Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1931, Page 4

Fálkinn - 21.02.1931, Page 4
4 F Á L K I N N ncðstu hæð aðalhússins er m. a. bústaður dyravarðar og stór sundlaug, sem ennþá er ekki full- gerð, en á efri hæðunum 8 kenslu- slofur á liverri og vita mót austri en breiður gangur meðfram vest- urhhð. I austurálmunni er kvik- myndasalur á neðstu hæð, þar eru lækningastofur o, fl. en fjór- ar kenslustofur á efri hæðunum. Á miðhæð er ennfremur kenn- arastofa og skrifstofa skóla- stjóra en ibúð hans er á efstu hæð í austurenda álmunnar. Sjer- stök stofa til náttúrufræðiskenslu er einnig i þessari álmu. í norð- urálmunni meðfram Bergþóru- götu er á neðstu hæð m. a. aðal- fimleikasalurinn og smíðakenslu- salur, en á efri hæðunum minni fimleikasalur, saumakenslustofa, skólaeldhús og rainna eldhús fyr- ir matgjafir, matsalur og söng- salur, en honum hefir til bráða- birgða verið skift í tvær kenslu- stofur. — Borð öll og stólar í kenslu- stofunum eru með nýrri gerð, sem ekki liefir sjest hjer áður. Er það frá Þýskalandi. Á göng- unum eru þvottaskálarogdrykkj- arskálar, en svellþykkir linole- umdúkar á öllum gólfum. Virð- ist húsið vera mjög vandað ag ekkert til þess sparað, enda mun það kosta um hálfa aðra miljón króna er það verður fullgert. Eins og kunnugt er, er það alt hitað með laugavatni og gefst hitaveitan ágætlega. Það er einkum í norðurálm- unni, sem margt er ógert ennþá. Þrjár systur. ---x---- URO-Punklal Þessi gler eru heimsfræg! Þau vernda augun gegn skaðlegum ljósgeislum. Þau fást hjá BRUUN Laugaveg 2. ókeypis — en aðeins nákvæm gleraugnamátun. ódýrar og sterkar umgerðir. Laugaveg 2. Þannig mun matreiðslukensla ekki geta orðið í skólanum í vet- ur og smíðakensla ekki heldur. Myndirnar, sem hjer fylgja hefir Magnús Ólafsson tekið. Er sú fyrsta af ganginum fyrir utan kenslustofurnar í aðalhúsinu. Efri myndin á þessari blaðsíðu er af skólaliúsinu að utan, en sú neðri af börnunum í einni kenslustofunni. Amerískur hattagerðarmaður ljet festa upp auglýsingar á öll götuhorn og auglýsingasúlur borgarinnar. „Millers hattar eru þeir bestu í heimi! Jafnvel Chaplin notar þá ein- göngu!“ Næsta dag hafði keppinaut- ur hans látið líma neðan á auglýs- inguna orðsendingu á þessa leið: „Og þess vegna hlær allur heimurinn að honum!“ Sigríður Halldórsdóttir, Lauga- veg 67, varð 76 ára ágúst. Hagnh. Halldórsdóttir, Hólma- hjáleigu í Landeyjum varð 70 ára 17. þ. m. Ingibiörg Halldórsdóttir, Arn- argötu 12, verður 66 ára 3. mars.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.