Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 8
F A L K I N N ð ......‘y—w'-ffiw. •■■■ -■': • • . 1" • > ..v, J : : .. - ' ; b.;; t J Áz Lýðveldishreyfingin vex hröð- um slcrefum á Spáni. Þar hefir lengi verið ólga undir niðri gegn k'önungsvaldinu, eins og meðal annars má marka af því, að nú- verandi Spánarkonungi hefir verið sýnt banaiilræði þrettán sinnum og má það heita undur, að hann skuli ennþái vera í tölu lifandi manna. A ófriðarárun- um var alt með kgrrum kjörum ú Spáni, en upp úr ófriðnum lenti Spánverjum í alvarlegum skærum við nágranna sína sunnan Njörvasunds. Hugðust Spánverjar að kúga þá til frið- ar og undirgefni, en hinir her- skáu Kabylar voru harðir í horn að taka og stóð ófriðurinn í mörg ár og kostaði Spánverja firn fjár og mannslífa. Við þær ófarir efldist sóknin gegn spönsku stjórninni og týðveldis- hreyfingunni óx ásmegin, en náði þó eigi fullum sigri. Rivera gerðist einvaldsherra að dæmi Mussolini en tókst ekki að friða landið, því að hvert samsærið var gert gegn honum á fætur öðru og sum svo alvarleg, að minstu munaði að þau hepnuð- ust. Varð Rivera að segja af sjer að lokum og flýja land og and- aðist hann skömmu síðar á Frakklandi. En eigi kom sú stjórn í hans stað, sem friðað gæti landið. Ilefir gengið á bylt- ingatilraunum og verkföllum síðan og eykst lýðveldissinnum fylgi si og æ. Og núna fyrir jól- in hófst allsherjarverkfall ná- lega um alt land. Gengur ekki á öðru en ærslafundum og upp- hlaupum á götum úti og skær- um milli almennings og vopna- liðs og lögreglu. Iljer á efri myndinni sjest ríðandi lögregla og á þeirri neðri múgfundur fyrir utan Madrid. 1 hinu fræga Louvre-safni í París hafa stúlkur nú verið settar til þess að leiðbeina gestum, í stað gamulla karla. Stúlkur þess- arhafa allar verið meniaðar á Louvreskólnum og geta gefið all- ar upplýsingar um safngripina. Á myndini sjest ein stúlka með hóp amerískra gesta. Kishibe próf.essor, sem stjórnar barnagarði einum l Tokio er kunnur meðal allrar japönsku þjóðarinnar fyrir það hve vel hann segir æfintýri. Er hann á ferð um Evrópu núna, til þess að safna æfintýrum þar. Myndin sýnir prófessorinn með „börn- in sín“ i Toklo.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.