Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Grænlandsför dr. Alfred Wegeners. Haflsjaki uppi i landsteinum í Umanatcfirði. Myndin gefur hugmynd um, hve aðdýpið er mikið í firðinum. Fjallið á bak við er um 1000 m. hátt. Vjelbáturinn, sem leiðangursmenn höfðu með sjer til smáflutninga, við ísbrúnina í Umanakfirði. Til skamms tíma hafa mynd- ir frá Grænlandi verð fátíðar. Eskimóarnir fást víst lítið við ljósmyndaiðn, og landið hefir legið „utan við alla aðgæslu“. En á siðari árum hefir orðið breyt- ing á þessu. Ýmsar þjóðir hafa gert út rannsóknarleiðangra til Grænlands og má þar minnast á leiðangur Myhus Ericlisen, ferð Kochs kapteins, ferðir Knud Rasmussen, Lauge Koclis, Quer- vain, Nansens og fleiri. En eng- in rannsóknarför hefir vakið eins mikla athygli og leiðangur sá, sem nú er vestra og kendur er við liinn heimskunna#þýska jarð- fræðing dr. Alfred Wegener. Enn er það í tvísýnu, hvort þessi leiðangur nær tilgangi sínum og hvort leiðangursmennirnir kom- ast lífs af, þeir sem menn vona að sjeu inni á miðjöklinum. Því verður tíminn að svara.og svo lengi, sem ekki er vissa er þó altaf von. Leiðangur þessi lijelt lijeðan Myndin er af „tíustaf Holm“, sem flutti leiðangursmenn frá Hoisteinborg til Umanak og sýnir skipið við ísröndina. Þar var öllu skipað upp og síðan farið ,H km. veg á ísnum til lands. frá Reykjavík 8. april síðastlið- inn, eða fyrir rjettu ári með skipinu „Disko“ til Holstenborg, en þaðan með „Gustaf Holm“ norður að lagísnum í Umanak- firði og var komið þangað 3. maí. Yarð að flytja farangurinn á sleðum frá skipi til lands, 14 kílómetra, en alls var leiðin frá skipi og inn i f jarðarbotn um 60 km. Heitir þar Kamarjukf jörður, er bækistöðin fyrir flutningun- um upp á jökul átti að vera. En 6 vikur varð leiðangurinn að biða í smáþorpi úti i firðinum, eftir þvi að fært >Tði inn í fjarðar- botn fyrir ís. Loks var komist með allan farangurinn á áfanga- staðinn 22. júní og liófust þá flutningar upp á jökulbrúnina. Er leiðin frá sjó og upp á jökul- hrúnina 14 km og hæð aðalstöðv- ar leiðangursins um 1000 metrar yfir sjó. Þessa leið varð að flytja allan farangurinn á þeiin 25 hest- um, sem leiðangursmennirnir Myndin er úr Kamarjukfirði. Til vinstri við flaggið, sjest jökulfláinn, sem farið hefir verið upp með allan flutninginn til vesturstöðvarinnar. Þessi mynd er tekin fyrir utan hafnarmynnið á Godhavn. Þar í bœnum er loftskeytastöð, sú nœsta við vesturstöð Wegenersleiðangursins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.