Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 15

Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Nýjasta Ijósmyndastofan er opnuð í Aðalslræti 8 (áður Vigfús Guðbrandsson). öll verkfæri scm notuð eru, eru af vönduðustu gerð, til dæmis eru öll rafljcsatæki sem notuð eru við myndatökur með allra nýjast fyrirkomulagi, öll vinna aðeins afgreidd úr allra besta verkefni, og full ábyrgð tekin á vönduðustu vinnu, og frágangi. Ljósmyndastofan er opin á virkum dögum frá kl. 10—7 og á helgum dögum frá kl. 1—4. Sjerstakan myndatöku tíma má ávalt panta í síma 2152, einnig eftir kl. 7 síðdegis, eftir nánara samkomulagi. Verð á ljósmyndum minum verður dálítið lægra en alment er hjer, vona jeg að það dragi ekki úr viðskifUun. NB. Ljósmyndastofa mín hefir áður starfað hjer í bæ um tíu ára tímabil og naut þá almennra vinsæida viðskiftamanna, og vona jeg að sama megi reyndin verða nú, ekki síður. Vöruhús ljósmyndara og „Amatör“ vinnustofur mínar eru fluttar á sama stað, og öll vinna þar að lútandi afgreidd sem áður. Virðingarfylst Garl Ólafsson, Ijósm. giiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuia ■n . . mt r Utvegsbanki islands h.f. ávaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka íslands h. f. Vextir á innlánsbck 4'/2% p. Vextir cejrn 6 mánaða viðtökuskírtcini 5% p. a. a. " Vextir eru lajrðir við höfuðstólinn tvisvar á ári or þcss vefrna raun- verulega hærri en annarsstaðar. ■IIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM Framhald af bls. 2. Myndin „Leyndardómar Sargasso- hafsins“ segir frá skipinu „Queen“ sem er á leið frá New York frá Porto Rico. Um borð er Jackson lögreglu- maður með fanga einn, Frank Ho- ward, sem er sakaður um að hafa myrt konu sína og á nú að taka út hegningu sína í Sing Singfangelsinu. í Sargassohafinu rekst skipið á rekald af öðru skipi og verður svo lekt, að farþegarnir verða að yfir- gefa það. Fanginn er fjötraður niðri i klefa sínum og lögreglumaðurinn og ung stúlka, Dorothy Renvick fara undir þiljur á siðustu stundu tii þess að bjarga honum. Þegar þau koma upp aftur eru allir farnir frá borði og enginn bátur eftir á skip- inu. Þau reka í nokkra klukkutíma á skipinu og lenda loks inn í hring- iðu þanghafsins. Þar rekast þau á fjölda annara skipa, sem hafa strand- að í hafinu fyr og siðar og er þang- breiðan svo þykk, að skipin sökkva ekki. Þarna finna þau fólk, sem lif- að hefir á flökunum árum saman, eru þar aUs 54 manns, en aðeins tvær stú'.kur. Foringi þessarar ný- lcndu“ er hvalveiðaskipstjórinn For- bes og ákveður hann þegar að taka sjer Dorothy fyrir konu. Eru það ó- skráð lög, að kvennfólkið verður að giftast undir eins, til þess að fyrir- byggja deilur um það meðal karl- mannanna. En Dorothy neitar að eiga Forbes en velur F'rank Howard, fangann sem sakaður var um konu morðið. Forbes verður fokreiður og skor- ai á Howard að berjast við sig, en sú viðureign fer þannig, að Howard hefir betur, en hinn er ekki af baki dottinn fyrir því, enda hefir það eigi ósjaldan viljað tiL, að þeir sem hafa átt failega konu þarna, hafa orðið skammlífir. Eitt af skipunum sem lent hefir þarna i þanginu er kafbátur. Frank Howard tekst að koina lionum í lag og freistar nú að komast i burt á- samt Dorothy og lögreglumanninum. Það tekst því að báturinn getur siglt undir þanghafinu. Og þegar til New York kemur tekst Frank að sanna, að ákæran gegn honum var fölsk og að hann er sýkn saka. Aðalhlutverkin í þessari mynd, sem tekin er af First National cru leikin af Virginia Valli, Jason Ro- barðs, Noah Beery og Robert O’- Connor. Hún verður sýnd bráðlega í Nýja nió. Myndirnar, sem fylgja sýna ýms- ar tegundir skipa, sem farið hafa yfir At antshaf og koma fram í þess- ari kvikmynd. LÝSANDI DEMANTINUM STOLIÐ Fyrir nokkru hvarf geysi stór demanlur í Parisarborg. Er hann metinn á 700.000 krónur. Eigandi hans var ungfrú Gandini, kona af heldra tagi í Parísarborg. Hefir hún í mörg ár verið mikil vinkona eins Orleansprinsinn og er hún nafnkunn meðal æðri stjettanna. Hún á hús í nánd við París þar sem hún er vön að dvelja nokkra mánuði ársins. En annars á hún heima í Nizza. Fyrir 20 árum síðan erfði fröken Gandini talsvert af skrautgripum eft- ir eina frændkonu sína, Porabcre greifafrú. Dýrmætastur var demant sá, sem sagt hefir verið frá. Hann var 44 karatar að þyngd. Þessi þungi er að visu nokkuð minni en t. d. þyngd Kohinoor eða Orlov-de- mantsins, en hann er að því leyti merkilegri en flestir aðrir demantar að hann lýsir i myrkri. Allir, sem sjeð hafa steininn undrast hann stór- um, enginn hefir getað komið með skýringu á þessu merkilcga fyrir- brigði. En auk þess virðast vera önn- ur dúlaröfl, sem steinninn býr yfir. Um hann hafa myndast merkilegar sögur eins og marga aðra gimsteina. Er álitið að steinninnn ráði mjög örlögum eigandans. Fyrri eigandi hans, Porabere greifafrú fórst af slys- förum. Frændi hennar, sem arf- leitt hafði hana af steiniiumi dó einnig voflega. Það er að segja með- biðill hans skaut hann til bana þreni dögum eftir að steinninn var kom- inn í eigu hans. Brasiliumaður nokk- ur Johnson að nafni hafði verið svo mikill hrakfallabálkur að hann ákvað að selja stcininn. Eini mað- urinn, sem ekki hefir orðið fyrir ó- hamingju af völdum steinsins cr maðurinn, sem fann hann i Transvaal. Ha.nn seldi steininn nefnilcga strax og liann fann liann fyrir lnmdrað ]uind. — Fröken Gandini hafði held- ur ekki orðið neitt fyrir töfrum steinsins. Hún hafði beðið gimsteina- sala einu í París að geyma haun fyr- ir sig, en dag nokkurn seldi gim- steinasali þessi verslun sina og hvarf og hefir ekki fundist. ----x---- Sjómaður nokkur í New York, Michael Fiiosa vaknaði nýlega við það, að hann stóð með blóðugan rak- hnif í hendinni og hafði myrt stjúp- bróður sinn og sært móður sína, svo að hún var í lífshættu. Sjál.fur vissi hann ekkert um ódæði það, sein hann hafði unnið og enginn vissi annað, en honum væri mjög vel til móður sinnar og stjúpbróður. Hann átti vanda til að ganga i svefni og er talið víst, að hann hafi verið al- veg óvitandi um hvað hann gerði, fyr en eftir á. 1 British Museum (fyrir framan cina múmiuna); — 1420.... hvað skyldi það númer þýða. — Ætli það sje ekki númerið á bílnum, sem ók yfir hanuV Vetrarkápur, Vetrarfrakkar, Trefiar, Hanskar, Hattar, Húfur, Regnfrakkar, mikið úrval. Verslunin Egill Jacobsen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.