Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Page 14

Fálkinn - 06.12.1930, Page 14
14 FÁLKINN Nýtísku „NATIONAL" peningakassar, verð d. kr. 360.00. Sjerhver verslun stór eða smá, hefir not fyrir peningakassa, okk- ar kassar eru svo ódýrir og með svo góðum greiðsluskilmálum, að allir kaupmenn geta eignast þá. . „NATIONAL“ peningakassar. . Einkasali á íslandi, Færeyjum og Danmörku. EMILÍUS MÖLLER. Umboösmaður á íslandi: GEORG CAILIN, HafnarstræU ð, simi 1987. iimiiiiiiaiiHBnmiiiiiiiiaiiimmiiiiHiimiiiimmiiisauiiiiiiin Útvegsbanki (slands h.f. Ávaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka íslands h. f. Vextir á innlánsbók 4 /j% p. a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. Daga, sem hafði svarað konunni með óþvegn- um orðum. „Var það liún, gat það verið hún? Það var sardínsk kona .... það gat verið hún! II. Hann hugsaði með sjer, eftir að hafa legið í rúmi sínu í marga tíma vegna beiskju og erfiðra heilabrota: „Það er heimska að reyna að vera að blekkja sjálfan sig; jeg er ekki viti mínu fjær, en á þennan hátt er mjer ómögulegt að lifa, jeg verð að vita vissu mina .... ó bara að hún væri dauð! Jeg verð að leita hennar. Er það þá ekki þess vegna að jeg er kom- inn til Rómaborgar? Á morgun, á morgun, en morgundagurinn kemur og jeg geri ekki neitt. Hvað get jeg gert? Hvert ætti jeg að fara? Og ef jeg finn hana?“ Það var það, sem hann var hræddastur um! Hann gat varla liugsað sjer hvað þá tæki við. Alt í einu sagði hann við sjálfan sig: „Kan- ske jeg ætti að trúa Daga fyrir því? Kannske jeg ætti að segja sem svo við hann: Battista, jeg ætla að skreppa út, jeg verð að fara á lögreglustöðina til þess að leita mjer upplýs- inga .... Æ, nei, jeg get það ekki! 1 hve mörg ár hefi jeg ekki orðið að dragast með þennan þunga, nú vildi jeg mega kasta hon- um frá mér eins og maður kastar af sjer þungri byrði .... verða frjáls, anda að mjer hreinu lofti....Jeg verð að reyna að losa mig við þennan nagandi orm. Þeir myndu segja mjer að jeg væri asni, þeir myndu sannfæra mig um að jeg væri það, og ráð- leggja mjer að hætta við .... því betra ef þeim hepnaðist að sannfæra mig.........Ó, hvað það er drungalegt í dag! Loftið verð- ur svo þungt .... þyngra og þyngra .... Það var hellirigning. Jafnvel Daga mókaði í mjóa rúminu sínu hinummegin við tjaldið. — Battista, sagði Anania og reisti sig upp á olnbogann, þú ert líklega ekki að liugsa um að fara út? — Nei. —- Viltu lána mjer regnhlífina þína? Hann var að vona eftir að fjelagi hans færi að spyrja hann hvert liann ætlaði að fara í þessu hræðilega veðri, Daga sagði bara: — Viltu ekki vera svo vænn að kaupa þjer sjálfur regnhlíf? Anania settist á rúmstokkinn, snjeri sjer að tjaldinu og sagði í lágum rómi: — Jeg verð að fara til lögreglunnar. Ennþá vonaðist hann eftir að heyra bróð- urlega rödd, sem reyndi að hafa upp úr hon- um leyndarmál lians. Hann var búinn að fá hjartslátt við tilliugsunina um hverju hann ætti að svara. En handan frá tjaldinu heyrði hann háðs- lega rödd: — Ætlarðu að láta setja rigninguna inn? Leyndarmálið hnje aftur í djúpið, beiskara og þungbærara en nokkru sinni fyr. Ó, það var ekki aðeins tjald, heldur óyfirstíganlegur múr, sem skildi hann frá samúð og trúnaði þeirra, sem í kringum liann voru. Það var ekki til neins fyrir hann að vonast eftir eða búast við hjálp hjá nokkrum manni, hann varð að eiga alt undir sjálfum sjer. Hann reis á fætur og greiddi sjer vel og rækilega leitað í skúffunni að fæðingarvott- orði sínu. — Þú mátt gjarnan fá regnhlifina. En hversvegna ætlarðu þangað? spurði hinn geispandi. Hann svaraði ekki. Á auðri tröppunni stóð hann við sem snöggvast og hlustaði á regnið skellast á þak- gluggunum, það var eins og niðurinn í fossi, sem þá og þegar mundi dynja inn í liúsið. IJann fann til djúprar sorgar. Hann gekk út og flæktist lengi um göturnar í regninu, hann gekk gegnum eyðilegan borgarhluta, fór gegnum dimma livelfingu, og liorfði hnugg- inn inn i hinar hálfdimmu óyndislegu sölu- búðir, fölleitar verur gengu þar um í rökkr- inu, hryssingslegar konur og illyrmislegir karlmenn og skítugir krakkar; hann horfði niður i kjallaraholur þar sem körfur með grænmeti og ávöxtum rotnuðu niður í mygl- uðu myrkrinu og smiðurinn, skóarinn og straukonan slitu sjer út á eilífri vinnu í um- hverfi, sem var dimmra en sjálfar galeið- urnar. Anania horfði á þetta alt, lionum kom í hug ekkjan í Fonni og kofinn liennar, stofa olíupressarans, fátæka umhverfið og aum- ingjarnir, sem bjuggu þar; og honum fanst það vera örlög sín að þurfa altaf aðlifa á stöðum þar sem eymdin ríkti, meðal manna, se mbáru á sjer merki þjáninganna. Eftir að hafa reikað lengi um árangurs- laust, kom hann heim aftur og settist við að skrifa til Margherita: „Jeg er að dauða komin af örvilnun. I hjarta mínu her jeg þunga, sem beygir mig og gersamlega eyðileggur lif mitt. Árum saman hefi jeg ætlað að segja þjer það, sem jeg skrifa þjer núna þennan dapurlega rign- ingardag. Jeg veit ekki hvernig þú tekur því trúnaðarmáli, sem jeg ætla að gera þjer kunnugt, en livernig sem þú lílur á það Margherita, máttu ekki gleyma að eg er þræll ósveigjanlegra örlaga, skyldutilfinningar, sem er þungbærari en meðvitundin um glæp ....“ Þegar hann var kominn að orðinu glæpur, hætti hann sem snöggvast og las yfir það sem búið var af brjefinu. Síðan tók hann penn- an aftur í hönd sjer en gat ekki bætt við nokkru orði, hann var skyndilega eins og hann væri orðinn að steingerfingi. Hver var Margherita? Hver var sjálfur hann? Hver var þessi kona? Hvað var sjálft lífið? .... Nú byrjuðu liinar kjánalegu spurningar aft- ur. Hann horfði léngi út um gluggann á snúr- urnar og hringina sem dansandi báru i gul- leitan múrinn, og liugsaði með sjer: „Jeg ætti ef til vill að drepa mig!“ Hann reif brjefið hægt í sundur, fyrst i langar ræmur, og svo í ferkantaða snepla, sem hann lagði i hrúgu, og fór aftur að horfa út um gluggann. Þar sat hann þangað til regninu slotaði og fjelagi hans stakk upp á því við liann að koma út með sjer. Himininn varð heiðari og heiðari, mjúkt loftið titraði af bergmálum frá borginni sem var að vakna að nýju, og regnbogi hvolfdi sig yfir hinum undursamlega hvíta heimi Forums. Fjelagarnir fóru eftir venju eftir Via Nazionale, og Daga staldraði við til að lesa blöðin fyir utan hjá Garroni, en Anania hjelt áfram hugsi. Á móti honum kom röð af muldrandi prestum, einn þeirra straukst ljett við hann. Það var eins og hann vaknaði af draumi; hann staðnæmdist og beið eftir fjelaga sínum, en prestarnir færðust fjær. Hinn rauði blær af lifrauðum hempum þeirra brá fölbleikum bjarma í steinbrúna. — Jeg þekti í æsku minni son illræmds þorpara, drengurinn var þegai' á unga aldri fullur þjáninga og hafði ásett sjer að hefna föður sins. Nú liefi jeg heyrt að hann í þess stað sje orðinn munkur. Hvernig skýrir þú þetta fyrirbrigði? spurði Anania. — Hann liefir verið vitlaus! sagði Daga kæruleysislega. -— Nei, það var hann ekki, mælti Anania með vaknandi áhuga. Okkur er gjarnt á að að skýra eða reyna að sleppa við að skýra ýms sálfræðileg viðfangsefni með því að kalla fólk brjálað. Þeir þögðu um stund, alt í einu sagði Ana- nia um leið og liann gekk fyrir húshorn nokkurt: — Jeg þarf að fara hingað, jeg hefi

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.