Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Þessi gráskeggja'ði gami maður, sem lijer sjest á myndinni, er frakkneskur og heitir Pére Dupuis Jafouba og bykir vera undarlegur karl. Fyrir rúmum 30 árum flutti hann úr landi og settist að í hinu nær óþekta og órannsakaða Timbuktu, inni i miðri Afríku. í fyrstu ljest hann vera munk- ur, síðan klæddist liann á svertihgja vísu og sarndi sig að öllu leyti að siðum fólksins. Þessi maður, sem sagt er að lesi og lali öll tungumál Norðurálfu og latínu og grísku að auk, hefir fengið mörg tilboð um að seljast að í Frakklandi og verða háskólakennari. En hann liefir liafn- að þeim öllum — vegna konunnar, Þá er biskupar höfðu setið i Skál holti um 740 ár, andaðist Hannes biskup Finnsson, árið 1796. Siðan hefir enginn biskup haft þar aðset- ur. Enda var Skálholt, sjáift biskups- setrið selt 25. júlí 1785.*) Og með konungsbrjefi 2. okt. 1801 voru bisk- upsdæmi Skálholts og Ilóla samein- uð í eitt biskupsdæmi um alt land- ið. Skaptáreldar eða móðuliarðindin svo nefndu, áttu mikinn þátt í þess- ari breytingu biskupssetranna. Pen- ingur stólsins hrundi þá niður ó- skaplega, og tekjurnar urðu næsta litlar, móts við það, sem lengstum hafði áður verið. Sennilega var og búskapur þeirra feðga og biskupa, Finns og Hannesar, ekki ýkja skörulegur, enda voru þeir nieiri í bókmentum en búsýslu. Og má þvi sem næst kveða svo að orði, að húsin og kirkjan í Skálholti hryndi í rústir með hinum siðasta hiskupi þar. Álitlegt þótti það þvi ekki, að byggja þarna upp aftur alt það, er úr sjer hafði gengið, á þess- um eymdarárum. 1795. Eftir skipun frá hærri stöðum var *) Jörðin var boðin upp i þrcnnu lagi N. S. og A. partur, 20 hdr. hver og með 2 kvíg. Enginn gerði hoð uema Hannes hisk. og sló hróðir hans, Steindór sýslum. honum alla Partana, samtals fyrir 407 rd. 64 sk. (Bps. 85). sem stendur við hlið lians á mynd- inni. Hann giftist henni og hefir átt með henni 12 börn, öll mannvænleg mjög. Karlinn liefir verið nefndur „lærðasti maður í Afríku“, allar leið- ir eru hónum opnar til tignar og auð- æfa i Frakklandi, en hann hefir val- ið þann kostinn, að búa áfram með svertingjakerlingu sinni meðal fólks- ins i Timhuktu, langt í burtu frá menningu þessa heims. Hann veit sem er að kona hans, Salma, mun tæp- lega verða eins í hávegum höfð norð- i,r á Frakklandi, sem méðal Svertingj- anna í Timbuktu, þar sem hún er i miklum metum, sem „kona hins lærða og gáfaða hvíta manns“. það, að Steindór Finnsson sýslum. í Árnessýslu (1772—1813.— bróðir Hannesar hisk.), nefndi þá Jón hreppstjóra Jónsson og Jón bónda Þórðarson 19. mai 1795 til þess að skoða dómlc. í Skálliolti og lýsa henni — árið áður en bisk. and- aðist. Lýsa þeir kirkjunni svona: „Öll kirkjan er utan fúin og for- djörfuð. Súðin gul og grá af trje- mosa, margar fjalir rotnaðar, með skörðum upp í, orðnar lausar eða liangandi, þar eð fúinn ollir því að borðin tolla ekki á nöglunum, en fjúka hurt við hvert eitt hvassviðri. Sumstaðar er yfirklæðningin burt, og sumstaðar eru þumlungsbreiðar stærri og minni rifur, sem fjúk og regn streymir í gegn um. Norðan til er kórinn gliðnaður frá kirkjunni, hvar af súgurinn er svo mikill, að ljósin hafa i honum um embættis- gjörðina slokknað. Innantil er hún lítið betri, þvi svo er þar innri súð- in sunnan fram fúin og vatnsrunn- in, að sumstaðar þekkisl varla að i henni sje timbur. Einn hiti er af fúa svo rotinn að tæjast kann upp i annan endann, og annar langbiti aungvu betri, háðir liangandi, og mælt, að annar endi þess eina var siginn um 2í4 alin, en hinn um 1% alin frá loftinu, sem þeir áttu að bera, og mannhætta að ganga undir þá. Svo slæmur, sem skrokkurinn eftir áður sögðu er, þá eru þó stúk- urnar, gtuggarnir og útbrotin enn verri. 1 klukknaportinu er liliðarvegg- urinn að sunnanverðu genginn hálfa alin úr stellingum niður í gegn, en þakið aldeilis rotið, burt, nema hvað fáeinar fjalir lafa enn nú efst utan við, svo aldrei veit nær klukkurnar detta, og ekki sjáanlegt livernig þær haldast uppi þegar hringt er. Nær sem regn, snjór eða klaki inn falla, lekur allviða i kirkjunni, svo þar er þá ekki embættisfært. Og eftir hvert snjófok, eru í henni heilar fannir, svo nú sýnist nauðsynlegt að taka kirkjuna, ef i henni eiga guðsþjón- ustur að fremjast, því hún er svo slæm, að ómögulegt er við liana að gjöra, undir saina formi“. (Brbók Árness. á Þskjs.). 1799. Aftur, eftir 4 ár, var Torfi próf. Jónsson i Gaulverjahæ látinn skoða dómkirkjuna. Hafði þau árin farið um þetta göfuga guðshús — á sama hátt og segir i Hávamálum: „Hrörnar þöll sús stendr þorpi á hlýrat henni börkr né harr“. Ágrip af lýsingunni er svona: 1. Klukknaportið. Uppihangandi aðeins % partar af norðurvængnum, og miðpartur portsins á 4 stólpum. „En toppurinn ásamt öllu hinu, er hreint i burtu“. Og það er eftir hang- ir sýnist hvorki þola klukkurnar nje veður fyrir fúa. 2. Framkirkjan. 10 stafgólf, 21 sperra, með skammbitum, og hana- hjálkalofti á 16 þeirra að utanverðu, en hvelfing innar. Útbrot til hliða, með 17 háLfsperrum hvort. Á vest- urstafni er þilið einfalt innan klukknaportsins, en tvöfalt utar og til hliða. ,Einn aurstokkur liggur þvert um kirkjuna miðja“. Og viða eru aur- slárnar eirbryddar. Súðþil er utan á veggjunum, skakt og götugl af fúa. Inni eru 8 stórar stoðir hornmegin, flestar gallaðar af fúa. Gegn um stoðirnar ganga 3 slár, 1 neðst og 2 ofar, 7 bitar á hverri slá (einn þó hurtu). 10 stólar, 6 að norðan, 4 að sunnanverðu, með bríkum og bak- slám. Instu stólarnir með knjeföll- um, og fyrir innan stólana tveir Langbekkir, eins gerðir og annar með hurð. „Prédikunarstóll með snikk- ara og bíldhöggvaraverki, málaður og forgyltur, með himni yfir, eins gjörðum. Hefur tapað miklu af sinni upprunalegu fegurð, en er þó samt enn nú prýðilegur“. Alt liið sama að segja um skírnarfontinn *), og virki með pílárum umhverfis, hurð á járnum og fjalagólfi litLu. Bekkur fóðraður bak við préd.stólinn. 1 út- hrotinu að norðan eru þrjú þver- sæti, 2 með bríkum og bakslám. Bekkur laus fram við dyr, „útskor- inn laslegur“. (Liklega gamall. hrúð- arbekkur). 3. Kórinn mjórri og lægri en kirkjan, með sama lagi og úthrot- um. —• 12 sperrur, og stærri stoðir 5 hvoru megin. „Umhverfis útbrotin eru fóðraðir bekkir, með lesfjölum fyrir framan. Item 2 lítil- fjörlegum bríkarsætum að norðan, og eina að sunnan, og við miðstoð- irnar i kórnum eru fóðraðir bekkir". Altari með snikkaraverki, farfað, 2 hurðir læstar, og marmarasteinn feldur í það að ofan. „ Járnteinar eru báðumegin altaris, hvar sparlök- in á hanga“. Skriftarsæti með brik- um og knjefalli, er sunnan við alt- arið. Gráða fyrir altari, með 2 stólp- um upp í bila „með útskornum hnöppum (súluhöfðum?). Skrín yfir *) Prjedikunarstól þenna og skírn- arfontinn, með himnum yfir, ásamt tinfati og tveimur stórum stjökum, gaf íslands verzlunarfjelag (Com- pagniet) dómkirkjunni, liklega 1654. Hefur þá verið orðið 145 ára gam- alt. altari (málað, með snikkaraverki) læst ‘). „í skilrúminu milli kórs og kirkju er 1 sæti hvorumegin“ (biskups og skólastjóra) „með útskornum les- hríkum, það syðra (bisk.) með 2 hurðum á járnum. Yfir nefndum sæt- um er loft, sem gengur fram í kirkj- una, og liggur á hennar neðsta og insta bila. Undir hverjum að starfda kórdyrastafirnir og 2 aðrir til hliða útundan. Fyrir kórnum er hurð á járnum, hálf af netverki. Yfir kórdyr- um er standþil uppúr gegn og lika beggja megin þeirra, með 5 pílárum í hvorumegin. Fyrir útbrotin að norðanverðu, er standþil með pílárum, en að sunn- anverðu, með hurð á járnum. Aur- stokkarnir í kórnum eru allir eir- hryddir. Fyrir ofan útbrotin i fram- kirkjunni, eru að sunnanverðu 6 gluggar, livar af tveir eru lireint i hurtu, 2 brotnir og opnir, og 2 í bærilegu standi“. Iijá prd.stól 2 gl.uggar, annar burtu, en í hinn vant- ar 2 rúður. Að norðanverðu fyrir ofan útbrot eru 4 gluggar, 1 heill, annar laskaður, hinir farnir. Á kórnum eru gluggar tvíseltir 4 að norðan, 6 að sunnan, allir litlir, en heilir. EinfaLt standþil er i kór- gafli, milli hans og skrúðhússins, en það sem kórinn er breiðari (útbrot- in), er fóðrað utan með súðarþili. Allur kjölur kórsins er eirbryddur að utan, og margir endar stólpa og hita í allri kirkjunni. 4. Skráðluisið, bak við kórinn,jafn vítt kórnum, án útbrotanna. Lengd 2% alirf, 2 hitar og sperrur 3, loft á skammbitum. „Vindiltröppur“ upp, með hurð. Bókahillur þar og 2 glugg- ar lítilfjörlegir, annar brotinn. Líka 3 gluggar niðri, ein rúða i öðrum, engin i hinum, hurð læst. 5. og 6. Stúkurnar (krosstúka að sunnan, Maríustúka að norðan). Báð- ar eins bygðar og víðlíka stórar, með 3 stöfum, 5 bitum, 7 sperrum og skammbitum. Ytri partur stúkunnar er afþil.jaður með standþili og hurð á járnum, skrá, lykli og koparliring. Útidyr lika með hurð á járnum. „Um- hverfis i þvi afþiljaða i norðurstúk- unni, eru bókahyllur, og á 2 staf- gólfum lítið lianabjálkaloft, með litl.u skilrúmi undir“. Uppi 2 gluggar, ann- ar týndur, hinn lítill og gallaður. Niðri 2 gluggar, annar burtu, liinn geggjaður. 1 suðurstúkunni er loftið alt að innanverðu dottið niður af fúa og biti fallinn úr. Sperrur „seyrnaðar" og súðin svo lasleg, að 1 borð er dottið úr af fúa. Einnig eru þiljur dotnar úr. Gluggar 2 lieilir uppi, og 2 niðri, ineð járngrindum i glugghúsinu, annar burtu. Fjalagólf laslegt, er í þessari stúku. Vindil- tröppur til lofts í háðum stúkum. Fyrir kirkjunni er hurð, sem leik- ur á ús í miðjunni, með skrá og 2 lyklum, og stórum eirskildi að framan. —Til er og stór hurð af eik, sem hefir verið fyrir forkirkjunni. „Öll kirkjan, með stúkum og skrúðahúsi hefir verið með tvöfaldri súð og timburveggjum. En ylra þakið er víðast grautfúið, veðurslitið, saum- laust og sumstaðar aldeilis í hurtu. Innri súðin er og mjög víða for- djörfuð og vatnsrunnin, helst á suð- ur hlið. Þar að auki er alt húsið — fyrir utan þá úrföllnu gugga, sein annað- hvorl eru aldeilis opnir, eða með fjölum og torfi fyltir — svo götótt, víða úr skorðum gengið og gisið, að það í misjöfnu veðri, vegna vinds, leka og snjófoks, álist aldeilis ó- *) Skrín þelta — sennilega mjög gamalt helgidómaskrín — var enn talið með kirkjumunum í Skálholti 1805. Og nolckur ár þar á eftir er sagt: „Beheldur kirkjan öllu sínu ornamenta" o. s. frv. En 1829 er skrínið þó alveg liorfið úr tölu mun- anna. Dómkirkjan síðasta í Skálholti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.