Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 t llolsteinborg á leiðinni norður með Grœnlandi voru hestar ieiðangursmanna sundlagðir og sýnir mgndin þegar þeir eru að koma tipp eftir dýfuna. Meðan staðið var við höfðu með sjer hjeðan og höfðu liinir þrír Islendingar, sem We- gener hafði ráðið hjer, þeir Vig- fús Sigurðsson, Jón frá Laug og Guðm. Gíslason frá Eyrarbakka, sem ílentist hjá leiðangursmönn- unum í vetur, veg og vanda af þessum flutningum. Voru það langir og strangir vinnudagar, l>æði fyrir menn og hesta, eins og nærri má geta, að þurfa klöngr- ast upp snarbrattar og sprungn- ar jökulhlíðar með þungar klyfj- ar. En farangrinum hafði að mestu verið raðað þannig niður í Þýskalandi, að fjöldi bagganna var 120 pund. Var flutningunum upp á jökulbrún lokið 4. októ- ber, en daginn eftir hjeldu þeir af stað heimleiðis Vigfús og Jón og með þeim verkfræðingur sá, er hafði átt að hafa umsjón með notkun mótorsleðanna tveggja, sem Wegener liafði með sjer. Þessir sleðar reyndust ónothæfir og hafa eflaust átt mikinn þátt í að spilla undirbúningi veturset- unnar. Miðstöðin á jöklinum er h. u. h. á miðjum Grænlandsjökli 400 lcílóm. frá vesturstöðinni. Þang- að stóð til að flytja farangurinn á vjelsleðunum aðallega, en með því að þeir komust ekki í lag í tæka tíð var byrjað að flytja út- búnað á hundasleðum. Um miðj- an júlí var farið með sjö æki inn á miðjökul og verið 20 daga í þeirri ferð. Næst var farið með 9 sleða í ágústbyrjun og í þriðju ferðina með 12 sleða í lok ágúst. Voru vjelsleðarnir þá enn ekki komnir í lag. Þriðji leiðangurinn kom aftur 22. sept. og með þeim síðustu frjettir af þeim tveim mönnum, sem eftir höfðu orðið á miðjöklinum til vetursetu, þeim dr. George og Sorge. Höfðu þeir látið skila til dr. Wegeners, að ef þeim kæmi ekki meiri vetr- arforði en komið var í þessum þremur ferðum, mundu þeir ekki sjá sjer fært að verða þarna í vetur, en mundu koma vestur, gangandi. Nú strönduðu vjelsleðarnir á miðri leið, svo ekki var von um þá. Og þessvegna leggur Wegen- er sjálfur á stað undir eins dag- inn eftir með 15 sleða áleiðis inn á miðjökul, því að lionum þótti það tvisýnt, að láta þá George og Sorge koma gangandi vestur. En í þessari ferð fengu þeir versta veður, svo að þeir komust ekki nema 150 km. alls á 14 dögum. Wegener hafði fljótlega sent aft- ur 9 Grænlendinga sem voru með honum og síðan sendi hann þrjá til baka í viðhót, en heldur áfram með dr. Löwe og einum Grænlending. Síðan Grænlend- ingarnir 3 skildu við Wegener og fjelaga lians um viku ef októ- ber hefir ekkert til þeirra frjest og eigi hafa þeir heldur komið fram Georgi og Sorge. Sty'ðst þessi frásögn við fyrirlestur Jóns Jónssonar frá Laug, sem gefinn hefir verið út nýlega. Og myndir þær, sem lijer birtast frá leið- angrinum og af grænlensku landslagi, hefir hann góðfúslega lánað blaðinu. Eru þær flestar teknar af prófessor Wegener sjálfum. Hjer skal engu spáð um afdrif Wegenerleiðangursins eða rjett- ara sagt þeirra 5 manna, sem al- gjörlega er sambandslaust við. Eu samkvæmt nýustu frjettum frá vesturströndinni hafa óvenju- legar vetrarhörkur og byljir ver- ið á þesum slóðum í vetur, og það jafnvel svo, að vesturhópur- inn hefir stundum verið sam- bandslaus svo vikum skifti, við grænlensku bygðirnar í Umanak- firði. Inni á Grænlandsjöklum má gera ráð fyrir 50 stiga frosti og þar yfir, viku eftir viku. Og þessir 5 menn imii á miðjökli eiga 400 km. leið til næstu mannabústaða. Fyllilegar upp- lýsingar um það, hvort þeir hafi haft svo mikinn matarforða, að þeir hafi getað treynt liann handa sjer til vors, er ekki fylli- lega viplýst. Að sumu leyti er þessi leiðang- ur einn hinn djarfasti sem gerð- ur hefir verið inn á Grænlands- jökla. Fróðir menn líta svo á, að hægra sje að draga fram lífið norður á hafísflæmum heim- skautanna en þarna á miðjum jöklinum. Þania er ekki um neina veiði að ræða og veður- hörkurnar miklu meiri en við- ast lwar á heimskautaísunum. Líftryggið yður þar sem kjörin eru besL Úr ársreikningi Lífsábyrgðarfjel. Thule h.f. 1929: Árstekjur .... kr. 4.621.189.52 Þar af til hluthafa — 30.000.00 (Hluthafar fá aldrei hærri upp- hæð, skv. samþyktum fjelagsins). Lagt i sjóði fjel. kr. 326.272.00 Til hinna trygðu — 4.264.917.52 (yfir 92% af öllum ágóða fjel.). ÁgóSahluti hinna trygðu útborg- ast árlega að 5 tryggingarárum liðnum, og er ekki hærri 1929 en önnur ár. LífsábyrgSarhlutafjelagið T H U L E . Aðalumboðsmaður fyrir fsland: A . V. TULINIUS, Eimskipafjelagshúsinu, 2. hæð. Simi 254. Simn.: TULIN. Umboðsmenn óskast allsstaðar, þar sem ekki eru umboðsmenn i nágrenninu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.