Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 14
14 P A L K I N N — Einu sinni, hjelt zia Varvara áfram, fór eg að tína öx í kringum nuraghe; eg man það eins og það hefði verið í gær. Eg var með hitaveiki og um kveldið varð eg að leggjast niður á stubbana og bíða þang- að til vagn færi fram hjá, sem eg gæti feng- ið að setja upp í. Þá sá eg dálítið merkilegt. Himininn stóð í loga bak við nuraghinn, Anania mintist föður síns, sem hafði ný- lega skrifað honum og beðið hann að koma á söfnin „það sem gömlu gullpeningarn- ir væru geymdir“. — Einu sinni, hjelt zia Varvara áfram, fór eg að tina öx í kring- um nuraghe; eg man það eins og það hefði verið i gær. Eg var með hitaveiki og um kveldið varð eg að leggjast niður á stubb- ana og bíða þangað til vagn fœri fram hjá, sem eg gæti fengið að sitja upp í. Þá sá eg dálitið merkilegt, Himininn stóð í loga við nuraghinn. Hann var einsog rautt klæði, alt í einu kom jötunn fram á vesturloftinu og fór að svelgja úr sér reyk. En hvað eg varð hrædd, nostra signora mia del buon consiglio! En svo sá eg alt í einu San Gi- orgio. Ilöfuð lians er kringlótt eins og tungl í fyllingu og i hendinni heldur hann á hnif, sem blikar eins og vatn. Hoj, hoj, bætti hún við og sveiflaði búrhnífnum. San Gi- orgio hjó höfuðið af ferlíkinu og himininn varð aftur heiður. — Það hefir verið óráð. — Jajæja, það kann vel að hafa verið ó- ráð, en eg sá nú samt jötuninn og Santu Jorgj; já, eg sá þá með eigin augum. Anania hlustaði með áfergju á sögur zia Varvara. í orðum hinnar landflótta konu fann hann ilm fósturjarðarinnar, hinar kryddsterku anganir af villigrösunum á Orthobene og Gennargentufjalli. 0, hvað eg skal skemta mér í fríinu minu, sagði hann við kerlinguna. Jeg skal taka þátt í öllum hátíðum og samkomum, jeg skal heimsækja bæinn, sem jeg er fædd- ur í; eg skal klifra upp á Gennargentu og Monte Razu og upp á Orgosolofjöllin. — Komið þjer aldrei til Sardiníu? spurði hann Maria Obinu kveld nokkurt. — Jeg! spurði hún alvarleg, nei þangað kem eg aldrei framar! — Því þá ekki? Komið hérna út að glugg- anum, signora María, og sjáið hvað tunglið er fagurt! Nú, nú, mynduð þjer ekki vilja fara pílagrimsferð til madonnunnar í Gon- are í eins yndislegu tunglskini og þessu? Fara ó hestbaki fót fyrir fót upp eftir hæð- unum, gegn um skóga, eftir fjallsbrúnun- um, altaf upp á við, þangað sem kirkjan stendur hátt, hátt við himinn.... Maria hristi höfuðið, zia Varvara iðaði aftur á móti í skinninu og góndi upp í loft- ið eins og hún væri að reyna að koma auga á litlu kirkjuna einhverstaðar hátt uppi við hinn tunglskinsbjarta bláa himin, hátt, hátt uppi. ... — Eg óska yður alls hins besta og sömu- leiðis þeim, sem þykir vænt um yður, og kirkjunum og öllum þeim, sem tilbáðja vora heilögu móðir. En heldur skal Sard- inia fá að brenna upp til kaldra kola en að eg snúi þangað aftur. Anania spurði zia Varvara seinna um fortíð Maríu og hvernig á því stæði að hún fyrirliti svo átthaga sína. — Ó, hjartað mitt, það eru nógar á- stæður til þess. Þeir hafa myrt hana þar á eynni! — En hún er þó enn á lífi, zia Varvara? — Ó, þú veist ekki neitt! Það er betra að myrða konuna en að svíkja hana! Honum datt móðir sin i hug. — Zia Varvara, þér sögðuð að það hefði verið signore, sem hefði svikið hana. Segið mér hvað hét hann.. reynið að fá að vita það! Segið mér, hefir signora Maria nokk- ur skjöl i fórum sinum? Eg gæti ef til vill hjálpað henni til að ná rétti sínum gagn- vart svikaranum. — Því þá það? — Til þess að hjálpa henni. — Hún vill ekki láta hjálpa sjer, hún hefir nóga peninga, skilurðu. Láttu hana vera í friði, hún vill ekki með nokkru móti að minst sje á ógæfu hennar. Ekki að minn- ast á það einu orði, því verðurðu að lofa mér. Hún myndi hengja mig, ef hún vissi að eg talaði um hana við þig. — Eg held að það hafi verið stúlka. Hún er víst hjá foreldrum hennar; Maria sendir oft peninga til Sardiniu. En Anania gat ekki hætt að brjóta heil- ann um að Maria og Oli gætu vel verið sama manneskjan. „Eg verð að minsta kosti að fá að vita vissu mína um það“, hugsaði hann, á með- án hann gekk eftir götunum, sem voru að verða auðar“. Því skyldi eg vera að gera mjer þessar grillur, ef það ekki er nú hún? En hvar er hún þá? Hvað gjörir hún? Er hún hjer einhversstaðar í nánd eða er hún langt í burtu? Er andardráttur hennar, og hlátur fléttað inn i þysinn i þessari borg, þessar dunur, sem hljóma eins og raddir hundrað þúsunda? Og ef hún ekki er hér, hvar er hún þá? Eina nóttina varð hann veikur. Honum fanst gegn um óráðið að hann sjá Maríu lúta yfir höfðalagið. Var það draumur, eða var það veruleiki? Lampinn lýsti upp her- bergið. Hann sá ýmsar kynjamyndir, en hugsaði með sjer „eg er með óráð“. Maria Obinu var hið eina sem virtist vera raun- verulegt. Meðal annars sá hann nuraghen með jötnunum og San Giorgio, sem zia Var- vara hafði séð í óráðinu; en tunglið liðað- ist frá hálsi dýrðlingsins og flaug upp á himininn, tvö önnur tungl, rauð og geysi- stór flugu á eftir. Stór fólksþyrping safn- aðist saman niður við ólgandi hafið. Hon- um fanst bylgjurnar verða að rostungum, sem börðust við ósýnilega anda. Skyndilega heyrði hann hafið öskra. Anania spratt upp af hræðslu og opnaði augun. „Slík og því- lík vitleysa“, hugsaði hann. „Eg er með hitasótt“. Maria Obinu kom aftur inn i herbergið og laut þögul yfir rúmið. Þá fór Anania að tala í óráði. — Manstu eftir því mamma, þegar þú kendir mér litla versið: Luna, luna porzedda luna. Hversvegna viltu ekki segja mér, að þú sért móðir mín? Segðu það nú; eg veit það svo vel, en þú verður að segja það sjálf. Manstu eftir verndargripnum ? Er það hugsanlegt að þú hafir gleymt morgninum þegar við gegnum niðureftir? Ef þú manst það þá segðu það ,. vertu ekki hrædd .. eg vil þér svo vel, við skulum vera saman. Svaraðu mér! Konan þagði. Sjúklingurinn var gripinn ákafri hræðslu og angist. — Mamma, segðu eitthvað. Láttu mig ekki þjást lengur eg er svo þreyttur. Ef þú vissir hvað mér líður illa! Þú ert Oli, er það ekki? Það er ekki til neins fyrir þig að neita því, þú ert Oli. Hvað heíirðu gjört síðan? Hvar eru skjöl þín? Við skulum ekki tala um það sem liðið er, það er alt búið að vera. Nú skiljum við aldrei framar .. ætlarðu að fara strax? Nei, nei, Dio, bíddu . . farðu ekki .. Hann reisti sig upp i rúminu með star- andi augu, meðan veran hvarf hægt fram úr herherginu. Aðeins nokkrujn mínútum áður en hann fór af stað heim ákvað hann heitt og há- tíðlega að hætta öllum eftirgrenslunum og tilgangslausum lieilabrotum. Honum fanst hann vera þreyttur og úttaugaður; hitinn, prófin, hitasóttin og draumarnir höfðu eytt kröftum hans. „Eg ætla að hvíla mig“, hugsaði hann, á meðan hann í slcyndi kom fötum sínum fyrir í ferðakoffortinu og mintist hins mikla undirbúnings, sem hann hafði haft þegar hann fór í fyrsta sinn frá Nuoro. Ó, hvað hann skildi sofa á meðan hann hafði friið! Hann vildi ekki verða taugaveiklaður. Hann skyldi klifa upp á fjöllinn í kringum Fonni upp á liina eggjóttu tinda Gennargentu. Hve lengi liafði liann ekki dreymt um þetta! Hann ætlaði að heimsækja ekkju ræningj- ans, Zuanne, fóstbróður sinn, son ljósá- steyparans og klausturgarðinn. Tilhugsunin um að fá aftur að sjá Margh- eritu og eiga ástir hennar vakti hjá honum svo sterka hamingjutilfinningu að hún næstum olli honum þjáninga. Áður en hann fór fékk zia Varvara hon- um dálitið vaxkerti, sem hann átti að færa pislarvottakirkjunni í Fonni, og Maria gaf honum minnispening, sem páfinn hafði blessað. — Ef þér ekki viljið eiga hann, guðleys- ingi, þá gefið mömmu yðar hann, sagði hún hrosandi og komst við. Verið nú sælir, góða ferð og komið fljótlega al'tur. Munið að her- bergið stendur yður altaf til boða. Líði yður vel og skrifið mjer flj(’)tlega nokkrar línur. — Við hittumst aftur! kallaði hann neðan úr stiganum, en Maria stóð uppi á pallinum og veifaði til hans. — Eftirlætisgoðið mitt, sagði zia Varvara og fylgdi honum alla léið að hliðinu, skil- aðu kveðju frá mér til fyrstu manneskjunn- ar sem þú mætir, þegar þú stígur á land í Sardiníu. Góða ferð og mundu eftir vax- kertinu! Hún kysti hann á kinnina og grét, og hann fann hjá sjer löngun til að hlaupa aftur upp stigann og sjá hvort Maria Obinu gréti líka, en svo hrosti hann að þessari hugsun sinni, faðmaði zia Varvara að sér, bað hana að fyrirgefa sjer hvað hann hefði strítt henni oft og fór sína leið. Alt var horfið, gamla konan, sem grét yf- ir útlegð sinni, dapurlega gatan, torgið, sem um þetta bil var eyðilegt og brennandi heitt, Pantheon, skuggalegt eins og risavaxin gröf; og Anania, fann sjer ljetta við hinar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.