Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 06.06.1931, Blaðsíða 1
HÁTÍÐ í TYROL. Tyrolbúar eru öðrum fremur fastheldnir á forna siðu. í upphafi var ástæðan til þessa sú, að þeir voru afskektir og höfðu lítil mök við aðra, en einmitt í f jalldölunum varðveitast þjóðhættir best. Nú er Tyrol orðið með mestu ferðamannalöndum Evrópu, sakir hinnar milclu náltúrufegurðar suður þar, en síðan ferða mennirnir fóru að flæða þarna yfir bygðirnar hefir hinum gömlu siðum í engu hralcað, heldur þvert á móti, því að ferða mennirnir koma eigi aðeins til þess að.sjá landið heldur eigi siður til þess, að sjá hina einkennilegu þjóð, sem þar býr. My ndin hjer að ofan er af hátið í sveit i Tyrol, sem haldin var i tilefni af afhjúpun einkennilegs stríðsminnismerkis. Minnismer ki þetta er risavaxið pípuorgel, sem reist var á Kufstein-virkinu og heyrast hljómar orgelsins yfir nálægar sveitir. Á myndinni sjest lúðrasveitin í Kufstein á götum bæjarins, til þess að kalla fólk til vígslunnar. Flestir sem á myndinni sjást, eru ( hinum li tskrúðugu þjóðbúningum Tyrolbúa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.