Fálkinn - 21.02.1931, Page 11
P A L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Barna golf.
I. Kafli.
Þið hafið sjálfsagt lieyrt getið um
þennan merkilega leik, sem skyndi-
lega er nú farið að leika um víða
veröld. Og það sem allur heimurinn
hefir gaman af, hlýtur líka að vera
ykkur til skemtunar.
Við skulum nú búa okkur til leik
nieð níu brautum. Það er algengast.
Það er um að gera að bað kosti ekki
mikiS, því nú er ekki svo mikið
um peninga sem stendur, og það er
vel hægt fyrir laghenta drengi og
telpur að búa það helsta til sjálf.
J2 5
2. Önnur braut er búin til úr þak-
rennuspotta. Við Iátum annan endann
A. Öll brautin.
f staðinn fyrir kylfu getum við
notað göngustaf, sem við snúum við.
En kúluna sjálfa komumst við ekki
hjá að kaupa. Það verður að vera
rjett tegund. Hindranirnar búum við
til úr fjölum, sem eru hálfur annar
sentímeter að þykt.
x
Miðho'lan er búin til úr stifum
]>appa, er hann vafinn upp eins og
])egar búin eru til kramarhús, klipt-
ui' til og límdur þannig saman, síð-
an er oddurinn kliptur af. Það má
einnig láta búa hann til úr blikki hjá
blikksmið. Ilolan á að vera 15 senti-
metra að þvermáli, sjálfur hringur-
inn um 40 sm. að þvermáli. „Kram-
arhúsiS" má ekki vera hærra en 4
sentimetra því þá verSur erfitt að
komast i holuna. Það er nefnilega
ætlunin að hægt sje að slá kúluna
með einu höggi gegn um hindran-
irnar og inn í holuna.
li. Fursta braut.
1. Fyrstu braut látum við vera hlið.
Það er búið til úr spítu, sem er 30
sm. löng og 10 sm. há, opið er 7 sm.
breitt. Að aftan er það stutt með
tveimur þríhyrningum.
hvíla á þrepi um 20 sm. háu.
3. Þriðja braut er brú, sem vegur
salt á tveimur ásum og vígishlið að
baki. Brúin á að vera 10 sm. breið
og 35 sm. liing. Ásinn, sem brúin velt-
ur á, á að vera nákvæmlega undir
miSri brú og liggja 8 sentimetra liátt
á stólpunum. HliSiS á að vera 8 sm.
hreitt.
skiftum því sundur í miSju með
slólpa. Breidd alls hliSsins á aS.vera
14 sentim. Stólpinn er negldur aftan
á hliðið ofanvert.
1). Fimta braut.
5. Nú komum við að hábrúnni. Hún
er 25 sentimetrar að hæð með af
líðandi brekkum upp og niður af
henni og handriðum báðum megin
alla leið.
fc 7
0. Brekka og stökkpallur. Brekkan
er 25 sentim. löng og hækkar svo hún
verður 10 sm. Stökkpallurinn á að
vera 12 sm. hár og er látinn vera 10
sm. frá brekkunni.
E. Sjöunda braut.
7. Hæð með gildru, 25 sentimetra
breið að neðan og 18 sm. að ofan.
Þeim megin sem slegið er, eru negldir
nokkrir naglar sitt livoru megin við
brautina, svo rennaiv sem knöttur-
inn á að fara í gegnum verSur ekki
breiðari en 8 sentimetrar.
F. Áttunda braut.
8. Lögregluþjónninn og bilarnir.
Lögregluþjónninn stendur svo gleitt
að það eru nákvæmlega 7 sentimetrar
milli pallanna, sem hann er festur á.
Fjórar bækur eru lagðar á hvolf í
áttina til miSholunnar, þannig að
kúlan hlýtur að fara í ákveSna átt.
F. Níunda braut.
9. Hliðin eru tvö og tvöfaldar
hindranir. Þessi braut er 40 senti-
metra löng og 25 sentiinetra breið.
3 sentimetrum frá endánum er búin
til girðing úr stórum nöglum. Á
miðri brautinni er látinn vera auð-
ur vegur sem er 10 sentimetrar á
breidd. 10 sentimetrum lengra niðri
á brautinni er búin til önnur hindr-
un, það er stór skrúfa, 10 sentimetr-
um frá henni eru hliðin. Hliðin eru
8 sentimetra víð. Stykkið milli hlið-
anna 4 sentim., 10 sentim. frá þvi
ei hallandi.
II. Kafli.
Leikreglur.
Kúlan er látin vera 75—100 senti-
metra frá hindrununum, eftir því
hvað leikvöllurinn er stór. Hún er
slegin gegnum hindranirnar inn í
miðholuna i hvert skifti.
í hvert skifti, sem slegið er með
kylfunni, fær sá sem leikur eitt stryk.
Það má slá fjórum sinnum til þess
að komast gegnum hverja hindrun.
Hepnist honum ekki i þessi fjögur
skifti að komast inn í miðholuna
með kúluna (það þarf náttúrlega
ekki að vera í sama höggi og hann
komst gegnum hindranirnar) fær
hann finun stryk að heldur svo á-
fram að næstu hindrun án þess að
cndurtaka tilraunirnar við hið fyrra.
Það er um að gera að komast eft-
ir brautinni meS sem fæslum stryk-
um; 15 stryk er mjög gott, 22—24 er
algengast.
III. Kafli.
Hvernig á að haga sjer við hindr-
anirnar.
1. Kúlan er lögð eins og sagl hefir
vcrið frá og er slegin beint inn í
miðholuna.
2. Kúlan verður að fylgja rennunni
alla leið, hoppi hún út yfir brúnina
fær leikandinn eitt stryk og verður
að byrja aftur.
3. Kúlan er slegin upp eftir brúnni,
um leið og hún fer yfir brúarásinn
á hann að vera svo liSugur að brúin
falli strax niður þeim ntegin, og síð-
á kúlan að renna áfram inn í gegn-
um hliðið. jieppnist þetta ekki i einu
höggi verður að byrja fyrir framan
brúna aftur og leikandinn fær eitt
stryk.
4. Farið að eins og í 1.
5. Farið að eins og í 2.
0. Kúlan á að renna upp brekkuna
og yfir pallinn.
7. Kúlan á að renna upp eftir allri
hæðinni og fara gegnum gildruopið.
8. Kúlan á að renna milli fóta lög-
regluþjónsins og velta alla leið milli
bókanna í einu höggi. Mishepnist það
verður að byrja að nýju, og leikand-
inn fær eitt stryk.
9. Kúlan á að fara gegnum hliðið
á girðingunni inn um annað hliðið
og fara alveg af brautinni í einu
höggi.
Munið það að í hvert sinn, sein
kúlan hefir farið gegnum hindrun á
hún að fara i holu.
Það er best að leika þetta á stóru
gólfteppi.
Ef kúlan lendir þannig að ilt sje
að komast að henni til að slá hana
er leyfilegt að flytja hana 10 senti-
metra í hagkvæmari átt.
Eitl skulið þið gera þið skulið
skíra alla stgðina, sem þið þurfið
að komast í gegnuin einhverjum
skrípilegum nöfnum.
Það gerir leikinn skemtilegri. Þið
getið málað nöfnin sjálf á hlutina.
Gott ráð: Sláið ekki of fast.
Eftir þessa nákvæmu tilsögn liljót-
ið þið að verða afar dugleg og jeg
óska ykkur góðrar skemtunar.
Óður hundur beit nýlega kven-
mann í fótinn suður í Budapest —•
og konan ljest af því skömmu síðar.
Hundaæði er mjög sjaldgæft, eða að
minsta kosti mjög sjaldgæft að óðir
hundar verði fólki að bana.
-----x-----
er bragðbest
og drýgst.
Húsmæður!
Reynið einn pakka
í dag.
Fæst allsstaðar.
Líftryggið yður
þar sem kjörin eru best.
Úr ársreikningi Lífsábyrgðarfjel.
Thule h.f. 1929:
Árstekjur .... kr. 4.621.189.52
Þar af til hluthafa — 30.000.00
(Hluthafar fá aldrei hærri upp-
hæð, skv. samþyktum fjelagsins).
Lagt i sjóði fjel. kr. 326.272.00
Til hinna trygðu — 4.264.917.52
(yfir 92% af öllum ágóða fjel.).
Ágóðahluti hinna trygðu útborg-
ast árlega að 5 tryggingarárum
liðnum, og er ekki hærri 1929
en önnur ár.
Lífsábyrgðarhlutafjelagið
T H U L E .
Aðalumboðsmaður fyrir ísland:
A . V. TULINIUS,
Eimskipafjelagshúsinu, 2. hæð.
Simi 254. Simn.: TULIN.
Umboðsmenn óskast allsstaðar,
þar scm ekki eru umboSsmenn i
nágrenninu.