Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1931, Side 8

Fálkinn - 20.06.1931, Side 8
8 F Á L Ií I N N Matvælaráðherra Þjóðverja, Schiele hefir öllum á óvart beitt sjer fyrir, að hækka innflutn- ingstoll á smjöri um helming, eða úr 50 upp í 100 mörk á hver 100 kg. Er smjörframleiðslu- þjóðum eins og Dönum illa við þetta, en jafnframt virðist mál- ið ætla að valda sundrungu itxn- an stjórnarinnar. Að minsta kosti hefir verkamálaráðherr- ann, Stegerwald hótað því að segja af sjer, ef frumvarpið nái fram að ganga. Efri myndin er af Schiele en sú neðri af Steger- wald. Snowden fjármálaráðherra Breta hefir nýlega lagt fyrir neðri málstofuna fj'umvarp um jarðskatt, samkvæmt kenningum IIen- ry George. Vill hann láta jarðeigendur greiða einn penny af hverju sterlingspundi sem jarðeignir þeirra eru metnar. Á myndinni sjest Snowden er hann leggur frumvarpið fram. Segir hann að verkamannaflokurinri muni fylgja þessu frumvarpi með oddi og egg. Til Turin munu margir korna í sumar, eigi síst kaþólskir, menn, því að þar verður til sýnis í fyrsta sinn á þessari öld, einn af helgustu dómum kaþólsku kirkjunnat: likklæði og sveita- dúkur Krists. Er það grófgerður dúkur, en sýnir rnynd af líkama Krists, þar sem blætt hefir úr likamanum: af sárinu eftir spjótlagið á vinstri hlið og eftir naglaförin á höndum og fótum. Líkklæði þetta hefir varið rann- sakað af vísindanefndum, sem Alveg nýlega voru tilraunir gerðar til gagnbyltingar af hálfu konungssinna á Spáni. Hafa þeir róið undir af kappi og tekist að vekja blóðugar óspektir víðsvegar, einkum í hinum stærri borgum. Eitt aðalblað þeirra, sem heitir „A. B. C.“ hefir einkum staðið framarlega í flokki um þetta. En lýðveldisstjórnin tók röggsamlega í taumana og Ijet hart mæta hörðu. Fangelsaði hún ýmsa helstu forsprakkana og batinaði útkomu skæðustu blaðanna, ennfremur hefir hún sett af lögreglustjóra í ýmsum bæjum, er þeir hafa ekki sýnt sig því vaxna, að bæla niður óeirðirnar. Fjöldi borga er enn í umsátursástandi, þar á meðal Se- villa og Cadix, en frá síðarnefndri borg er myndin hjer að ofan. Stjórnin dregur ekki dul á, að hún ætli sjer að gera upptækar allar eignir Alfons konungs sem til næst og hefir enn- fremur sett menn til að rannsaka öll framlög til hans, eftir að Rivera komst til valda 1923, því að hún gefur í skyn, að konungurinn hafi gert sig beran að fjárdrætti. páfastóllinn hefir skipað og hafa þær talið það upprunálegt og ekta, og draga ekki í efa, að þetta sje dúkur sá, sem líkami Krists var sveipaður í, þegar hann hafði verið tekinn af krossinum. Fyrst var dúkurinn eign fjölskyldu einnar í Jerú- salem. Þegar Arabar unnu landið helga var hann fluttur til Miklagarðs en þaðan fluttu krossferðamenn hann lil Trois í Frakklandi og síðan var klæðið gefið konungsfólkinu af Savoy- ættinni og var um tíma geymt í dómkirkjunni í Milano, en árið 1568 var það flutt til Turin og komið fyrir í loftþjettu silfur- skríni, en sjerstök kapella var bygð fyrir skrínið. Skrínið er ekki opnað nema við sjer- staklega hátíðleg tækifæri; hef- ir páfinn einn lykil að því, erkibiskupinn í Turin annan oy krónprins Italíu hinn þriðja. Á síðustu öld var skrínið aðeins opnað sjö sinum og nú verður það optiað í fyrsta sinn á þess- ari öld. Vitanlega heldur dúk- urinn sjer betur fyrir það að hann verst árásum lofts og ryks í hinum góða geymslustað. Á myndinni sjest að ofati partur af dúknum með mynd af and- liti Krists en að neðan silfur- skrínið á sínum stað í kapell- unni í Turin.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.