Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.06.1931, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 O •"'lilliii- o -'IIIIIIH" o -"Illlii'" O -"llllii'" O -"illlii'" O -"illlii'" -"illlii'" O -"IIIIH'" O -"llllli'- O -"Hllii'- O -"Illlii'" 0-"ill!ii'" O -"IIIIII- o ¥ o ILMVATNIÐ. •5 o k o Harber stóð úti við dyrnar og rendi augunum um stofuna um leið og hann fór út. Alt var með sömu ummerkjum eins og þegar hann kom inn — að þvi fráskildu að konulikami lá hreyfingarlus á rúminu. Hann hafði aldrei barið kven- mann fyr og því síður stytt manneskju aldur. En þarna hafði hann ekki átt annars úrkostar. Hún hafði komið honum að ó- vörum, komið að honum alt í einu, þegar hann vissi ekki annað en að hún væri í samkvæmi og þóttist viss um að hún yrði hurtu að minsta kosti tvo tíma enn. Þegar hún kveikti á lampanum stóð hann fast íyrir framan hana, hann sá að augu hennar urðu æðisgengin af hræðslu — og svo hafði hann barið. Harber rendi augunum frá konulíkinu til myndarinnar yfir rúminu, sem hengd hafi verið þar til þess að fela leynihólfið, sem konan hafði geymt dýr- gripi sina i. Með hanskann á hendinni þuklaði hann á hrjóst- vasa sinum. Svo slökti liann ljósið og læddist hljóðlaust út í náttmyrkrið. Klukkan átta um morguninn skundaði lögregluþjónn upp i svefnherbergið ásamt vinnukon- unni, sem rjett áður liafði komið þangað og sjeð hvað á seiði var. Lögreglumaðurinn gerði þegar i stað boð eftir Dan Starr fulltrúa. Þegar hann svo kom ásamt öðr- um lögregluþjóni inn í íbúð frú Gillespie — fyrrum greifafrúar d’Espar og þar áður blátt áfram Minnie Martin — tók hann fyrst af öllu eftir því, að loftið var mettað sterkri ilmvatnslykt. En lögreglumennirnir festu ekki hugann við þetta. Þeir fóru undir eins að leita að áþreifan- legri ummerkjum en lyktinni. En þeir komust ekki hjá þvi að taka eftir kristalsflösku, sem liafði dottið niður af snyrtiborð- inu en lekið hinu ilmsterka inni- haldi sínu niður á gólfdúkinn. Og þeir fóru ekki varhluta af af- leiðingunum meðan þeir voru að rannsaka stofuna. En engin fingraför, engin spor eða vegs- ummerki, sem gætu gefið vís- bendingu fundu þeir. Dyravörð- urinn sór og sárt við lagði að enginn maður hefði komið inn í liúsið. Það var augljóst að morð- inginn hafði smogið inn um ein- hverja leynismugu og komist sörnu leið út aftur, eftir að liann hafði hramsað alla liina verð- mætu gripi frú Gillespie úr leyni- hólfinu yfir rúmi hennar. Þegar Dan Starr hjelt á burtu aftur úr híbýlum hinnar myrtu konu, um klukkan fjögur, var lxann bæði þreyttur og í slæmu skapi. Hann fór inn í lítið veit- ingahús, sem hann kom oft á, til þess að fá sjer smurt brauð. Ljóshærð stúlka sat þar við horð. .j „Góðan daginn, Lou“, sagði hann og gekk fram hjá. „Góðan dag“, svaraði hún. „Svei, það leggur af yður lykt- ina, eins og þjer væruð að koma úr meiri háttar frúarsamsæti Eða þá að þjer hafið setið með kvenmann á hnjánum í allan dag!“ „Hvað meinið þjer eigin- lega?“ spurði Dan og seig í liann. „Tja — eiginlega ekki neitt“, svaraði Lou. „En þið karlmenn- irnir eruð máske fyrir að nota þetta dýra ilmvatn, skyldi mað- ur ætla“. Dan Stax-r hafði roðnað, en nú roðnaði liann ennþá meira. „Bara að jeg gæti botnað í þessu, sem þjer eruð að segja — þið karlmennirnir segið þjer“. „Þjer eruð annar karlmaður- inn sem kemur hingað inn, ang- andi af þessari lykt. Víst er ilm- vatnið fínt, en jeg hjelt ekld . .“ „Hvað sögðuð þjer?“ gi’eip hann fram i. „Hvenær var það?“ Lou liorfði undrandi á hann. „Hinn maðurinn, meinið þjer, — hvenær liann kom og hver lxann var?“ Dan kinkaði kolli ó- þolinmóður. „Það mun liafa ver- ið um klukkan koi’ter yfir eitt i nótt — eða í morgun — jeg leit hingað inn þá og fjekk mjer kaffibolla — hafði verið á May’s og dansað, skiljið þjer, og þá kom þessi maður inn. Harry segir að hann komi hingað oft —- stundum á hverju kvöldi — liann er skrambi laglegur og klæddur eins og fyrsta flokks kvennaljón. Jeg tók eftir lyktinni þegar hann gekk fram hjá mjer og datt sama í hug, að það mundi kosta nokkrar krónur að sulla þessu utan á sig. Jeg er viss um, að þetta ilmvatn er selt í dropa- tali“. „Þetta er óalgengt ilmvatn, segið þjer — og það er dýrt?“ spurði Dan alvarlegur. Lou kinkaði kolh. „Hvar haldið þjer þá, að rikt kvenfólk muni helst kaupa svona ilmvatn ?“ „Það er ekki gott að segja“, svaraði Lou og ypti öxlum. „En það fæst margt hjá Ardnot og Combray. Og svo búa fegrunar- stofurnar til sjerstök ilmvötn eftir beiðni. En hversvegna spyx-jið þjer að þessu?“ „Það skal jeg segja yður seinna. Jeg hefi svo margt að hugsa sem stendur.“ Klukkutíma seinna var Dan, sem nú var mjög smeykur við lyktina sem fylgdi honum, kom- inn til Combray með krystals- flöskuna heiman frá frú Gillespie og sýndi liana sjerfræðingum firmans. Þeir þefuðu og þefuðu — ilmvatnið var ágætt, en þeir könnuðust ekki við það. Hjá Ardnot gekk honum het- ur, enda þótt sjerfræðingarnir þar væru fremur önugir og afar- þögulir fyrst i stað. En hvað sem öðru leið þá gat hann þó veitt upp úr þeim að lokum, að þetta ilmvatn væri gert handa greifa- frú d’Espar eingöngu og aldrei selt öðrum. Harber labbaði inn í litla veit- ingahúsið rjett fyrir klulckan sjö, slrokinn og fágaður í samkvæm- isfötum. Þá var gi’ipið i öxlina á honum aftan fi’á, — Það var maður sem liafði staðið í krókn- um við vindlasöluna og hafði fengið merki frá býtiborðinu. Undrun Harbers breyttist i æði þegar Dan Starr og lögreglu- þjónn gripu hann og settu á hann handjárn. Hálftíma siðar var farið með stofustúlku frú Gillespie lieim til Harbers og þekti hún þar aft- ur dýrgripi húsmóður sinnar, sem fundist liöfðu niðri á kof- fortsbotni. Harber hafði verið hljóður fram að þessu, en nú sá hann að taflið var tapað óg meðgekk alt. „En jeg get ekki skilið, hvérn- ig þið gátuð fundið að það var jeg. Að því er jeg best veit ljet jeg ekki nokkur vegsummerki eftir mig .... „Jú, það er eithvað annað, eða rjettara sagt, þjer höfðuð þau burt með yður“, svaraði fulltrú- inn og sýndi honum kristals- flöskuna. „Ihxivatnið, sem aðeins þessi eina kona notaði! Hjerna —- finnið þjer lyktina! Þjer eruð gagnsósaður af þessu ilmvatni, maður!“ Harbers starði á litlu kristals- flöskuna. Svo ljet hann höfuðið siga, en bandaði svo vonleysis- lega flöskunni frá sjer og sagði dauflega: „Það þýðir ekkert að rjetta þetta að mjer. Jeg hefi verið gjörsneyddur lyktnæmi i mörg ar Sjálfsmorðafárið í Þýskalandi líefir aldrei verið meira en nú, og er .talið að 44 manns ráði sjer þar bana á’-dag, að meðaltali. Er það sania sem 39 af 100.000 á ári og er það langtum meira en i öðrum löndum. í Énglandi lðoma árlega 12 sjálfsmorð á 100.000 íbua og í Frakklandi 16, en í Bandaríkjun- um 32. ; í,;;á ^ 'rtfl Lislfróður hefir hann verið mál- verkaþjófurinn, sem nýlega braust inn til málverkaeigandans Herbert Haase í London. Haase átti um. 100 málverk, sem öll voru eftir frœga málara og mikils virði, en þjófurinn valið úr tíu þau dýrmætustu og íhaft burt með sjer. Voru þessi málýerk flest eftir Gainsborough, Raynolds og van Dyck. Ennfremur stal hann nokkrum persneskum og kínversk- um listiðnaðargripum. Þýfið er níetið -------------------------------(.- :.................*-------------amn : Afkost yðar geta aukíst 5 um 23 % m [ Enskir læknár ■ : sem hafa rannsakað þreytuíia, : : staðhæfa að orkumagn mannsíns : : aukist um 23% við notkún : Sanatogens. 'íi-. : Danskir læknar. : : hafa staðfest með sjerstökpm ufti- : : mælum, að likami og sál styrklst : við notkun Sanatogens. : Læknar um allan heim : hafa með yfir 24.000 meðmælum kveðið upp lofsamlegan dóm yfir Þjer ættuð sjálfur að nota yður þessa staðreynd og endurnýja hina eyddu orku og taugakraft meö Sanatogen! Þjer afkastið meiru og gefið sál yðar nýjan mátt Fæst í öllum lyfjabúðum. Oslcist frekari upplýsingar þá fyll- ið út miðann og sendið til A/S Wiilfing Co., Sct. Jörgensalle 7, Köbenhavn V. Sendið rnjer ókeypis og burðar- gjaldsfritt: Sanatogen sýnishorn og bækling. Nafn ..........•.............. Slaða........................... Heimili.........'................

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.