Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 1
16 síðnr 40 aura IV. Reykjavik, laugardaginn 3. jan. 1931 1. ■ UTHLUTUN NÓBELS VERÐ- LAUNANNA. Ein mesta virðing, sem mönnum getur hlotnast er sú, að hljóta Nobelsverðlaun- in. Það var sænsld auðmaðurinn Alfred B. Nobel er slofnaði verðlaunasjóðinn með nálægt 30 miljónum króna, árið 1895 og mælti svo um að rentunum skgldi varið til verðlauna „handa þeim, sem á umliðnu ári hefðu unnið mann- kyninu mest gagn. Er rentunum skift í fimm jafna parta til verðlauna fyrir eðl- isfræði, efnafræði, lífeðlis- eða læknis- fræði en fjórðu verðlaunin eru handa þeim, sem ritað hefir bestu bókina t „idealisliska“ átt og þau fimlu fær sá, sem best hefir unnið að bræðralagi þjóð- anna og afnámi vigbúnaðar. Vísindafje- lagið sænska úthlutar fyrstu tveimur verðlaununum, „Karolingska Instituttet“ i Stokkhólmi læknisfræðiverðlaununum, sænska „akademiið“ bókmentaverðlaun- únum og nefnd kosin af norska sfórþing- inu friðarverðlaununum. Hófst úthlut- un verðlaunanna árið 1900 og ér þeim oftast útbýtt á hverju ári, en stundum er verðlaununum skift milli tveggja manna. Að jafnaði veita menn þuí mesta athygli hverjir fá bókmentaverðlaunin og friðarverðlaunin, því að þeif menn koma að jafnaði víðar við sögu en sjer- vísindamennirnir. Bókmentaverðlaunin fjekk í vetur Sinclair Lewis.Friðarverð- laununum var útbýtt í luiust fýrir tvö síðustu árin og fjekk Kellogg ráðherra í Bandaríkjunum verðlaunin fyrir fyrra árið en Natan Söderblom erkibiskup Svía fyrir seinna árið. 1 haust fengu þessir einnig verðlaun: indverski prófes- sorinn Sir Makhatma Raman í eðlis- fræði, H. Fischer prófessor í efnafræði og K. Landsteiner prófessor í lífeðlis- og læknisfræði. Svíakonungur afhenti verð- laun þau, sem útbýtt er í Stockhólmi og sýnir myndin þegar ha'nn er að afhenda lndverjanum sin verðlaun. Bófasafn ReyMundar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.