Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Page 13

Fálkinn - 06.12.1930, Page 13
FÁLKINN 13 Þjer^getið treyst hverju verkfæri sem nafnið PAHCO stendur á. Búin til úr besta stáli sem Svíþjóð framleið- ir, smíðuð af verksmiðju sem heimsfræg er fyrir vandað smíði. skrúflyklar og tengur er hið besta sem fáanlegt er í þeirri grein. Þórðnr Sveinsson & Co. ■iimiiiiiimimiiiiiiiiiimiiiiiiMiiimimmimiiimiimiimiM SELVA I m er þvottaduftið f . sem allstaðar ryður sjer til rúms. ■■ Kanpmenn og Kaupfjelðg pantið þaö hjá umboðsmönnum verk- 5 smiðjunnar Carl Sæmundsson & Co., I Pósthnsstræji 13 — Simi 379 Best að auglýsa í Fálkanum Göta Sænskir bensínmótorar 2*12 — 7 hesta Verð: 435.00-950.00 ísl. krónur í Reykjavík. Myndaverðskrá send ókeypis Verslun Jóns Þórðarsonar ASKA. Skáidsaga eftir Grazia Deledda. 1 Róm leigðu stúdentarnir tveir saman á þriðju hæð í húsi einu við Piazza della Con- solazione. Þeir bjuggu hjá ekkju einni, sem átti tvær fallegar dætur. önnur þeirra var símritari, en hin var kenslukona, báðar skrifuðu á vjel og báðar gáfu karlmönnun- um liýrt auga. Stúdentarnir sváfu í sama herbergi, það var stórt og skift í sundur í miðju með gulu tjaldi. Glugginn sneri út að bakgarðinum. Fyrsta skifti, sem Anania leit út um glugg- ann fann hann til óendanlegs viðbjóðs. Hann sá ekki annað en gula skítuga múra bera við himinn. Engar gluggaræmur voru i múr- unum. Gluggarnir voru óreglulegir og rifn- ir tötrar, sem ilt var að dæma um hvort voru hreinir eða ekki, voru hengdir upp á járn- þræði, einn þessara þráða lá beint fyrir fram an glugga stúdentanna. Á meðan Anania horfði á múrana hryggur í bragði, sem báru við fölan kveldhimininn, sveiflaði Batlista Daga til járnþræðinum og rak upp skelli- hlátur. — Horfðu á Anania, sjáðu hvernig drusl- urnar dansa. Það er eins og þær væru lif- andi.. Svona er lifið; járnþráður yfir skítug- um húsagarði; mennirnir dansa þar yfir hyl- dýpi örvæntingarinnar. — Ekki að vera að glamra þetta, sagði Anania, jeg er nógu örvinglaður samt. Við skulum fara út mjer finst jeg ætla að kafna. Þeir fóru út og gengu sig þreytta, urðu ringlaðir af vagnaskröltinu, af hirtunni og af flautandi bílunum, sem æddu fram hjá þeim á fleygiferð. Anania var hryggur í bragði. Mitt í mann- grúanum fanst honum hann vera einn úti á eyðimörk. Hann hugsaði með sjer, að þó hann liefði orðið veikur og hrópað á lijálp, myndi enginn hafa lieyrt til lians og hjálpað honum. Hann mintist Cagliari með söknuði, svalanna, sem seiddu augu hans til sín, him- inrandarinnar yfir hafinu, liins skæra auga kveldstjörnunnar! Hjer var hvorki tungl eða stjörnur ekki einu sinni rönd af liimni, að- eins viðbjóðslegar steinþyrpingar og aragrúi af fólki, sem hinum unga sveitamanni fanst vera af annari og ljelegri kynslóð en liann sjálfur. Þreytan, ringulreiðin og hin leiðinlegu á- hrif dimma herbergisins við Piazza della Consolazione gerði alt sitt til að honum fanst Rómaborg dauðans ömurleg. 1 liinum gamla bæjarhluta, þar sem göturnar voru þröngar, búðirnar daunillar, liúsin hrörleg, þar sem inngangarnir í húsin liktust kjallarahlemm- um og tröppurnar virtust allar liggja niður í botnlausar myrkraholur, mintist liann oft allra fátækustu bæjanna í Sardiníu. I hinni nýju Róm fanst honum liann verða að engu, alt var svo stórfenglegt, göturnar voru bygð- ar af jötnum, svo jötnar gætu gengið á þeim, húsin voru há eins og fjöll, torgin eins og heilir tancas, jafnvel himininn var of hár og djúpur. Hann varð jafnvel fyrir vonbrigðum við háskólann Hann sótti vel fyrirlestra i borg- arrjetti og liegningarlögum hjá Enrico Ferri. Stúdentarnir gerðu ekki annað en ærslast og hlægja og gera gys að öllu. Það, var eins og þeir væru að skopast að lífinu sjálfu. Eink- um í IV. áhyrendasal t ð úr hófi keyrði með lætin meðan stúdentarnir voru að bíða eftir Ferri. Einn stúdentanna steig upp í ræðu- stólinn og fór að skopast að fyrirlestrunum og gera þá hlægilega, liinir tóku undir, klöppuðu, hvísluðust á og hrópuðu „lifi páf- inn“, „lifi sant Alfonso di Liguori“, „lifi Pio nono!“ Stundum fóru stúdentarnir upp í ræðustólinn og mjálmuðu eins og kettir eða göluðu eins og hanar. Þá versnuðu hvísling- arnar og skrækirnir, þeir köstuðu pappirs- sneplum, pennum og logandi eldspýtum þangað til prófessorinn kom inn og alt end- aði í brakandi lófataki. Anania sat þögull og uppburðarlaus innan um allan þennan gauragang, honum fanst liann heyra til alt öðrum heimi en þessum, sem hann varð að lifa í. En strax og pró- fessorinn fór að tala varð hann gripinn af álniga, næstum því gleði. Við að heyra hina sterklegu rödd prófessorsins komu afhrota- menn, sjálfsmorðingjar, fallnar konur, vit- firringar, föðurmorðingjar og önnur oln- bogahörn tilverunnar fram í hugskoti hans, oft var það ein vera, sem kom honum fyrir hugskotssjónir niðurlút og sorgbitin á svip. En í stað þess að horfa á liana með liræðslu starði hann á hana með meðaumkun og inni- legri ósk um að rjetta henni hjálparliönd. Kveld eitt gengu þeir Daga og hann yfir Via Nazionale. Rafmagnsljósin keptu við birtuna frá tunglinu, gluggar bakliýsanna voru uppljómaðir. — Það litur einna helst út eins og alt guliið í bönkunum skíni gegnum gluggana, sagði Anania. — Ágætt! Eg er farinn að finna að þú ert að mannast dálítið af því að vera með mjer! — Jeg er í skáldlegra slcapi en jeg hefi nokkru sinni verið áður. Við skulum fara til Colosseum! Lengi reikuðu þeir fram og aftur í liinum guðdómslega leyndarfulla heimi, sáu tunglið skína inn í gegnum allar hvelfingarnar, sett- ust loksins á gljáandi steinstöpul og andvörp- uðu háðir. — Jeg finn til gleði, sem er á takmörkun- um að vera sársauki, sagði Anania. Daga þagði lengi, en sagði svo. — Það er eins og við værum komnir til tungsins. Finst þjer ekki að það ætli að vera eins umhorfs í tunglinu og hjer, í þessari miklu, dauðu veröld! — Jú, sagði Anania. Svona er Rómaborg. Þeir gengu aftur eftir Via Nazionale, og töluðu saman á sardísku. Það var orðið fram- orðið, og næturfiðrildin, eins og Daga kall- aði það, voru farnar að flögra um auðu göt- urnar. Alt í einu strauk ein þeirra sjer upp að þeim og kastaði á þá kveðju á sardínsku. — Bonas tardas, pizzocheddos. Hún var há og dökk með slór innfallin augu; rafmagsljósið gerði hið grannleita and- lit hennar, sem stakst fram úr loðkraganum á ljósri káþunni, náfölt. Það var eins og í Cagliari, þegar Rósa og fjelági hennar höfðu hrópað í Anania. Hann titraði af skelfingu og lijúfraði sig upp að

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.