Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1931, Side 10

Fálkinn - 14.03.1931, Side 10
10 F A L K I N N Komið eða skrifið tU URO-GLER okkar.------- sem útUoka hina skaðlegu liósgeysla. Ókeypis fller- ---------------- auflnamátun. IEina verslunin sem hefir sjerstaka ran- sóknarstofu með öU- um nýtísku áhöldum. Laagavegs Apotek. Vandlátar húsmæður kaupa Hjartaás- smjörlíkið. PABRIEKSMERK „Sirius“ súkkulaði og kakó- duft velja allir smekkmenn. 5 Gætið vörumerkisins. Fyrir kvenfólkið. DROTTNING EYÐIMERKURINNAR Stúlka þessi, sem er arabisk að ætt, komin af gamalli arbiskri konungs- ætt, hefir í liuga að láta gera sig að drotningu yfir nokkrum hluta Sahara og landi því, sem liggur að Rauða- hafinu. Sagt er að hún hafi um sig öflugan flokk og ætli að halda honum gegn hinum evrópisku yfirmönnum, svo framarlega sem þeir ekki fallast á fyrirætlanir hennar. Kunnið þjer að sjðða grænmeti? Þrens er að gæta þegar sjóða á grænmeli og það er: hragð, næring- argildi og útlit, og j)ví miður verð- ur eitthvað af því á hakanum í suð- unni, svo við verðum að gera okk- ur grein fyrir hvað við metum mest af þessu þrennu, hvort það er hið fagra útlit, bragðið eða þess að gæta sem mesta næringargildi þessarar fæðutegundar. Það sem fyrst og fremst gerir grænmeti að þýðingarmikilli fæðu- tegund, er að það inniheldur málm- sölt og bætiefni (vitamin), sem leys- ast auðveldlega upp í vatni og hverfa þessvegna að meira eða minna leyti í suðunni. Grænt og mislitt „græn- meti“ er einkum auðugt af hætiefn- um. Vanalega er sett dálítið af ,natroni‘ úl í pottinn þegar soðnar eru ýms- ar grænmetistegundir, svo scin kál, spínat, grænar haunir o. s. frv. til þess að liturinn haldist, eða til að gera hann ennþá sterkari. En natron er eyðileggjandi fyrir bætiefnin, og þessvegna verðum við að gera okk- ur ljóst hvort við heldur i'iljum missa. Sje jeg spurð, hverju beri að mæla með, skrifar hinn kunni danski mat- fræðingur, frú Karen Brae, þá myndi jeg segja að það væri undir þvi kom- ið hverjar hinar fæðutegundirnar væru og svo eftir árstiðum. Sje nóg um aðra bætiefnaríka fæðu, svo sem salöt, tómötur ávexti eða annað, gerir ekkert tii þó eitt- hvað af bætiefnunum, sem eru i grænmetinu fari forgörðum, þess þá heldur, sem það er gullin regla, sem ekki má gleymast að maturinn er ekki aðeins fyrir munninn, heldur líka handa auganu — það eykur iyst- ina að hann sje fagur ’á að líta. Það má því skoða það, sem algilda reglu, einkum þar sem mikið er um ávexti að nota megi natrón á sumrin en ekki á veturna. Málmsöltin ieysast upp við suðuna eins og þegar hefir verið nefnt og það segir sig sjálft að jiað má ekki sjóða grænmeti of mikið, eða meira en nauðsynlegt er. Sje grænmeti soðið við mikinn eld hættir því við að meyrna og fara í sundur að utan áður en það er soð- ið að innan, en á hinn hóginn tap- ar það ekki eins miklu af bæti-efn- um og söltum eins og þegar það er látið mollast yfir eldinum. Það hefir ennfremur mikið að segja fyrir útlit grænmetisins hve- nær það er saltað. Grænar baunir t. d. skorpna saman sjeu þær salt- aðar of snemma, hlómkál verður rauðleitt ef látið er of mikið salt i vatnið, á hinn bóginn má ekki draga að salta grænmetið þangað til það er orðið meirt þvi þá sýgur það ekki i sig saltið svo sem þarf. Auk þess verður að muna það að grænmeti, sem soðið er of mikið er alt i senn ljótt, næringarlítið og vont á bragðið. Þegar alls þess er gætt, sjest að það er meiri vandi að sjóða græn- meti en margur heldur. Yfirleitt má segja það, að best sje að sjóða grænmetið þangað til það er rjett aðeins orðið meyrt og meira ekki. Það verður að vera stíft en þó ekki hrátt að innan. Hvað „mis- litt“ grænmeti snertir, verður jiað best gert með þvi að sjóða það í eins litlu vatni eins og hægt er að kom- ast af með. Vatnið þarf ekki að fljóta yfir grænmetið í pottinum en aðeins þekja það að hálfu leyti eða jafnvel ekki nema einn þriðja hluta þess. Það er sett yfir eld svo að suðan komi fljótt upp á því, þegar einn þriðji liluti suðutímans er liðinn er saltinu stráð yfir (samtímis er mat- rónið sett útí, sje það annars notað) og síðan er það soðið vel tillukt við góðum hita, en helst ekki svo mik- inn að það fari sundur. Broddkál og Savoykál er soðið á sama hátt, en áður skorið í fjóra hluti. Ilvitt „grænmeti“ verður best með því að sjóða það í svo miklu vatni að fljóti yfir. Það er látið sjóða og saltað þegar það hefir soðið i 5 mín- útur. Sumir setja dálitið af sítrónusafa eða ediki út í vatnið til þess að skerpa litinn, en sje notað eins mik- ið og þarf til þess að það hafi nokk- ur áhrif, er mjög mikil liætta á að það finnist bragð að kálinu, og naum ast er það heldur til að auka bæti- efnin. Þessvegna er heppilegra að sjóða það eins og fyr er sagt. Gufusuða á grænmeti er mjög góð með tilliti til næringargildis fæðunn- ar, en verður vanalega dýrari. Æfintýri þjónustustúlk- unnar. Þessi mynd er af þjónustustúlku á írsku veitingahúsi í London. Um daginn bar það við, að hún fjekk Ferrosan er bragðfíott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyf jabúðum í glösum á 500 gr. Verð 2.50 glasið. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. óvænt tilkynningu um, að maður hennar væri orðinn lávarður og hefði erft auð mikinn eftir föðurhróður sinn. Maður hennar er daglaunamað- ur-í Ástralíu. Hann var nefnilega at- vinnulaus og fluttist þangað suður. Var svo um talað milli lijónanna, að hún skyldi verða eftir i Englandi og eigi koma suður til Ástraliu fyr en hann væri búinn að koma sjer vel v á laggirnar þar syðra. Hún fjekk vist á veitingahúsi og vann fyrir sjer. Hvorugt hjónanna hafði hugmynd um, að þau áttu arf og titil í vænd- um. Þegar þetta er skrifað er maður- inn ókominn frá Ástralíu, og hún er áfram í vistinni. En undireins ag hann kemur flytja hjóninn til írlands og taka þar við afarstórum búgarði. -----------------x----- Á heimili einu í Le Havre varð fyrir skömmu sá óvenjulegi atburður að koddi húsbóndans sprakk. Var sprengingin svo sterk, að rúðurnar í lierberginu molnuðu í srnátt. Sem bet- ur fór skeði þetla að degi til, því að annars liefði húsbóndinn orðið illa úti. Honum varð mjög um atburð- inn, þvi að hann hafði sofið á þess- um kodda í fjögur ár, án þess að vita, að hann var stoppaður með — skotbómulll

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.