Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1931, Síða 1

Fálkinn - 21.02.1931, Síða 1
FRA AUSTUR-GRÆNLANDI. Dcinir eru um þessar mundir að bollaleggja nýjan stóran vísindalegan leiðangur iil Grænlands. Ætlunin er að kanna mi Aust- urhluta Grænlands grandgæfilega, en þann hluta landsins þekkja þeir mun minna en vesturhlutann; enda er vafasamt hvort þeir í raun og veru hafa yfirrúð yfir öllu Austur-Grænlandi. Norðmenn eiga þar ítök samkvæmt samningi og um nokkurn hluta strandlengjunnar er því haldið fram, að það sje „No mans land“. Dönsku leiðangursmönnunum er m. a. ætlað að rann- saka skrælingjana í Angmagsalik, en þeir eru í raun og veru lítl rannsakaðir að svo komnu. 1 Angmagsalik búa óblandaðir Eskimóar, Þeir einu i Grænlandi, sem ekki hafa blandað blóði við hvíta menn. Myndirnar sýna nokkra íbúa þorpsins og lend- ingarstaðinn í Angmagsalik. Ýmsir hafa haft augastað á þessu þorpi, sem heppilegum lendingarstað fyrir flugvjelar, en þó mun oft svo mikill ís þar á sumrin, að erfitt er að lenda, og svo reyndist amerikönsku flugmönnunum 1924. Biðu þeir nálægt mánuði eftir að ísinn færi og urðu loks að hverfa frá því að koma þar við.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.