Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 06.06.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Komið eða skriíið til okkar.----- Ókeypls fller- augnamátun. Elna verslunin sem hefir slerstaka ran- sóknarstofu með öil- um nýtísku áhöldum. Laogavegs Apotek. UHO-GLER sem útiloka hina skaðiegu Ijósgeysia. Z - E - B - O gerir ofna og eldvjelar skín- andi fallegar. Hraðvirkur. Gljá- inn dimmur og blæfallegur. Fæst í öllum verslunum. "Vesta" saumavjelarnar eru góðar, fallegar og ódýrar það vita þeir, sem reyna. Fást í verslunum víða um land og í Heildverzlun Garðars Glslasonar. Iirónprins Svía, sem hjer var i fyrra á Alþingishátíðinni var nýlega skorinn til aðgerðar á kviðsliti. Heils- ast honum hð besta eftir skurðinn. Foreldrar. Varist að börnin sjeu dúð- uð í altof margar flíkur. Kaupið Mæðrabókina eftir Prófessor Mon- rad. Kostar 3.75. Fyrir kvenfólkið. Andlitsnudd. Lítilsháttar leiðbeining. 1) Krepptu hendurnar ósköp laust og legðu þær síðan saman upp að hökunni þannig að handarbökin viti fram. Síðan byrjarðu nuddið frá hökubroddinum. Þú flytur hendurnar lokaðar afiur með kjálkabörðunum, þó ekki þannig að teygist á skinninu, heldur með því að þrýsta á hálsinn og lyfta hnefunum upp á víxl svo sem 4—5 sinnum. Gættu þess vel að hend- urnar sjeu mjúkar og liðugar, þann- ig að fingurnir falli vel að hökunni og hálsinum eftir því sem hendurnar eru fluttar til. Þessi æfing er góð til að ná burtu undirhöku og koma í veg fyrir slappar kinnar. 2) Notaðu lófana, það er að segja alla mjúku fletina innan í hendinni, til að nudda smyrslin inn í andlit þitt. Byrjaðu á hökubroddinum og haltu svo áfram á ská upp eftir kinn- unum út að eyranu og upp að gagn- augunum. Láttu ekki teygjast á húð- inni, en þrýstu fingrunum þjett nið- ur á kinnarnar með stuttu millibili og lyftu þeim snöggt upp á milli. Ef þú notar andlitsvatn þá skaltu nota fingurna á sama hátt og núa því inn í húðina á sama hátt. 3) Við línurnar í kring um munn- inn verður einnig að nota fingurgóm- ana, ef þú ællar að nudda smyrsl- um, olíum eða öðrum efnum inn í húðina. Byrjaðu því að setja fing- urnar saman undir hökunni og stið- ur þeim svo þjett niður á húðina á sama hátt og áður á ská upp undir augun utanverð. Næst byrjarðu neð- an við munnvikin og heldur áfram upp að eyrunum. Þrýstu fingrunum vel niður á kinnarnar, með ekki alt- of stuttu millibili. Láttu ekki teygjast á húðinni. 4) Strjúktu með fingurgómunum nokkrum sinnum í kringum augun, Allar hrukkur í kring um augun koma af þreytu, og það er því hvíld í reglubundnum strokum. Þær verða að vera mjúkar og mildandi aðeins örlitill þrýstingur á húðina, húðin má með engu móti teygjast til. Byrj- aðu á augnalokunum í innri augna- krókunum. Dragðu fingurna eftir augnalokunum út að ytri augnakrók- unum og undir augun og svo áfram. 5) Strjúktu ennið, með því að þrýsta niður á það fingurgómunum með stuttu millibili. Þú byrjar um mitl enni og flytur fingurnar út yfir gagnaugun og upp í hársrætur. Byrj- aðu síðan við nefrótina og strjúktu upp að hársrótum. Hrukkur í kring imi augun er eins og sagt hefir verið orsakaðar af þreytu og verður því að ná þeim burtu með strokum. Hrukk- ur í hálsi, kinnum og kring um munn- inn koma af slöppun i húðinni og verður að nudda burtu með þvi að klappa og þrýsta á þær. 6) Einhver fyrstu merki um það að konan fer að eldast er dálítið fastur, þunlamalegur svipur í kring um kjálkana. Til þess að koma í veg fyrir ellimörk er best að þrýsta fing- urgómunum ofan við kjálkana á bak við eyrun og hreyfa þá dálítið til án þess þó að þrýstingurinn minki. Alt andlitsnudd er fólgið í því að slyrkja og lyfta vöðvunum. ---x---- Greta Garbo skrifar endurminningar sínar. Það vakti töluverða eftirtekt þegar Grela Garbo, sem nú er einliver fræg- asta kvikmyndakona heimsins, en ekki nema 25 ára gömul, fór að skrifa endurminningar sínar. En það er i rauninni ekki neitt inerkilegt að hún lætur þær koma út núna. Það er sem sje ekki víst að nokkur mundi vilja kaupa þær eftir tuttugu ár. Hnefaleikamenn t. d. eru fljótari að vinna sjer frægð en nokkrir aðrir og fyrri að ná almenningshylli en lista- menn og skáld, og sama er að segja um kvikmyndaleikkonurnar, en þær gleymast lika fyr en skáldin og lista- mennirnir, þegar aldur og þreyta fer að láta á sjer bera. Frægð kvikmynda- leikkvenna er mikið undir fegurð þeirra og æsku komið. Greta Garho byrjar endurminning- ar sinar þannig: „Lesari góður, jeg er ekki eins og þú lieldur að jeg sje. Jeg er aðeins venjulega kona eins og allar hinar. Jeg á ekki skilið meiri nærgætni eða ást en aðrar konur, sem verða á vegi þínum í lifinu. Hin dásamlega Greta Garbo er ekkert annað en ímyndun". Svo er hún auðmjúk sænska stúlk- an, sem 25 ára gömul er dáð af miljónum manna. Greta skrifar eiginlega vel. „Hvað mig snertir segir hún, þá hefi jeg alt- af tapað. Og stærsta heppni mín er sttærsti ósigur minn“. Hver skildi hafa getað ímyndað sjer að Greta Garbo myndi skrifa svona? Er hún svartsýn? Hver ætti svo sem að vera hamingjusamur ef Greta er það ekki, ung og fögur og tilbeðin af öllum, og vinnur sjer meira inn á einni viku, en flestir aðr- ir á heilu ári. ÞÝSK FEGURÐAR- Þjóðverjar hafa DROTNING nú kjörið sjer ----------------- fegurðardrotn- ingu fyrir 1931, en skoðanir geta ver- ið skftar um, hve falleg hún sje. Hún betir Ruth Ingrid Richard og er ekki nema nitján ára gömul. ----x---- IDOZAN er af öllum læknum álitið framúrskarandi blóðaukanfli ob styrkjandi .iárnmeðal. Fæst í öllum lyfjabúðum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Pósthússt. 2 i : Alíslenskt fyrirtæki. •Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar.; Hvergi betri nje árei6anle(íri viöskiltl. S LeltiC upplýslnga hjá ncesta umboðsmannl. • súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- m æðra langbest. Amerískur miljónamæringur hefir tekið það í sig að ná undir sig greiða- sölustöðum meðfram fjölförnustu vegum í Englandi og ætlar að koma samræmi á rekstur þeirra og koma því orði á þau, að ferðamenn taki þau fram yfir aðra greiðasölustaði. Hefir hann þegar keypt 63 greiða- söluhús og ætlar að verja 10 miljón- krónum til þess að endurbæta þau og fága. -x-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.