Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 9
F A L K I N N FV— » / vetur hófst ráðstefna t London og er markmið hennar það, að koma á sáttum milli lndverja og Breta og betra samræmi og meiri festu í stjórnarskipun Indlands. Eru þar samankomnir margir af hinum 455 indversku furstum. Þessir furstar eru margir hverjir hámentaðir menn og þekkja vel til menningar vesturlanda. Og flestir vilja þeir halda sambandinu við Eng- land, og telja nauðsynlegt að vera undir enskri yfirstjórn. Hjer á myndinni að ofan sjást nokkrir af þessum furstum. Maður- inn í Evrópuklæðunum, með mikla hárið og gáfulega andlitið, sem er til vinstri í efri röð, er „nawabinn“ af Bopal og heitir Bahader Hamidullah Khan. Hann hefir á fáum árum gerbreytt stjórnarfyrirkomulagi ríkis síns og er talinn gjörfróður maður. Við hlið hans er Moulan Muhamad Ali. Hann er ekki fursti en stjórnmálamaður, einn af aðalforingjum Múhameðstrúar- manna og svarirm óvinur Gandhis. Að neðan til vinstri er annar stjórnmálamaður, Svinivasa Sastri. Er hann þingmaður á lög- gjafarþingi Indverja og hefir annast mikilsverð trúnaðarstörf. Ilefir hann unnið mikið að ýmsum þjóðfjelagsumbótum í Ind- landi, og m. a. látið sjer mjög ant um umbætur hcilbrigðismál- anna. Loks er mynd af Maharjahinum af Patiala, sem stjórnað hefir ríki sínu í sex ár. Hann er mikill umbótamaður og glögg- ur stjórnmálamaður. Rams.ey McDonald forsætisráðherra er forseti ráðstefnunnar. Þýskir „nazistar" hafa nýlega heimsótt ítalska „fascista", skoð- anabræður sín. Á myndinni sjást þessir samherjar. Sandrokin i Sahara eru stundum stórkostleg, eins og marka má af þvi, að nýlega rigndi í París dusti, sem borist hafði frá Sa- hara. Getur moldrokið haldist í lofti dögum saman, eins og eld- fjallaaskan, sem stundum hefir borist frá íslandi til norður- landa. Hjer á myndinni sjest „hvíta lestin", járnbraut norðarlega á Sahara. Hefir hún orðið föst í sandsköflum, sem lagst hafa yfir brautarteinana og tók marga daga að hreinsa svo til, að hún kæmist áfram. Einkennilegur hermannasiður er það sem nýlega fór fram t Tyrol, þessu ladi æfagamalla venju. Afhentu þá liðsforingjar og hermenn hins forna keisaralífvarðar silfurhorn það, sem er verndargripur Ufvarðarins, eftirmönnum sínum. Á myndinni sjest biskup einn vera að lýsa blessun sinni yfir horninu, áður en það er afhent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.