Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1931, Side 3

Fálkinn - 20.06.1931, Side 3
FALKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvsemdastj.: SvavarHjaUested. AÖatskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S C h j ö t h s g a d e 14. BlaSiS kemur út livern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Gamalt 'spakmæli segir, að sá sem á hverjum degi leiti um hús sitt þvert og' endilangt finni gullmynt. Vitan- lega reynist þetta ekki svo í bókstaf- legum skilningi, en hitt er víst, að menn leila oft Iangt yfir skamt aS þvi, sem þeim finst eftirsóknarverS- ast, en koma ekki auga á þau verð- mæti, sem næst eru, vegna þess að þaS er komiS upp í vana aS hafa þau fyrir auguntim, og álíta þau einskis virSi. AnnaS spakmæli segir, að fátæktin elti fátæklinginn og auSæfin ríka manninn. haS er mikiS lil í þessu, en hjer er haft hausavíxl á orsök og afleiSingu. ÞaS er ekki ríkidæmið, sem eltir rika manninn heldur öfugl: ríki maSurinn eltir ríkidæmiS. hess- vegna verSur hann ríkur, þvi þaS er ]>aS sem hann keppir :iS. Og honum helst á því sem hahn aflar, því að hann hugsar eigi síður um að gæta þess fengna en að afla sjer nýrra auSæfa. ISn fátæktin eltir ekki neinn og enginn eltir fátæktina. Fátækling- urinn er sú sitjandi kráka sem svelt- ur en ríki maSurinn er fljúgandi krákan sem fær. Fátæklingurinn hef- ir ekki athafnafýsina, liann hefir mist haná í haráttunni viS liörS ör- lög og þegar liann er sviftur voninni um að sigra þá leggur hann árar í hát, og verSur æ fátækari. Hann hef- ir mist þau skapgerSareinkenni, sem honum eru nauSsynlegust til þess aS komast áfram, hann hefir mist vilja- jjrekið og hæfileikann til aS sigrast á örSugleikunum. Sá sem sest og ætlar að bíða e’ftir j>ví aS verða rikur, verður æ fátæk- ari eftir því sem hver dagur liður. Auoæfin koma ekki sjálf, nema í fæstum tilfellum en fátæktin fylgir athafnaleysinu. Þetta er reglan, en vitanlega eru margar undantekningár l'rá henni, eins og öllum reglum. Þar sem viljinn og atorkan sameinást, eru altaf viðfángsefni til reiðu, til þess að glíma vS og sigrast á. Og hver sigur gel'ur mannimun nýjan j>rótt til j>ess að ráSast i nýja sigurvinninga. En það verður að hafa liugfast, að l>að þarf oftasl ekki að leita langt að l>eim viðfangsefnum, sem eru sigur- vænlegusl. Menn leita oft langt ylir skamt og kikna undir viSfangsefni, sein þeir hafa íundiS sjer, en taka ekki eflir, að þeir gálu fundir nær sjer annað, sem var betur við þeirra hæfi. Stofnenska. (Basic English). Eftir Guðmund Finnbogason. Jeg lenti einu sinni á mál- fræðingafundi. Það var (>. nor- ræni málfræðingafundurinn, í Uppsölum i ágústmánuði 1902. Þar var meðal annars rætt.um heimsmál. Frummælandinn vildi liafa latinu fyrir lieimsmál, aðrir ensku og enn aðrir esper- anto. Jeg fylti flokk þeirra,, sem ltjeldu því fram, að eriskan ætti að vera það málið, sem menn af öllum þjóðiim rituðu og töluðu, er þeir þyrftu að snúa sjer til annara en samlanda sinna. Virt- ist mjer hún vera lientugast lieimsmál fyrir þá sók að lhm gengur víðast, en er jafnframt eða verður áður en langt um líð- ur það málið, sem geyrnir mesta fjársjóði hókmenta og' visinda. Auk þess er tiltölulega auðvelt að verða á stuttum tjma bjarg- fær i ensku. Aðal örðugleikarnir eru stafsetningin og íiinn óþrot- legi orðafjöldi. Þeir, sem þarna hjeldu ensk- unni fram, töluðu um liana eins og hún er. Engum þeirra hafði hugkvæmst að gera mætli hana enn auðveldari en liún er og þar með hentugri til að vera heiins- mál. En að ]>essu er nú verið að vinna. Maður heitir C. Iv. Ogders. Ilann er sálarfræðingur og gef- ur út ágæ.tt enskt sálarfræðis- límarit, er „Psyclie“ heitir. Hapn hefir síðasta áratuginn starfað að því með miklum dugnaði að gera enskuna að heimsmáli. Þar tit heyrði fyrst og fremst að finna, live mörg ensk orð mætti komast af með til þess að lala og rita á skiljanlegu og rjettu íriali um hvað sem fyrir kemur í dag- legu lífi. Niðurstaðan varð sú, að 850 orð nægja. Kemst, sá orðalisti, ásamt nauðsynlegum málfræðireglum, fyrir á veriju- legr fjórblöðungs síðti, þó prent- að sje með skýru letri. Til þess að skilja, hvernig þetta má verða, er meðal annars þess að minnast, að enskan hel'ir fáar heygingar og að sama orðið getur stundum verið alt í senn, nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. A listann eru aðallega valin orð, sem auðvelt er að rita og hera fram, mynda reglulega fleirtölu og eru vel fallin til að leiða önn- ur orð af, með endingum, við- skeytum og forskeytum. Þessi 850 orð gera nú sama gagn og um 20000 algeng orð í venjulegu ináli. Enskan, sem gerð er af þess- um orðum, er aðeins tilhreyt- ingarminni en venjulegt mál; aðalmunurinn er sá, að ekki eru notuð nema ein 18 sagnorð. Þettá mál á að nægja fyrir versl- un, ferðalög, lieimsútvarp, tal- myndír og alþjóðafundi. Með því að hæla við 100 almennum vís- indaorðum og 50 orðum fyrir hverja eiristaka visindagrein, verður orðaforðinn alls 1000 orð, er náegja til að rita og tala um livert visindalegt efni sem er. Venjulega þarl' til slíks lun 50.000 orð. Á þessa ensku, 850 orð, hefir verið þýdd skáldsaga: Karl og Amia, eftir Leonard Frank. Jeg liefi lesið þýðinguna, og held jeg varla, að mig hefði grunað að neitt óvenjulegt væri um hana, ef jeg hefði ekki vitað það. Sýnir þessi þýðing, að mál þetta má lika nota fyrir hókmentir, þó að það hafi ekki verið miðað við þær. Englendingár kalla þetta inál „Basie Englisli“ „Busie“ er sett sáman af fyrstu stöfunum í orð- uiuim: British Ameriean Scienti- fic Internatiönál Commércial íhresk - amerísk - vísindalegi- al- þjöða-verslunar). Vjer gætum ef til vi.Il kallað það „stofnensku“. Cert er ráð fyrir, að menn geti lært orðaforðann (850 orð) og fengið allgóða æfingu i að nota hann með fjögurra stunda námi á dag i hálfan mánuð. Fram- hurðinn geta menn lært af hljóð- færaplötum, og lvins vegar er verið að úthúa ýmisleg örinur hjálpargögri við riámið. En þó að það tæki nú mánaðartíma, þá væri það ckkert smáræði, að geta á éftir hjargað sjer með ensku hvar sem er, því að ensk- an er nú talmál eða að minsta kosti stjórriarmál 500 miljón manna. Auðvitað verða enskumælandi ménn, sem ætla að skrifa fyrir þá sem að.eins kunna stofn- ensku, að halda sjer við orða- fofðá liennar, enda er nú verið að húa til orðahók, er sýnir hvernig þýða má hvert enskt orð með orðum stofnenskunnar. Yjer Islendingar ættum að verða manna fyrstir lil að gefa þessu máli gaum. Ef hægt er að gera menn hjargvel að sjer í stofnensku á jafnstuttum thna og ráð er fyrir gert, þá væri vert að íhuga,. hvort ekk'i ætti að ]>yrja alla enskukenslu í alþýðu- skólum á því að géra meim lcikna í stofnensku ög hæta svo við eftir því sem hver hefir tifna og tækifóeri til. Þeim, sem vilja kynna s|er þetta mál, vil jeg henda á þéssar hækur, er kosta í handi 2 sh. Öd., en annars eru lil á Landshpka- safninu: C. K. Odger: Basic Iillghs(l. A general introductians , 'íyitli rules and graihmar Eoridon 1930. The Basic vócahulary. A statistical amdvsis. Loiidon 19,30. Leonard Frank: Carl and Anna. Translated iiito Basic Eiiglish hy I.. W. Loaeharl I.Óiiíton 1930. Um víða veröld. ---X-- GLÆPAMANNA- Þa8 eru ekki sjó- TATTOVERING. ínenn einir, lein ----------láta „tattovefa" sig, eða útflúra hörundiS íneð alls- konar stöfiim og myndimi. Méðal glæpamánna suðurlanda er hú.ðfjúr- uiiin nijög algeng, ekki sisl í Suður- Frakklandi og Spáni. Ghepainenn þessir láta einkuni gera allskonar kvenmaiinsmyndir á hrjósl. og- liáVn<1 - leggi og segja sjerfræðiligar, á8 .])Öss- ar niyndir sjéu einkar gagnlegar, til þess að kynnast skapferli þess, Sem í hlut á, aúk þess seih ágætt er að þekkja niennina á niyndununi. Þeg'ar svoiia menn eru liandleknif éru ekki aðeins tekin fingraför lieirra og and- litsmyndir lieldur og myndir—af skrokknum á þeim, með öllu útflúr- inii. Hjer er myiid af einuhi glæpa- manninum i .sakainaniiahýlemtTi Frakka á Gvayaiia. -r-’ . -'f, F* A' Thiele Bankastræti 4 o, WLrfftTrffM er elstaogþektasta tTjSrr verslun á Nórð- Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum’ gerðum. Odýr, sterk og góð.glerý • augu. Skrifið eða komið til ökkaf. Herbertsprent leysir hvaða prentun sem er fljótt og vel af hendi, svo sem Brjefsefni, Umslög, Reikninga Faktúrur, Firmakort, Nafn spjöld, Þakkarkort, Boðskort Erfiljóð, Matseðla, Aðgöngu miða, Bækur, Blöð og Tímarit Nýletur. Nýjarvjelar Bankastr. 3. Sími 635.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.