Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1931, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.06.1931, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Dag eftir dag þjónar RALEIGH THE ALL-STEEL BICYCLE ótrauðlega mörgurn þús- Liudurn manna, sem nota þetta hjól sjer til þarfa og skemtunar. — Hinn mikli styrkleiki Raleigh er að þakka hinum hörðu þolraunum, sem hjólið er látið standast. Sönn hyggindi kjósa hinn reynda Raleigh til þess að lijóla á. Verðlistar og allar upplýsingar ÁSGEIR SIGURÐSSON Ilafnarstræti 10—12. Aðalumboð fyrir Island. Besta fægi og hreinsunarduftið. Hafið það ávalt við hendina. Tin verður eins og silfur og kop- eins og gull. Það rispar ekki viðkvæmustu málma. Notið V I M á öll eldhúsáhöld. Það er selt í dósum og pökkum og fæst al- staðar. heimili. MV 120-10 LEVER BM.1HER5 LIMITEO. PGfcT SUNLSGHT ENGIAHO! Horfna miljónin. Skáldsaga eftir Edgar Wallace. sinnar af mjer, og þa'ð getur valdið óþæg- indum“. Jim brosti, því liann taldi a'ð Collett væri fremur ljettir en hitt að þvi að missa Cole- mann úr hópi skiftavina sinna. „Jeg geri ráð fyrir, að þjer Iialið ekki nein plögg er varða Dóru Ef það er of nærgöngult að spyrja yður að þessu þá sleppið þjer að svara“. Collett liugsaði sig um. „Jeg hefi nokkur skjöl frá Dóru“, svaraði hann svo. „Jeg get ekki sagt y'ður hvaða skjöl það eru, en geri ráð fyrir, að þau skifti ekki Kupie neinu“. Hann leil á hillurnar meðfram veggnum, fullar af svörtum skjalakössum, og hristi höfuðið. „Jeg held ekki að það sje margt hjerna, sem mundi freista Kupie eða leppa hans“, sagði hann, og þegar Jim var farinn hjelt hann rólegur áfram við vinnu sína. Collett var í klúbh einum í Pall Mall og var vanur að snæ'ða þar miðdegisverð, nema þá sjaldan að hann var boðinn til Colemans. Jimmy, sem einnig var í þessum klúb, sá hann sitja í reykskálanum þar eftir matinn, uieð vindilinn í munninum, gleraugu á nef- inu og eintak af Lögtiðindum í hendinni. Jim fór snemma heim því lionum fór að verða ljóst að hann hafði ekki sofið mikið siðustu sólarhringana; og eftir að hann liaföi hringt til Joan Walton og fengið að v’ita, að alt var með kyrrum kjörum þar, iór hann að hátta og steinsofnaði í sama bili °g hann liallaði sjer út af á koddann. Hann vaknaði kluldkan sjö eins og vant var, við það að Albert kom inn í svefnlier- bergið með árbitinn. „Jeg færi engin ný tíð- indi“, sagði Albert. „Jeg hefi verið um alla sveitina en ekki haft neinar spurnir af Wal- ton. Enginn liefir sjeð hann. Það var eitt hús þarna sem mjer fanst eitthvað grunsamlegl við, en jeg fjekk allar þær upplýsingar sem jeg gat um fólkið, sem kom þanga'ð um helgar“. Jim geispaði og teyg'ði úr sjer. „Jeg hefi aldrei gert mjer miklar vonir um, a'ð þjer mynduð verða nokkurs vísari Albert“, sagði baim og settisl upp í rúminu og fór a'ð drekka teið. „Hringið lil Scotland Yard og spyrjið livort nokku'ð sje að frjetta“. Albert var úti stundarkorn, en vi'ð liðindin, sem bann kom með aftur snara'ðist Jim fram úr rúminu. „Varðma'ðurinn segir, að það hafi veri'ð hrotist inn hjá Colett lögfræð- ingi i nótt. Hann var nýbúinn að fá til- kynningu“. Hálftíma síðar var Jim á skril'stofu mála- flutningsmannsins, mitt í viðurstyggingu eyðileggingarinnar. „Herra minn trúr!“ and- varpaði hann i öngum sínum. Ilver einasti skjalakassi haf'ði verið opnaður og rannsak- a'ður og innibaldinu fleygt á gólfi'ð. Skrif- borðið brotið upp og tilraun gerð til þess að opua peningaskápinn, sem stóð í stofu- horninu. „Hvernig uppgötvaðist innbrotið?" spurði hann. „Lögregluþjónn sá mann koma út hjeðan klukkan hálf sex í morgun og skunda hurt“, svaraði aðstoðarmaðurinn. Lögregluþjónn- inn lijelt fyrst a'ð maðurinn kæmi úr búð- inni bjer við, því þar er opna'ð snemma vegna þess að það er grænmetisverslun og eigand- inn kemur bingað beint af sölutorginu. En þegar lögregluþjónninn kom nær sá hann að hurðin að skrifstofu Colletts var í hálfa gátt. Hann fór undir eins inn og rannsakaði þetta nánar“. „Þekti hann þjófinn?“ „Nei, herra, liann sá aðeins á bakið á hon- um, hann var í síðum frakka“. Eftir nokkrar mínútur kom Lawford Col- lett á vettvang og þa'ð lá við að það væri hlægilegt að sjá undrun hans er hann kom inn á skrifstofuna. Hann góndi orðlaus á all- an glundroðann og þaut svo út í horn og greip þar kassa. Jimmy sá, að nafn Colemans var mála'ð á hann me'ð smáum hvítum stöfum. Kassinn hafði veri'ð brotinn upp og tæmdur. Sumt úr honum lá i lirúgu i horninu. „Vantar nokku'ð?“ spurði .limmy forvit- inn. „Kaupmáli Dóru er horfinn!“ Jimmv vissi ekki lyr en nú, a'ð kaupmáli hafði verið gerður, en sá þegar, að athugull ma'ður eins og Rex vildi hafa slík forms- atriði í lagi. „Annars ekkert?“ spurði Jimmy. „Jeg veit það ekki ennþá,“ svaraði Collett og leitaði áfram. Leitin varð auðsjáanlega árangurslaus þvi eftir nokkur augnablik stóð hann upp og fór að skoða í skrifborðsskúff- urnar. „Þetta er víst alt og sumt“, sagði hann eftir að hafa skoðað pkjöiin, setm lágu ij lilaða á borðinu. „Peningaskápurinn hefir víst ekki verið brotinn upp, er það?“ Jimmy datt nokkuð í bug og sneri sjer að lögregluþjóninum frá Scotland Yard, sem komið hafði rjett á. eftir honum. „Takið þjer vagn og sækið Nippy Knowles. Jeg verð að tala við liann. Mjer dettur ekki i hug að halda að Nippy hafi gert þetta t— það er ekki nærri nógu snyrtilega gert til þess; en það væri ekki úr vegi, að spyrja hann nokk- urra spurninga“. „Hver er Nippy?“ spurði Collett. „Óspiltur ungur maður“, svaraði Jim i- bygginn. Það leið nærri því klukkutími þangað til maðurinn kom aftur með Nippy hálfklædd- an og almóðgaðan. „Er jeg eini maðurinn i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.