Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1931, Qupperneq 7

Fálkinn - 21.02.1931, Qupperneq 7
F Á L K I N N SMARAQÐS-D JÁSNIÐ. EFTIR E. PHILLIPS OPENHEIM. — Bærilega tókst l>jer i Unwin- málinu, sagði Faul.kener kapteinn við Goade vin sinn, er þeir höfðu sest við borð á kaffihúsinu. Þeir höfðu ekki sjest lengi þangað til nú að þeir hittust af tilviljun. — En hvað ætlastu nú fyrir? Jeg hefi engin áform, en úr því að jeg er kominn svona langl suður á hóginn, langar mjer til að bregða mjer suður að hafi. í sama hili kom maður að borðinu og yrti á Faulkener, sem kynti hann að vörmu spori fyrir Goade. Man- ton, þetta er Goade úr Scotland Yard — og majór Manton fangelsis- stjórinn hjerna. Þeir töluðu stundar- korn um daginn og veginn, en svo fór aðkomumaðurinn og Faulkener hallaði sjer fram á borðið og sagði: — Jeg bauð honum ekki að setjast vegna þess að jeg þurfti að taia við þig undir fjögiir augu. — Vonandi ekki um nýtt mál? Jæja, segðu mjer þá frá? Það er einmitt það, sem jeg vildi lieist komast hjá. Jeg vildi heíst að þú heyrðir söguna beint af hlut- aðeigendum. Hefirðu ekki tækifæri til að hitta mig seinna i dag. Eigum við að hittast kl. 4? — Það get eg vel. En ])ú vilt þá ekki segja mjer neitt núna? - Nei, við látum það bíða, ------ — — Ivlukkan rúmlega fjögur gengu þeir Faulkner og Goade inn í bókastofu dómkirkjuprestsins. Hann sat sjálfur við skrifborðið sitt og las skrifara sinum fyrir. Presturinn lieilsaði þeim og bauð sæti. — Jeg hefi ekki sagt Goade frá neinu, mælti Faulkener, — jeg kaus fremur að hann heyrði það alt af yðar eigin munni. Og jeg vil ráða yður til, hr. dómkirk’juprestur, að leyna Goade ekki neinu. Þú munt sanna, sagði hann, og sneri sjer að samferðarmanni sínum, að þetta mál er hvorttveggja i senn einfalt og flókið. Presturinn kinkaði kolli og strauk grátt hárið. — Jeg' held, að „flókið“ sje ein- mitt rjetta orðið, sagði prestur. — Jeg skal reyna að segja yður sög- una í svo fáum orðum, sem mjer er unt. — Jeg kysi heldur, að þjer segðuð hana alveg eins og yður lætur best, svaraði Goade. Presturinn hóf nú sögu sína: — Jeg byrjaði starf mitt sem fátækur aðstoðarprestur og hef aldrei verið fjáður maður. Fjölskylda mín er stór og launin hafa aldrei leyft mjer ó- hóf. Jeg á fjórar dætur og er sú elsta tvílug. Eins og þjer skiljið, eigum við hjónin enga ósk einlægari en að sjá þeim farborða í lífinu. Hjer í nágrenninu er fátt um ungt fólk. Við tókum þvi þess vegna með þökkum, er hertogafrúin í Exeter bauð elstu dóttir minni til. þriggja daga veru, fyrir hálfum mánuði. Dóttir mín tók boðinu og fór. Var henni lekið með mikilli vinsenul, en eftir þrjá daga kom hún heim aftur, úrvinda af harmi. Presturinn tók málhvíld og fitlaði við úrfeslina sina. Jeg verð að segja yður, að Florence dóttir min átti ljósu, sem er vinkona konunnar minnar prinsessu Sibolsky — enska konu. sem gift var rússneskum manni. Við höfðum ætíð vonað, að dóttir mín hefði gagn af þessari við- kynningu, en það fór út um þúfur við byltinguna í Rússlandi. Prinsess- an dó í örbirgð. En áður en hún dó gaf hún dóttur minni seinasta dýr- gripinn sem hún átti, djásn úr græn- um smarögðum, eflaust mjög verð- inætt. Hún fjekk það fyrir mánuði. Gul.Ismiðurinn hjerna virti það á tvö þúsund pund og þegar hún fjekk heimboðið gerði jeg ráðstafanir til að láta vátryggja það. Þvert á móti ósk minni vildi hún hafa djásnið með sjer. Hún átti nefnilega grænan silkikjól og hjelt, aft smaragðarnir mundu fara svo vel við hann. En svo kom hún aftur smaragðalaus og hafði orðið fyrir mikilli raun í ofanálag. Það er hest hún segi yður frá þessu sjálf. Þresturinn hringdi. — Viljið þjer hiðja Florence um að koma liingað, sagði hann við þjóninn. Hún kom inn dökkhærð og falteg stúlka, hávaxin eins og faðir hennar, en ekki lík honum að öðru leyti. — Þetta er hr. Goade, Flore'nce, sag'ði faðir hennar þegar hún sett- isl og jeg ætla að biðja ]>ig um að scgja lionum hvernig þú mistir djásn- ið þitt. Segðu það alveg eins og þú sagðir okkur það. Það var ekki laust við að hún gretti sig. — Þetta er voðalegt, sagði lnin, — en svona er það: Djásnið var úr hvitagut.li og mjög sterkt, og gat ekki opnast nema endunum væri þrýst saman. Margir gestirnir dáð- ust að því, og ekki síst þótti Geofírey lávarði mikið til þess koma. Hann dansaði mikið við mig. Síðla um kveldið bað hann mig að hlaupa yf- ir einn dans og tala við sig úti í garðinum í staðinn. Þó gott væri veður vildi hann endilega að jeg kastaði yfir mig sjali. Við sátum þarna um stund og töluðum saman og jeg man vel, að jeg var með djásn- ið ]>á. Þegar við komum inn tók hann sjálfur sjat.ið af mjer og fór með ]>að. Áður en hann kæmi aft- ur hafði annar maður beðið mig um dans og um leið og við vorum að fara út á gólfið tók jeg eftir að djásnið var horfið. Nú varð stutt þögn þangað til Goade sagði: — Jeg skal ekki tefja yður með óþarfa spurningum, ung- frú. Þjer álítið auðsjáanlega að lá- varðúrinn hafi slotið djásninu? — Hverju get jeg trúað öðru? Það var hann, sem vildi að jeg setti á mig sjalið, og það var í rauninni ó- þarfi. Hann var lengi að taka það at' mjer og það var eins og honum væri órótt á ineðan. Hann skyldi ekki við mig fyr en við vorum kom- in inn í danssalinn og þá var grip- urinn horfinn. — Þjer hafið minst á þetta við hann geri jeg ráð fyrir? — Já, undir eins og jeg hitti hann, en það leið klukkutínii þangáð til. Loks fann jeg hann eftir alla leitina inni þar, sem hressingarnar voru boðnar. Hann virtist verða mjög forviða og við leituðum í sjalinu og úti, þar sem við höfðum verið, en eklcert fanst. Svo bað hann mig um, að minnast ekkert á þetta við m >ð- ur sína. — En hún hefir frjett það áður en þjer fóruð? — Já, jeg mintist á það við hana morguninn, sem jeg fór og sagði henni hve dýrmætur gripur þetta hef'ði vcrið, en liún sagði aðeins, að jeg hlyti að hafa týnt því á gólfið í dansinum, og að þjónninn mundi linna það og þá l'engi jeg það aftur. Jeg þekki þetta fólk lítið, er það ríkt? spurði Goade. Það liefir víst nægilegl, en slðan skattalöggjöfin koinst í þetta horf, cr varla hægt að kall^ aðalsfól.k í sveit- um ríkt, sagði prestur. — Og þessi ungi maður, Geoffrey lávarður? —- Hann er elsti sonurinn og full- trúi suðurhluta greifadæmisins í þinginu. Hann er talinn efnilegur stjórnmálamaður. — Á hann sjereign? Að því er jeg best veit á hann ekki annað en faðir hans lætur hann liafa. Goade sat hugsandi um stund. I.oks Ieit hann á stúlkuna. — Og segið mjer nú söguna til enda, mælti liann. — Til enda, mætti hún og hrökk við. — Hvað meinið þjer? -- Þjer leynið mig einhverju, svar- aði Goade. — Það gera flestir. Sem snöggvast sat hún og þagði. — Jæja, mælti hún loks: — Áður en ljósa mín dó heimsótli jeg hana í London og hitti þá oft Geoffrey lá- varð og við urðum kunningjar. Það var hann sem rjeði því, að jeg fór í þelta boð til Exeterhallar. Én síð- an hefir hann forðast mig og það er eins og liann hafi þykst við, að jeg mintist á þetta hvarf. — En nú ætlar hann að koma liingað í dag og þiggja te, sagði prestur. T>að væri gaman að sjá hann skaut Goad inn í. — En meðal ann- ara orða ungfrú: Hvort metið þjer meira að fá gripinn aftur eða koma upp um þjófinn? Hún hikaði. — Vitanlega er mjer áhugainál að fá djásnið aftur, en jeg vil helst líka, að þjófurinn meðgangi. Þjónniiin titkynti að teið væri framreitt og presturin bauð Goade aft drekka bolla með. Þeir gengu inn í borðstofuna og þar var Goade kyntur frúnni og presti einum og konu lians ■— og Geoffrey lávarði. Hann var liár maður og snyrtilegur, hægur í framgöngu og talaði fátf og ljel sem hann sæi varla Florenc.e þegar hún seltisl hjá lionum við borðið. Ekkerl gerðist sögulegt og távarðurinn varð manna fyrstur til þess að fara úr samkvæminu. Nú liðu fjórir dagar. Þá gerði Goade FauLkner boð að finna sig. — Jeg veit alt um Geoffrey lávarð, sagði Goade og einkalíf hans þolir hvaða dóm sem vera skal. Hann liefir lofsverð áhugamál og umgengst eingöngu bestu nienn. Hertoginn af Exeter getur hrósað happi að eiga slíkan son. En þvi miður er líka skuggalilið á honum. Daginn eflir dansleikinn í Exeter, sama daginn og Iávarðuriiin kom aftur tit, London var smaragðsdjásn ungfrúarinnar veðselt lijá veðlánara i London, af ungum manni, sem sagðist heita Geoffrey Fernell, og samkvæmt lýs- ingunni er Geoffrey lávarður. Hann veðsetti gripinn fyrir þúsund pund. — Nú er mjer nóg boðið, hrópaði Faulkner. Síðdegis sama dag bar gesti að garði í Exeterhöll. Þeim var boðið inn í bókastofuna og gekk ungfrú Fíorence fyrst inn, föl og einbeitt, þá komu presturinn faðir hennar og FauLkner og Goade. Brytinn visaði þeim til sætis og að vörmu spori koniu þau inn hertogahjónin. — Hefir dóttir yðar talið yður á, herra prestur, að gera yður ferð hingað út úr þessum glerbrotum? spurði hertogfrúin og leit hvast á Florence gegnum stangargleraugun. Ef svo er, þá er því til að svara, að jeg hefi skipað þjónunum að senda þau til hennar undir eins og þau finnast. — Þessi glerbrot, sem yðar há- göfgi kallar svo, er mjög verðmætt smaragðsdjásn, sem prinsessa Shi- bolski gaf dóttur niinni, svaraði prestur. — Og jeg er hræddur um, að þjónar yðar finni það ekki hjer, því að það hefir þegar fundist á veð- lánsstofu í London, þar sem það . 7 liafði verið veðsetl fyrir þúsund puhd. — Og hver gerði það? spurði her- togafrúin. — Mjer þykir leitt að þurfa að segja það, en það er sonur yðar, sem veðsetti það, svaraði presturinn, — Andtit hertogans varð eins og skelfingin uppmáluð og kjálkarnir hjengu niður á bringu. — Sonur minn! Geoffrey lávarður! mælti hún og tók andköf. ALdrei á æfi minni hefi jeg heyrt neitt lilægilegra. Vit- ið þjer eiginlega hvað ]>jer eruð að segja, prestur? Frúin sneri sjer fjúkandi af reiði að Florence. — Unga stúlka, eruð eruð þjer hingað komin lil þess að saka son minn um þjófnað? Son miun! Geoffrey lávarð! Erfingja að lieilu hertogadæmi! — Mig langaði ekki að koma, en jeg er viss um, að djásnið hvarf um leið og jeg tók af mjer sjalið og nú er það fundið hjá veðlánara í London, veðsett af Geoffrey lávarði. Hertoginn gekk að bjöllunni og hringdi á þjón. — Þennan áburð skuluð þjer endurtaka svo a'ð sonur minn heyri, mælti hann kuldalega. Það varð þögn meðan verið var að sækja Geoffrey lóvarð. Loks bar frúin gleraugun upp að augunum og bent.i á Goade. — Hver er þessi fuglahræða þarna? — Yðar hágöfgi, svaraði hánn, — jeg kcm oft i svona heimsóknir. Jeg lieiti Goade frá Scotland Yard. Það fór titringur um frúna og hún sneri sjer að prófastinum, en i sama bili kom Geoffrey inn. Hann glápti sem snöggvast á gestina og sagði toks: — Hvað segið þjer í frjettum, ungfrú Followay? Og þjer dómkirkjuprest- ur. Það var gott að fó yður i tennis, Faulkner. En hverju á maður þessa heimsókn að þakka? — Já, spurðu nú um það, greip móðir hans fram í, titrandi af bræði. — Þú manst víst að ungfrúin þarna týndi smarögðum hjerna á dans- leiknum um daginn. Og nú liefir presturinn tilkynt okkur, að þeir liafi fundist hjá veðlánara i London, og að Geoffrey Fernell liafi veðsett l>á. Geoffrey lávarður var eins og högginn í stein. — Svo sneri hann sjer að FLorence. — Drottinn minn, lialdið þjer i raun og veru að jeg liafi slolið smaragðsdjásninu. — Já, það held jeg óefað. Jeg man að þjer vilduð endilega að jeg hefði sjalið og smaragðarnir hurfu um leið og þjer tókuð það af mjer. Og nú eru þeir veðsettir fyrir þúsund pund. —• Hversvegna hafið þjer ekki nefnt þetta fyr, úr því að þjer grun- uður mig? — Nú hefir þessi skripaleikur staðið nógu lengi, grenjaði frúin. Þurfið þið að spyrja son minn fleiri spurninga? — Já, greip Goade fram i. — Mig langar til að spyrja hann hvort hann hafi stolið gripnum eða ekki. — Jeg hjelt að það væri útrætt mál, svaraði Geoffrey. —- Já, jeg stal smarögðuiuim og veðsetti þá í Hol- born. — Alveg rjett. Og má jeg spyrja liversvegna þ.jer stáluð þeim, hjelt Goade áfram. — Jeg þurfti á peningum að halda. Ungi maðurinn sneri sjer að foreldr- um sínuni, sein bæði voru höggdofa af skelfingu. — "Mjer þykir þetta vitanlega leitt, en jeg þurfti á pen- ingunum að halda, faðir minn. Þau sjá skamt þessi tvö þúsund pund, scm jeg fæhjá þjer á ári. Þessvegna stal jeg djásninu, en jeg get svarið að jeg ætlaði að skila ungfrú Foll- oway því aftur. Frúin hafði mist alla stjórn á sjálfri sjer. — Þú stalst, taulaði hún, — Geoffrey, sonur okkar, stal — frá stúlku! Djásninu skal verða skilað aft- Framh. ú bls. 13.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.