Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Frainkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaver*: 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvik. Skraddaraþankar. Sumt fólk heldur því fram, að það segi aldrei nema það sem satt er. En um þá, sem þannig tala, er það gam- alla manna mál, að þeir geri sjer öðr- um fremur far um áð segja helst þann sánnleika, sem náunganum er óþægi- legastur. Þeir sjeu fremur lastmálgir menn. En sannleikurinn er ekki altaf last. Aðrir menn leitasl við að iðka þá tegund sannsögli, að leyna öllu því, sem óþæglegt má segja um aðra, en segja aðeins ]>að, sem vel lætur í eyr- um. Þeir leitast við að lifa lífinu þann ig, að þeir, í umgengni við aðra menn segi aðeins hól og skjall — þangað lil daginn sem vináttan er úti, að demba yfir þá öllum þeim svívirðing- um, sem þeir geta munað í fljótu bragði. Þessum mönnum finst þeir vera einstaklega hreinskilnir. Þeir vilja vera það og þykjast vera það. Þeíta eru meslu heiðursmenn — ai- veg eins og hinir, sem altaf eru að hreyta úr sjer ónotalega sannleikan- um! En öllu þessu fólki liefir mis- skilist hvað sannleikurinn er. Enginn lilutur er eins útlits af tveimur mismunandi sjónarhæðum. Þegar maður stendur hátt sjálfur finst manni sjóndeildarhringurinn liggja lágt, en fari maður sjálfur ofan i clalinn verður sjóndeildarhringurinn hærri. En i raun og veru er sjóndeild- arhringurinn einn og óumbreytanleg- ur. Alveg eins er því varið um sann- leikann. Sumir sjá hann neðan að fyrir ofan sig, aðrir ofan að, fyrir neðan sig og viðþorfið verður mjög mismunandi. En samt er liann óum- breytanlegur. í mannlegri tilveru ríð- ur á að vita þetta — og ennfremur að geta skilið, hvernig á því stendur, að sumir menn sjá sannleikann eins og þeir gera. Én sannleikurinn er sá, að enginn einn maður er svo fullkominn, að hann sjái hann að fullu. Og þó halda mennirnir ávalt, að þeir þekki þann eina rjetta sannleika. Þeir eru eins og börn, sem eltast við sólbletl, sem varpað er til og frá með spegli. Þau ná aldrei sólblettinum, en þau lialda að þau liafi náð honum og geyma hanii, alveg eins og kerlingin, sem reyndi að bera sólina í trogi inn í gluggalausa bæinn sinn. Sannleikurinn verður ekki höndláð- llr> geymdur í umbúðum ár frá ári, nje notaður eins og viðbit eða fóður- bælir. Hann er afstæður og breyti- legur, eftir því hvaðan hann er sjeð- nr. En samt er hann ekki nema einn. Kúban-Kósakkarnir koma til (slands. í næstu viku er von liingað til lands á söngflokki, sem telja iná örugt, að öllum söngvinum verði unun að heyra. Eru það hinir frægu Kuban-Kósakkar, sem hingað koma undir stjórn Leonid Ivanoff. Kósakkar þessir eru frægir um alla Evrópu. Eru þeir allir rússneskir liermenn, sem stofnuðu með sjer söngfje- lag suður í Búlgaríu skömmu eft- ir ófriðarlokin og voru fyrstu til- drögin til þess þau, að þeir sungu kirkjusöngva þar suður frá og vöktu svo mikla atliygli, að þeir fóru að ferðast stað úr stað og urðu á skömmum tíma frægir um alla Vestur-Evrópu. Ilafa þeir haldið samsöngva í öllum löndum Vestur-Evrópu nema Is- landi og sungið í öllum lielstu borgum. í söngflokknum eru 26 manns. Á Norðurlöndum hefir söng- flokkur þessi sungið livað eftir annáð og fengið hina lofsamleg- ustu dóma. Er söngflokkurinn afburða vel æfður, sem geta má nærri því að flokkurinn ferðast i sífellu stað úr stað og hefir eigi aðra atvinnu en sönginn. Og túlkun flokksins á viðfangsefn- unum er mjög sjerkennileg og í ýmsu ólík því, sem Norðurlanda- búar eiga að venjast. Rússar eru í mörgu frábrugðnir Vestur- landabúum, eigi síst að skapferli, tilfinningamenn meiri en almenl gerist og listhneigðir mjög enda eiga þeir jafnan fjölda afburða- fólks í flestum listgreimim. Má LEIKHÚSIÐ Síðasta viðfangsefni Leikfje- lagsins, „Halló-krakki‘ sem get- ið er um í síðasta blaði, hefir fallið í góða jörð hjá leikhúsgest- um. Ilefir sjaldan heyrst öflugri ldátur í leikhúsi en 1 að þessari sýningu, enda hefir hún tekist einkar vel. Leikurinn spreng- hlægilegnr og leikendurnir hver öðru betri. Það er tæplega rjett að nefna þar einn öðrum frernur, en þó virðast þeir Har. Á. Sig- ui'ðsson og Indriði Waage ekki hvað sist koma við áliorfendur, enda er það dauður maður, sem ckki getur skemt sjer við að horfa á þá. Hjer á myndinn gef- ur að lita hið efnilega barn, sem leikurinn snýst um, Harald Sig- þar m. a. minnast liinna ágætu rússnesku dansara og söngvara og nú siðast á rússneskar kvik- myndir, sem í flestu þykja frá- bærar fyrir leik. Ivósakkarnir halda fyrstu liljómleika sína á miðvikudaginn kemur í Gamla Bíó og syngja eingöngu rússneska tónlist; kirkjusöng, þjóðlög og' iier- mannavisur. Allir meðlimir flokksins leika á hið rússneska hljóðfæri „halalaika“ og munu á sjerstökum hljómleikum kynna íslendingum þetta liljóð- færi. Iljer að ofan er mvnd af flokknum. Verður hjer um ný- stárlega og einstæða skemtun að ræða, sem allir sönglistarvinir munu vilja vei-ða aðnjótandi. urðsson, í ýmiskonar stejlingum. Leikurinn verður sýndur næst á annan dag páska. ----x---- Ógurlegl uppistand varð nýlega i litlum bæ i Ungverjalandi. ÞaS er ekkert kvikmyndahús í þorpinu, en nú var kominn maður, sem bauð fólki upp á kvikmyndasýningu í stóru tjaldi. í einum þætti myndfarinnar var sýnd járnbrautarlest, sem kem- ur brunandi gegn áhorfendunum. Nú hafði fólkið flest aldrei verið í kvik- myndaliúsi, og lijelt að lestin mundi bruna á það. Það varð trylt af hræðslu og margir fórust er fólkið ruddist út úr tjaldinu. ----x---- í brúðkaupsveizlu í Kentucky var bikar látinn ganga milli gestanna, og nlli'r supu á. Fimm þeirra eru nú dánir af eitrun. Hefir komið i ljós að vinið, sem í bikarnum var, var bland- að eitri. En enginn veit liver eitur- blandarinn er. ----x---- F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.