Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1931, Side 4

Fálkinn - 27.06.1931, Side 4
4 F Á L K I N N Síðastliðinn sunnudag fór fram í Dómkirkjunni vígsla Sigurðar P. Sívertsen prófessors,sem kos- inn var í vetur vrgslubiskup hins forna Skálholtsstiftis eftir Valdimar Briem, með miklum meiri hluta atkvæða þjónandi presta í stiftinu. Framkvæmdi biskupinn, dr. Jón Helgason, vígsluna, en Magnús Jónsson prófessor lýsti vígslu og las upp æfiágrip (vita) það, sem bisk- upsefnið hafði samið og var einkar hugnæmt■ Vígslubiskup lagði út af Mark. li, 22. 2ð. Að lokinni vígslunni var altaris- ganga biskupa og presta. Við- staddir voru yfir 50 prestar hempuklæddir. Því miður var ekki hægt að ná myndum af vígsluathöfninni, en myndinhjer að ofan er af skrúðgöngu prestanna frá Háskólanum að kirkjunni. Ganga þeir fremsÞr Helgi Konráðsson og Þorgrímur Sigurðsson, sem er yngsti prest- vígði maðurinn á landinu, þá koma biskuparnir báðir en á eftir þeim vígsluvottarnir fjórir, Árni Björnsson prófastur.Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, Magnús Jónsson prófessor og Ásmundur Guðmundsson dó- sent. Var athöfnin öll einkar hátíðleg. Biskupsvígsla í Dómkirkjunni. Sundknattleikur á Álafossi. Úrslitaleikur um sundknaVleiks bikarinn fór fram að Álafossi 7. þ. m. milli Ármanns og Ægis. Er bilcarinn gefinn af Pjetri Sig- urjónssyni á Álafossi og skal kept um hann einu sinni á ári. 1 þetta sinn vann Ægir með 5 mörkum gegn einu og er það í þriðja skifti i röð svo að Ægir vann bikarinn til fullrar eignar. Afhenti Sigurjón Pjetursson vinnendum bikarinn ásamt silf- urpeningi lil hvers einstaks vinnanda, en þeir sjást hjer á myndinni og eru þessir (tuldir frá v.) í efri röð Magnús Páls- P. Petersen forstjóri Gamla Bíó verður fimtugur 30. þ. m. Vigfús Þórarinsson frá Sólheim- um, nú í Vestmannaeyjum varð níræður 30. f. m. Er myndin tekin þann dag og ber með sjer að gamli maðurinn er enn hinn burðalegasti. Vigfús Gestsson, járnsmiður i Hafnarf. varð sjötugur 2ð. þ. m. son, Jón D. Jónsson, Úlfar Þórð- arson, en í neðri röð Jón Ingi Guðmundsson, Theodor Guð- mundsson, Þórður Guðmunds- son og Jón Ilalldórsson. Að of- an t. v. er Eiríkur Magnússon formaður Ægis en til hægri Jón Pálsson sundkennari. Misprentað var í síðasta blaði, í grein dr. Guð- mundar Finnbogasonar um stofn- ensku nafn höfundar hins nýja máls. Stóð á öðrum staðnum Ogders en hinum Odger, en maðurinn heitir Ogden. Guðni Einarsson kaupmaður verður fertugur 30. þ. m. Hólmfríður Magnúsdóttir í Hemlu í Landeyjum varð átt- ræð 19. júni- Guðmundur Sigurjónsson skip- stjóri í Hafnarfirði varð fertug- 26. maí. Örn rjeðist nýlega á litla fimm ára gamla telpu í nánd við Phiiadelphia i Ameriku. Faðir barnsins kom að, alveg af tilviljun, ldjóp inn og náði í byssu — og skaut ránfuglinn. En það mátti engu muna að fuglinn næði að komast á burt með barnið. í stóru úrvali ,en aðeins úr besta efni og saumuð af fagmönnum kaupið þjer ódýrust í Gleraugnabúðinni, Laugaveg 2. Abyrgð á sjerliverju tjaldi. Enn- fremur margskonar áhöld fyrir ferðamenn. Iíomið og skoðið sem fyrst á Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.