í byltingunum. Saga Brasiliu er en sambandsstjórnin, sem setið liefir liingað til í landinu, verið atkvæðalítil og sofandi. Það kom þegar í ljós, er byltingin hófst, að byltingarmenn áttu mildu meiri ítök í þjóðinni en jafnvel þá sjálfa hafði grunað, en úrslit- unum réði það fremur öllu öðru, að meiri hluti hersins snerist á kröfðust skilyrðislaust yfirráð- anna, og báru fyrir sig skiftingu þá á hnettinum, sem páfinn hafði gert árið 1494, en sú skifting mundi þykja slmtin á nútima mælikvarða. Hinsvegar töldu Portúgalar sig ótvíræða eigend- ur landsins, því að portúgalskur maður liefði fundið landið, og

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.